Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 15:51 Gervitunglamynd sem sýnir leifar Harvey þegar þær gengu á land í Lúisíana í dag. NASA/NOAA GOES Project Bandaríska umhverfisstofnunin (EPA) sakar loftslagsvísindamenn um að blanda pólitík inn í harmleik með því að benda á að hnattræn hlýnun hafi átt þátt í hversu öflugur fellibylurinn Harvey hefur orðið.Úrkomumet hafa verið slegin eftir að Harvey gekk á land sem fjórða stigs fellibylur í Texas á föstudagskvöld. Áætlað er að allt að þriðjungur Houston-borgar liggi nú undir vatni. Yfir tuttugu manns hafa farist og þúsundir borgarbúa sjá fram á eignartjón af völdum vatnselgsins. Loftslagsvísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert hitabeltisstorma og fellibyli öflugari jafnvel þó að þeir verði ekki endilega tíðari. Margir þeirra hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar hafi ekki valdið Harvey þá hafi þær tvímælalaust gefið storminum meiri styrk. Hlýrri sjór og loft gera fellibyljum enda kleift að verða enn öflugri. Þrátt fyrir að vísindamenn EPA séu á meðal þeirra sem hafa komist að þessum niðurstöðum brást talskona stofnunarinnar önug við þegar hún var spurð út í tengsl Harvey við loftslagsbreytingar í gær, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „EPA einbeitir sér að öryggi þeirra sem verða fyrir áhrifum af fellibylnum Harvey og að veita neyðarstuðning, ekki að taka þátt í tilraunum til þess að blanda pólitík inn í áframhaldandi harmleik,“ svaraði Liz Bowman, talskona EPA, þegar hún var spurð út í ummæli loftslagsvísindamanna.Stjórnmálaskoðanir hafa mikil áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna til loftslagsbreytinga. Þannig vill fólk af hægri vængnum ekki heyra á það minnst að hnattræn hlýnun gæti hafa haft áhrif á hörmungarnar í Texas.Vísir/EPAAfneitun innleidd í UmhverfisstofnuninaBandarískir hægrimenn hafa almennt keppst við að gera lítið úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar á hamfarirnar í Texas en þeir afneita vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum upp til hópa. Eftir að Donald Trump forseti skipaði Scott Pruitt sem forstjóra EPA hefur stofnunin fljótt skipt um stefnu í loftslagsmálum. Pruitt er áberandi andstæðingur loftslagsvísinda og hefur meðal annars sagt að hann trúi ekki niðurstöðu vísindamanna, þar á meðal hans eigin, að koltvísýringur sé meginorsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. EPA hefur þannig fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama og miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Rifjað hefur verið upp að aðeins nokkrum vikum áður en Harvey skall á Texas ákvað Trump að afnema reglur sem Obama hafði komið á að alríkisstjórnin þyrfti að taka tillit til aukinna flóða og vatnsskemmda vegna loftslagsbreytinga við mannvirkjagerð. Eins hefur verið bent á að sú staðreynd að borgaryfirvöld í Houston séu ein fárra sem kjósa að hafa ekkert deiliskipulag gæti hafa gert áhrif flóðanna af völdum Harvey verri en þau hefðu ella verið. Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Bandaríska umhverfisstofnunin (EPA) sakar loftslagsvísindamenn um að blanda pólitík inn í harmleik með því að benda á að hnattræn hlýnun hafi átt þátt í hversu öflugur fellibylurinn Harvey hefur orðið.Úrkomumet hafa verið slegin eftir að Harvey gekk á land sem fjórða stigs fellibylur í Texas á föstudagskvöld. Áætlað er að allt að þriðjungur Houston-borgar liggi nú undir vatni. Yfir tuttugu manns hafa farist og þúsundir borgarbúa sjá fram á eignartjón af völdum vatnselgsins. Loftslagsvísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert hitabeltisstorma og fellibyli öflugari jafnvel þó að þeir verði ekki endilega tíðari. Margir þeirra hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar hafi ekki valdið Harvey þá hafi þær tvímælalaust gefið storminum meiri styrk. Hlýrri sjór og loft gera fellibyljum enda kleift að verða enn öflugri. Þrátt fyrir að vísindamenn EPA séu á meðal þeirra sem hafa komist að þessum niðurstöðum brást talskona stofnunarinnar önug við þegar hún var spurð út í tengsl Harvey við loftslagsbreytingar í gær, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „EPA einbeitir sér að öryggi þeirra sem verða fyrir áhrifum af fellibylnum Harvey og að veita neyðarstuðning, ekki að taka þátt í tilraunum til þess að blanda pólitík inn í áframhaldandi harmleik,“ svaraði Liz Bowman, talskona EPA, þegar hún var spurð út í ummæli loftslagsvísindamanna.Stjórnmálaskoðanir hafa mikil áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna til loftslagsbreytinga. Þannig vill fólk af hægri vængnum ekki heyra á það minnst að hnattræn hlýnun gæti hafa haft áhrif á hörmungarnar í Texas.Vísir/EPAAfneitun innleidd í UmhverfisstofnuninaBandarískir hægrimenn hafa almennt keppst við að gera lítið úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar á hamfarirnar í Texas en þeir afneita vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum upp til hópa. Eftir að Donald Trump forseti skipaði Scott Pruitt sem forstjóra EPA hefur stofnunin fljótt skipt um stefnu í loftslagsmálum. Pruitt er áberandi andstæðingur loftslagsvísinda og hefur meðal annars sagt að hann trúi ekki niðurstöðu vísindamanna, þar á meðal hans eigin, að koltvísýringur sé meginorsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. EPA hefur þannig fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama og miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Rifjað hefur verið upp að aðeins nokkrum vikum áður en Harvey skall á Texas ákvað Trump að afnema reglur sem Obama hafði komið á að alríkisstjórnin þyrfti að taka tillit til aukinna flóða og vatnsskemmda vegna loftslagsbreytinga við mannvirkjagerð. Eins hefur verið bent á að sú staðreynd að borgaryfirvöld í Houston séu ein fárra sem kjósa að hafa ekkert deiliskipulag gæti hafa gert áhrif flóðanna af völdum Harvey verri en þau hefðu ella verið.
Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30