Úr öskunni í eldmaurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 06:44 Eldmaurarnir fljóta ofan á hræum dauðra félaga sinna til að halda sér á lífi. Skjáskot Íbúar Texas hafa ekki einungis þurft að hafa áhyggjur af miklum vindum og vatnavöxtum í kjölfar hitabeltislægðarinnar Harvey sem gekk á land um helgina. Stærðarinnar „eldmauraflekar“ hafa sést fljóta ofan á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í rúst. Til að forðast drukknun flýja maurarnir búin sín og þúsundum saman fljóta þeir ofan á hræum dauðra eldmaura. Þannig tekst þeim að halda sér þurrum og á lífi. Skordýrafræðingur sem Guardian ræðir við segist aldrei hafa séð annan eins eldmaurafjölda á öllum sínum árum í skordýrabransanum. Flekarnir geti hangið saman svo vikum skipti, án næringar geti maurarnir þó ekki lifað lengi.Pro tip: Don't touch the floating fire ant colonies. They will ruin your day. #Harvey pic.twitter.com/uwJd0rA7qB— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) August 27, 2017 Eldmaurarnir eiga rætur sínar að rekja til sléttna meðfram Pargavæ-ánni í Suður-Ameríku sem reglulega fara undir vatn þegar áin flæðir yfir bakka sína. Þrátt fyrir að þessi hegðun eldmauranna sé vel þekkt og Bandaríkjamenn hafi t.a.m. kynnst í kjölfar fellibylsins Katrínu árið 2004 hafa myndir af eldmauraflekunum valdið usla á samfélagsmiðlum.Meanwhile, in Cuero, the river has brought my aunt all of the fire ants. Yes, those are all (of the) fire ants. pic.twitter.com/dEibWYxAdl— Bill O'Zimmermann (@The_Reliant) August 29, 2017 Eldmaurar komu fyrst til suðurríkja Bandaríkanna á fjórða áratug síðustu aldar og hefur fjölgað á ógnarhraða með alvarlegum afleiðingum fyrir lífríki svæðisins. Maurarnir eru sagðir mjög árásargjarnir og er biti þeirra lýst sem gífurlega sársaukafullu. Sýkingar sem fylgt hafa í kjölfar bitanna hafa jafnvel, í nokkrum ofnæmistilfellum, dregið fólk til dauða.If you're in Houston and don't think things could get worse, just remember: Fire Ants float pic.twitter.com/43whwDxnUz— Fox Keegan (@FoxCurtailed) August 27, 2017 Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Skelfilegar aðstæður í Houston: Veiddi fisk inni í stofu með berum höndum Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. 29. ágúst 2017 11:30 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Íbúar Texas hafa ekki einungis þurft að hafa áhyggjur af miklum vindum og vatnavöxtum í kjölfar hitabeltislægðarinnar Harvey sem gekk á land um helgina. Stærðarinnar „eldmauraflekar“ hafa sést fljóta ofan á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í rúst. Til að forðast drukknun flýja maurarnir búin sín og þúsundum saman fljóta þeir ofan á hræum dauðra eldmaura. Þannig tekst þeim að halda sér þurrum og á lífi. Skordýrafræðingur sem Guardian ræðir við segist aldrei hafa séð annan eins eldmaurafjölda á öllum sínum árum í skordýrabransanum. Flekarnir geti hangið saman svo vikum skipti, án næringar geti maurarnir þó ekki lifað lengi.Pro tip: Don't touch the floating fire ant colonies. They will ruin your day. #Harvey pic.twitter.com/uwJd0rA7qB— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) August 27, 2017 Eldmaurarnir eiga rætur sínar að rekja til sléttna meðfram Pargavæ-ánni í Suður-Ameríku sem reglulega fara undir vatn þegar áin flæðir yfir bakka sína. Þrátt fyrir að þessi hegðun eldmauranna sé vel þekkt og Bandaríkjamenn hafi t.a.m. kynnst í kjölfar fellibylsins Katrínu árið 2004 hafa myndir af eldmauraflekunum valdið usla á samfélagsmiðlum.Meanwhile, in Cuero, the river has brought my aunt all of the fire ants. Yes, those are all (of the) fire ants. pic.twitter.com/dEibWYxAdl— Bill O'Zimmermann (@The_Reliant) August 29, 2017 Eldmaurar komu fyrst til suðurríkja Bandaríkanna á fjórða áratug síðustu aldar og hefur fjölgað á ógnarhraða með alvarlegum afleiðingum fyrir lífríki svæðisins. Maurarnir eru sagðir mjög árásargjarnir og er biti þeirra lýst sem gífurlega sársaukafullu. Sýkingar sem fylgt hafa í kjölfar bitanna hafa jafnvel, í nokkrum ofnæmistilfellum, dregið fólk til dauða.If you're in Houston and don't think things could get worse, just remember: Fire Ants float pic.twitter.com/43whwDxnUz— Fox Keegan (@FoxCurtailed) August 27, 2017
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Skelfilegar aðstæður í Houston: Veiddi fisk inni í stofu með berum höndum Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. 29. ágúst 2017 11:30 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Skelfilegar aðstæður í Houston: Veiddi fisk inni í stofu með berum höndum Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. 29. ágúst 2017 11:30
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30
Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48