Gefa grænt ljós á gámabyggðir í Kaupmannahöfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2017 13:27 Svona líta gámaíbúðir CPH Villlage út. Mynd/CPH Village Borgarstjóri tækni- og umhverfismála í Kaupmannahöfn hefur gefið grænt ljós á að reistar verði gámabyggðir svo leysa megi húsnæðisvanda stúdenta og ungs fólks í borginni. Það skilyrði er sett að gámabyggðirnar verði tímabundnar og reistar á svæði þar sem engar áætlanir eru uppi um að þróa frekari byggð. Þá er einnig sett skilyrði fyrir því að hægt verði að flytja gámana á brott þegar landsvæðið sem nýtt verður undir þá verður skipulagt undir byggð. „Fyrstu umsókninni hefur verið skilað inn. Ef allt er eins og það á að vera munum við samþykkja hana og þá verður hægt að byggja. Þetta mun taka þrjár til fjórar vikur ef umsóknin uppfyllir öll skilyrði,“ segir Morten Kabell, borgarstjóri umhverfis- og tæknimála í samtali við Politiken.Grænu svæðin tákna þau svæði þar sem reiknað er með að heimilt verði að reisa gámabyggðir.Vill reisa tvö þúsund íbúðir fyrir 2020 Kallað hefur verið eftir því að Kabell gefi grænt ljós á slíkar framkvæmdir en ný skipulagslög heimila að reistar séu tímabundin íbúðarhúsnæði á svæðum þar sem ekki er fyrirhugað að þróa byggð.Frederick Noltenius Busk, stofnandi CPH Village, er einn þeirra sem hyggst reisa gámaíbúðir á þeim svæðum sem það er heimilt. Hann segist geta byggt tvö þúsund slíkar íbúðir fyrir árslok 2020. Horft er hýru auga til Refshale-eyju þar sem áður var mikið iðnaðarsvæði. Er reiknað með að 15-20 íbúar geti flutt inn fyrir 1. nóvember og snemma á næsta ári verði allt að 175 gámaíbúðir komnar í notkun. Busk reiknar með að hámarksleiga verði um fjögur þúsund danskar krónur á mánuði, um 70 þúsund íslenskrar krónur. Eldhús verður í hverri íbúð en baðherbergi verður deilt með nágrönnunum. Húsnæðisvandi ungra stúdenta í Kaupmannahöfn er töluverður. Talið er að leigan á opnum leigumarkaði þar hafi hækkað um 51 prósent á árunum 2010 til 2016. Er vonast til þess að gámabyggðirnar geti slegið á þann vanda. Húsnæðismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Borgarstjóri tækni- og umhverfismála í Kaupmannahöfn hefur gefið grænt ljós á að reistar verði gámabyggðir svo leysa megi húsnæðisvanda stúdenta og ungs fólks í borginni. Það skilyrði er sett að gámabyggðirnar verði tímabundnar og reistar á svæði þar sem engar áætlanir eru uppi um að þróa frekari byggð. Þá er einnig sett skilyrði fyrir því að hægt verði að flytja gámana á brott þegar landsvæðið sem nýtt verður undir þá verður skipulagt undir byggð. „Fyrstu umsókninni hefur verið skilað inn. Ef allt er eins og það á að vera munum við samþykkja hana og þá verður hægt að byggja. Þetta mun taka þrjár til fjórar vikur ef umsóknin uppfyllir öll skilyrði,“ segir Morten Kabell, borgarstjóri umhverfis- og tæknimála í samtali við Politiken.Grænu svæðin tákna þau svæði þar sem reiknað er með að heimilt verði að reisa gámabyggðir.Vill reisa tvö þúsund íbúðir fyrir 2020 Kallað hefur verið eftir því að Kabell gefi grænt ljós á slíkar framkvæmdir en ný skipulagslög heimila að reistar séu tímabundin íbúðarhúsnæði á svæðum þar sem ekki er fyrirhugað að þróa byggð.Frederick Noltenius Busk, stofnandi CPH Village, er einn þeirra sem hyggst reisa gámaíbúðir á þeim svæðum sem það er heimilt. Hann segist geta byggt tvö þúsund slíkar íbúðir fyrir árslok 2020. Horft er hýru auga til Refshale-eyju þar sem áður var mikið iðnaðarsvæði. Er reiknað með að 15-20 íbúar geti flutt inn fyrir 1. nóvember og snemma á næsta ári verði allt að 175 gámaíbúðir komnar í notkun. Busk reiknar með að hámarksleiga verði um fjögur þúsund danskar krónur á mánuði, um 70 þúsund íslenskrar krónur. Eldhús verður í hverri íbúð en baðherbergi verður deilt með nágrönnunum. Húsnæðisvandi ungra stúdenta í Kaupmannahöfn er töluverður. Talið er að leigan á opnum leigumarkaði þar hafi hækkað um 51 prósent á árunum 2010 til 2016. Er vonast til þess að gámabyggðirnar geti slegið á þann vanda.
Húsnæðismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira