Hannes vippaði sér úr buxunum fyrir fimm ára aðdáanda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2017 11:00 Haraldur tekur mynd af Gunnari Áka sem var eðlilega í skýjunum. Vísir/Kolbeinn Tumi Hannes Þór Halldórsson, markvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, sá til þess að ungur aðdáandi fór að sofa með stjörnur í augunum í gærkvöldi. Ungi pilturinn fékk minjagrip sem reyndar eru nokkur ár í að hann geti nýtt sjálfur. Hannes Þór gaf honum nefnilega stuttbuxurnar sem hann klæddist í 2-0 sigrinum á Úkraínu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þegar flestir höfðu yfirgefið Laugardalsvöll héldu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Hannes Þór aftur út á völlinn. Gengu þeir yfir grasið og til Tólfunnar, stuðningssveitar landsliðsins, sem enn trallaði í austurstúkunni. Heimir hefur haft þetta fyrir hefð eftir landsleiki og sagði nokkur vel valin orð við Tólfuna. „Við eigum sérstakt samband. Það er margt sem við segjum þar sem fjölmiðlamenn mega ekki heyra. Ég bað alla um að slökkva á símanum þegar ég talaði,“ sagði Heimir. Orð hans væru líkast til ekki boðleg í fjölmenni. Hannes Þór gaf treyju sína og hanska stuðningsmönnum og hélt aftur yfir völlinn. Þar veitti hann ungum aðdáendum í stúkunni athygli og hélt til þeirra til að gefa áritanir þegar heyrðist kallað: „Hannes, má strákurinn fá buxurnar þínar?“Hannes lítur upp í stúku á feðgana.Vísir/Kolbeinn TumiHannes leit undrandi upp í stúku þar sem feðgarnir Haraldur Líndal Pétursson og Gunnar Áki Blöndal Haraldsson stóðu enn vaktina og virtust ekki á förum eftir eftirminnilegt kvöld í Laugardalnum. Það átti bara eftir að vera eftirminnilegra. Um mínútu síðar, þegar Hannes hafði gefið nokkrar áritanir, fór hann að skimast eftir feðgunum í stúkunni. Spurði hann þá hvort þeir vildu virkilega stuttbuxurnar sínar. Haraldur jánkaði. Skipti engum toga því Hannes reif sig úr stuttbuxunum og kastaði til feðganna. Hannes kastar stuttbuxunum til feðganna sem gripu að sjálfsögðu.Vísir/Kolbeinn TumiÓhætt að segja að sá stutti hafi verið yfir sig ánægður. Og þvílíkt kvöld fyrir þann fimm ára sem var klæddur í íslenskan landsliðsbúning. Hann hafði fyrir leik leitt Birki Bjarnason inn á völlinn, upplifað 2-0 sigur og var nú með rauðar stuttbuxur hetjunnar sinnar milli handanna. Auk Hannesar væri Gylfi Þór Sigurðsson hans uppáhaldsleikmaður.Hannes heldur til búningsklefa öllu fáklæddari en þegar hann hélt út á völl.Vísir/Kolbeinn TumiÍ ljós kom að faðirinn Haraldur er stuðningsmaður Everton og hefur lengi verið. En nú er það eðlilega sérstaklega gaman eftir að Gylfi Þór gekk í raðir félagsins. Haraldur upplýsti blaðamann að Gunnar Áki væri stuðningsmaður Manchester United en útilokaði ekki að það myndi breytast eftir félagaskipti Gylfa.Buxurnar eru aðeins of stórar á Gunnar Áka en hann sagði sjálfur að pabbi sinn gæti notað þær í bili.Vísir/Kolbeinn TumiGaman verður að sjá hvort Gunnar Áki nái langt á sviði íþrótta en móðir hans, Anna Bryndís Blöndal, er fyrrverandi landsliðskona í handbolta þannig að hann á ekki langt að sækja íþróttagenin. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, sá til þess að ungur aðdáandi fór að sofa með stjörnur í augunum í gærkvöldi. Ungi pilturinn fékk minjagrip sem reyndar eru nokkur ár í að hann geti nýtt sjálfur. Hannes Þór gaf honum nefnilega stuttbuxurnar sem hann klæddist í 2-0 sigrinum á Úkraínu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þegar flestir höfðu yfirgefið Laugardalsvöll héldu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Hannes Þór aftur út á völlinn. Gengu þeir yfir grasið og til Tólfunnar, stuðningssveitar landsliðsins, sem enn trallaði í austurstúkunni. Heimir hefur haft þetta fyrir hefð eftir landsleiki og sagði nokkur vel valin orð við Tólfuna. „Við eigum sérstakt samband. Það er margt sem við segjum þar sem fjölmiðlamenn mega ekki heyra. Ég bað alla um að slökkva á símanum þegar ég talaði,“ sagði Heimir. Orð hans væru líkast til ekki boðleg í fjölmenni. Hannes Þór gaf treyju sína og hanska stuðningsmönnum og hélt aftur yfir völlinn. Þar veitti hann ungum aðdáendum í stúkunni athygli og hélt til þeirra til að gefa áritanir þegar heyrðist kallað: „Hannes, má strákurinn fá buxurnar þínar?“Hannes lítur upp í stúku á feðgana.Vísir/Kolbeinn TumiHannes leit undrandi upp í stúku þar sem feðgarnir Haraldur Líndal Pétursson og Gunnar Áki Blöndal Haraldsson stóðu enn vaktina og virtust ekki á förum eftir eftirminnilegt kvöld í Laugardalnum. Það átti bara eftir að vera eftirminnilegra. Um mínútu síðar, þegar Hannes hafði gefið nokkrar áritanir, fór hann að skimast eftir feðgunum í stúkunni. Spurði hann þá hvort þeir vildu virkilega stuttbuxurnar sínar. Haraldur jánkaði. Skipti engum toga því Hannes reif sig úr stuttbuxunum og kastaði til feðganna. Hannes kastar stuttbuxunum til feðganna sem gripu að sjálfsögðu.Vísir/Kolbeinn TumiÓhætt að segja að sá stutti hafi verið yfir sig ánægður. Og þvílíkt kvöld fyrir þann fimm ára sem var klæddur í íslenskan landsliðsbúning. Hann hafði fyrir leik leitt Birki Bjarnason inn á völlinn, upplifað 2-0 sigur og var nú með rauðar stuttbuxur hetjunnar sinnar milli handanna. Auk Hannesar væri Gylfi Þór Sigurðsson hans uppáhaldsleikmaður.Hannes heldur til búningsklefa öllu fáklæddari en þegar hann hélt út á völl.Vísir/Kolbeinn TumiÍ ljós kom að faðirinn Haraldur er stuðningsmaður Everton og hefur lengi verið. En nú er það eðlilega sérstaklega gaman eftir að Gylfi Þór gekk í raðir félagsins. Haraldur upplýsti blaðamann að Gunnar Áki væri stuðningsmaður Manchester United en útilokaði ekki að það myndi breytast eftir félagaskipti Gylfa.Buxurnar eru aðeins of stórar á Gunnar Áka en hann sagði sjálfur að pabbi sinn gæti notað þær í bili.Vísir/Kolbeinn TumiGaman verður að sjá hvort Gunnar Áki nái langt á sviði íþrótta en móðir hans, Anna Bryndís Blöndal, er fyrrverandi landsliðskona í handbolta þannig að hann á ekki langt að sækja íþróttagenin.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42