Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2017 12:01 Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi RÚV frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Vísir/Pjetur Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. Þetta er niðurstaða vinnustaðaeftirlits stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi RÚV frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Sjá einnig:Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Í vinnustaðaeftirliti var óskað eftir ráðningarsamningum, launaseðlum, bankastaðfestingum og öðrum gögnum tengdum réttindum starfsfólks og var orðið við þeirri ósk. Þá var einnig óskað eftir viðbótargögnum sem bárust þann 4. September. „Búið er að yfirfara þau gögn sem bárust félaginu um málefni starfsmanna veitingastaðarins Sjanghæ. Niðurstaða félagsins er að þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum standast almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum,“ segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu.Fengu öll gögn Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju segir að sögusagnir um ólöglega lág laun á staðnum hafi einnig borist til þeirra. „Við vorum líka búin að heyra þetta en við fórum bara í reglubundið eftirlit þarna til að athuga hvort eitthvað væri að og fengum öll gögn um málið. þetta er allt greitt eftir kjarasamningum. Allir á launaskrá og svo framvegis,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að allt sem við komi félaginu hafi verið í góðu lagi á staðnum. „Ég veit ekki hvernig er með skatta og svoleiðis en allt virtist vera í góðum málum varðandi okkur.“Ekki frá stéttarfélaginu komið Í tilkynningu segist félagið vilja taka fram að upplýsingar sem birtust í umfjöllun um málið hafi ekki komið frá starfsmönnum þess. „Þetta vorum alls ekki við sem fórum með þetta upphlaup þarna. Að okkar hálfu er málinu lokið. Það virðist sem Ríkisútvarpið hafi hlaupið á sig,“ segir Anna. Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira
Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. Þetta er niðurstaða vinnustaðaeftirlits stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi RÚV frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Sjá einnig:Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Í vinnustaðaeftirliti var óskað eftir ráðningarsamningum, launaseðlum, bankastaðfestingum og öðrum gögnum tengdum réttindum starfsfólks og var orðið við þeirri ósk. Þá var einnig óskað eftir viðbótargögnum sem bárust þann 4. September. „Búið er að yfirfara þau gögn sem bárust félaginu um málefni starfsmanna veitingastaðarins Sjanghæ. Niðurstaða félagsins er að þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum standast almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum,“ segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu.Fengu öll gögn Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju segir að sögusagnir um ólöglega lág laun á staðnum hafi einnig borist til þeirra. „Við vorum líka búin að heyra þetta en við fórum bara í reglubundið eftirlit þarna til að athuga hvort eitthvað væri að og fengum öll gögn um málið. þetta er allt greitt eftir kjarasamningum. Allir á launaskrá og svo framvegis,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að allt sem við komi félaginu hafi verið í góðu lagi á staðnum. „Ég veit ekki hvernig er með skatta og svoleiðis en allt virtist vera í góðum málum varðandi okkur.“Ekki frá stéttarfélaginu komið Í tilkynningu segist félagið vilja taka fram að upplýsingar sem birtust í umfjöllun um málið hafi ekki komið frá starfsmönnum þess. „Þetta vorum alls ekki við sem fórum með þetta upphlaup þarna. Að okkar hálfu er málinu lokið. Það virðist sem Ríkisútvarpið hafi hlaupið á sig,“ segir Anna.
Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira