Einkunnir eftir tapið gegn Finnlandi: Raggi Sig bestur 2. september 2017 18:00 Byrjunarliðið í dag. vísir/getty Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Eina mark leiksins skoraði Alexander Ring úr stórbrotinni aukaspyrnu eftir átta mínútna leik. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins að Vísi, en hann átti fínan leik í vörn Íslands. Hér að neðan má sjá einkunnir og umsagnir. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Finnland:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5 Gat lítið sem ekkert gert í stórglæsilegu marki Finna. Bjargaði vel frá Markanen þegar hann komst í dauðafæri undir lok leiks.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Skilaði sínu eins og alltaf. Tekinn af velli eftir klukkustundaleik til að auka sóknarþungann.Kári Árnason, miðvörður 5 Skilaði boltanum mjög illa frá sér, sér í lagi í fyrri hálfleik. Traustur varnarlega.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 - maður leiksins Fínn leikur hjá Ragnari eins og allri vörninni.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Bjargaði vel frá Markanen í seinni hálfleik. Skilaði sínu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 4 Ágætur í fyrri hálfleik en afleitur í þeim seinni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Braut klaufalega af sér í marki Finna. Kom ekkert út úr honum sóknarlega. Náði ekki að fylgja góðri frammistöðu gegn Króötum eftir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 5 Reyndi að drífa íslenska liðið áfram. Var kominn út úr stöðu í aukaspyrnunni sem leiddi til marksins.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Kom ekkert út úr honum í sókninni.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 4 Hefur oft spilað betur. Íslenska liðið saknaði meira framlags frá sínum besta manni.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Hélt boltanum illa þegar við reyndum að byggja upp spil með að finna hann í lappir. Fyrsta snertingin sveik hann of oft.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Birki Má Sævarsson á 59. mínútu) 3 Bjargaði á marklínu skömmu eftir að hann kom inn á. Fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili, það fyrra þegar hann skafaði upp eftir Jóhann Berg og var því sendur í sturtu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 59. mínútu) 5 Duglegur, en komst lítið í takt við leikinn.Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 88. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Eina mark leiksins skoraði Alexander Ring úr stórbrotinni aukaspyrnu eftir átta mínútna leik. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins að Vísi, en hann átti fínan leik í vörn Íslands. Hér að neðan má sjá einkunnir og umsagnir. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Finnland:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5 Gat lítið sem ekkert gert í stórglæsilegu marki Finna. Bjargaði vel frá Markanen þegar hann komst í dauðafæri undir lok leiks.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Skilaði sínu eins og alltaf. Tekinn af velli eftir klukkustundaleik til að auka sóknarþungann.Kári Árnason, miðvörður 5 Skilaði boltanum mjög illa frá sér, sér í lagi í fyrri hálfleik. Traustur varnarlega.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 - maður leiksins Fínn leikur hjá Ragnari eins og allri vörninni.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Bjargaði vel frá Markanen í seinni hálfleik. Skilaði sínu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 4 Ágætur í fyrri hálfleik en afleitur í þeim seinni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Braut klaufalega af sér í marki Finna. Kom ekkert út úr honum sóknarlega. Náði ekki að fylgja góðri frammistöðu gegn Króötum eftir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 5 Reyndi að drífa íslenska liðið áfram. Var kominn út úr stöðu í aukaspyrnunni sem leiddi til marksins.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Kom ekkert út úr honum í sókninni.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 4 Hefur oft spilað betur. Íslenska liðið saknaði meira framlags frá sínum besta manni.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Hélt boltanum illa þegar við reyndum að byggja upp spil með að finna hann í lappir. Fyrsta snertingin sveik hann of oft.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Birki Má Sævarsson á 59. mínútu) 3 Bjargaði á marklínu skömmu eftir að hann kom inn á. Fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili, það fyrra þegar hann skafaði upp eftir Jóhann Berg og var því sendur í sturtu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 59. mínútu) 5 Duglegur, en komst lítið í takt við leikinn.Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 88. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00