Heimir: Strákarnir gefast aldrei upp | Sjáðu blaðamannafund Heimis og Arons 1. september 2017 09:51 Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Tampere á morgun en þar munu Íslendingar mæta Finnum í undankeppni HM 2018 á morgun. Fundinn má sjá allan í spilaranum hér fyrir ofan. Heimir var spurður út í leikmenn íslenska liðsins og sagði hann að allir í hópnum væru heilir og í góðu formi - svo góðu að þeir gætu spilað í 120 mínútur á morgun án vandræða. „Jafnvel þó svo að þeir séu þreyttir þá halda þeir áfram. Það er eitt af einkennum liðsins - karakterinn og gott form leikmanna,“ sagði Heimir og Aron Einar tók í svipaðan streng. „Við erum allir félagar og við vitum að hver einasti leikmaður mun gefa allt sitt í leikinn. Það skiptir miklu máli í stórum leikjum þegar allt er í húfi,“ sagði fyrirliðinn.Berum mikla virðingu fyrir Finnlandi Finnsku blaðamennirnir rifjuðu upp 3-2 sigur Íslands á Finnlandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan þar sem Íslendingar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins - þar af umdeilt sigurmark á sjöttu mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var erfiður leikur en við eigum góðar minningar af honum. Við sýndum mikinn karakter eftir að hafa komið til baka gegn sterku finnsku liði. Þeir sýndu að þeir vildu fá þrjú stig úr leiknum sem þeir fengu næstum því. Við berum mikla virðingu fyrir finnska liðinu,“ sagði Aron Einar. „Minningarnar eru líka beggja blands,“ sagði Heimir. „Við lærðum mikið af leiknum en Finnland kom okkur á óvart með því að spila djúpt og gefa okkur tíma og svæði á boltanum. Það hefur kannski verið okkar leikur síðustu árin. Við áttum erfitt með það en við höfum vaxið og ef þetta gerist aftur þá erum við með plan B.“ Heimir hrósaði finnska liðinu og sagði það óheppið að hafa ekki fengið nema eitt stig úr leikjum sínum til þessa. „Þeir hafa átt möguleika í öllum sínum leikjum og verið afar óheppnir. Það er spurning hvenær en ekki hvort fyrsti sigurinn kemur. Vonandi kemur hann ekki á morgun.“Menn vita sín hlutverk Heimir var einnig spurður um ástæður þess að það sé ekki að sjá á mönnum sem spila lítið með félagsliðum sínum þegar þeir koma inn í landsleiki. Þá séu þeir eins og oft áður upp á sitt besta. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ sagði Heimir. „Tvær helstu er að leikmenn vita nákvæmlega sitt hlutverk eins og sést hefur og að þeir eru í góðu standi, eins og við höfum séð á æfingum. Fyrir ári síðan var ástand leikmanna ekki eins gott og það er nú.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Sjá meira
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Tampere á morgun en þar munu Íslendingar mæta Finnum í undankeppni HM 2018 á morgun. Fundinn má sjá allan í spilaranum hér fyrir ofan. Heimir var spurður út í leikmenn íslenska liðsins og sagði hann að allir í hópnum væru heilir og í góðu formi - svo góðu að þeir gætu spilað í 120 mínútur á morgun án vandræða. „Jafnvel þó svo að þeir séu þreyttir þá halda þeir áfram. Það er eitt af einkennum liðsins - karakterinn og gott form leikmanna,“ sagði Heimir og Aron Einar tók í svipaðan streng. „Við erum allir félagar og við vitum að hver einasti leikmaður mun gefa allt sitt í leikinn. Það skiptir miklu máli í stórum leikjum þegar allt er í húfi,“ sagði fyrirliðinn.Berum mikla virðingu fyrir Finnlandi Finnsku blaðamennirnir rifjuðu upp 3-2 sigur Íslands á Finnlandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan þar sem Íslendingar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins - þar af umdeilt sigurmark á sjöttu mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var erfiður leikur en við eigum góðar minningar af honum. Við sýndum mikinn karakter eftir að hafa komið til baka gegn sterku finnsku liði. Þeir sýndu að þeir vildu fá þrjú stig úr leiknum sem þeir fengu næstum því. Við berum mikla virðingu fyrir finnska liðinu,“ sagði Aron Einar. „Minningarnar eru líka beggja blands,“ sagði Heimir. „Við lærðum mikið af leiknum en Finnland kom okkur á óvart með því að spila djúpt og gefa okkur tíma og svæði á boltanum. Það hefur kannski verið okkar leikur síðustu árin. Við áttum erfitt með það en við höfum vaxið og ef þetta gerist aftur þá erum við með plan B.“ Heimir hrósaði finnska liðinu og sagði það óheppið að hafa ekki fengið nema eitt stig úr leikjum sínum til þessa. „Þeir hafa átt möguleika í öllum sínum leikjum og verið afar óheppnir. Það er spurning hvenær en ekki hvort fyrsti sigurinn kemur. Vonandi kemur hann ekki á morgun.“Menn vita sín hlutverk Heimir var einnig spurður um ástæður þess að það sé ekki að sjá á mönnum sem spila lítið með félagsliðum sínum þegar þeir koma inn í landsleiki. Þá séu þeir eins og oft áður upp á sitt besta. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ sagði Heimir. „Tvær helstu er að leikmenn vita nákvæmlega sitt hlutverk eins og sést hefur og að þeir eru í góðu standi, eins og við höfum séð á æfingum. Fyrir ári síðan var ástand leikmanna ekki eins gott og það er nú.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Sjá meira
Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00