Draumurinn að komast í úrslitaleik Meistaradeildar og vinna hann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2017 07:00 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Ernir Ísland mætir Færeyjum á mánudagskvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 en þetta er um leið nýtt tækifæri fyrir stelpurnar okkar til að byrja nýja keppni með hreint blað eftir vonbrigði sumarsins á EM í Hollandi. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á Evrópumótinu og sat eftir með sárt ennið eftir riðlakeppnina. Liðið var nokkuð gagnrýnt eftir keppnina en naut þó frábærs stuðnings þúsunda Íslendinga sem lögðu leið sína til Hollands. „Það er gaman að vera komin aftur í landsliðið eftir EM. Ég náði að hrista það af mér og er tilbúin í nýja keppni,“ sagði Sara Björk í samtali við íþróttadeild.Sama markmið og alltaf Ísland á þungan róður fyrir höndum ætli liðið sér að komast á HM 2019 í fyrsta sinn. Það er engu að síður markmiðið hjá Söru Björk og félögum hennar í landsliðinu. „Markmiðið er eins fyrir þessa keppni og allar aðrar. Maður vill ná góðum úrslitum og komast áfram. Okkar markmið er að fara á HM. Það er draumur okkar allra að komast þangað í fyrsta sinn. En til þess þurfum við að spila vel og við erum í hörkuriðli,“ segir hún. Ísland er í riðli með Þýskalandi, einu sterkasta landsliði heims. Aðeins sigurvegari riðilsins kemst á HM en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um eitt laust sæti til viðbótar. Sara Björk segir að þetta sé sterkari riðill en Ísland var í fyrir EM í Hollandi. „Þýskaland er auðvitað gríðarlega sterkt. Slóvenía og Tékkland eru svo alltaf að bæta sig, þá er Færeyjar líka í riðlinum sem við vitum lítið um.“Tilbúin í hörkutímabil Sara Björk er á sínu öðru tímabili með Wolfsburg í Þýskalandi. Liðið varð í fyrra tvöfaldur meistari heima fyrir og var Sara Björk í lykilhlutverki. Liðið hefur farið af stað með miklum krafti á nýju tímabili og unnið báða leiki sína til þessa með markatölunni 10-0 samanlagt. „Vonandi getum við haldið þessu áfram en það eru margir erfiðir leikir fram undan. Þetta verður hörkutímabil. Liðin sem ætla sér í toppbaráttuna hafa styrkt sig mikið. Þetta verður spennandi tímabil og ég er tilbúin að takast á við það,“ segir hún. Sara segir að markmiðin hjá Wolfsburg séu einföld – að vinna alla þá titla sem í boði eru. Þá ætli liðið sér lengra í Meistaradeildinni en á síðasta tímabili féll Wolfsburg úr leik í fjórðungsúrslitum eftir tap fyrir verðandi meisturum Lyon. „Miðað við það lið sem við erum með er raunhæft að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er bara þannig,“ segir hún sposk á svip. „Draumur minn er að komast í úrslitaleikinn og vinna hann. Vonandi get ég gert það með Wolfsburg í ár.“ Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á mánudag klukkan 18.15. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Ísland mætir Færeyjum á mánudagskvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 en þetta er um leið nýtt tækifæri fyrir stelpurnar okkar til að byrja nýja keppni með hreint blað eftir vonbrigði sumarsins á EM í Hollandi. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á Evrópumótinu og sat eftir með sárt ennið eftir riðlakeppnina. Liðið var nokkuð gagnrýnt eftir keppnina en naut þó frábærs stuðnings þúsunda Íslendinga sem lögðu leið sína til Hollands. „Það er gaman að vera komin aftur í landsliðið eftir EM. Ég náði að hrista það af mér og er tilbúin í nýja keppni,“ sagði Sara Björk í samtali við íþróttadeild.Sama markmið og alltaf Ísland á þungan róður fyrir höndum ætli liðið sér að komast á HM 2019 í fyrsta sinn. Það er engu að síður markmiðið hjá Söru Björk og félögum hennar í landsliðinu. „Markmiðið er eins fyrir þessa keppni og allar aðrar. Maður vill ná góðum úrslitum og komast áfram. Okkar markmið er að fara á HM. Það er draumur okkar allra að komast þangað í fyrsta sinn. En til þess þurfum við að spila vel og við erum í hörkuriðli,“ segir hún. Ísland er í riðli með Þýskalandi, einu sterkasta landsliði heims. Aðeins sigurvegari riðilsins kemst á HM en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um eitt laust sæti til viðbótar. Sara Björk segir að þetta sé sterkari riðill en Ísland var í fyrir EM í Hollandi. „Þýskaland er auðvitað gríðarlega sterkt. Slóvenía og Tékkland eru svo alltaf að bæta sig, þá er Færeyjar líka í riðlinum sem við vitum lítið um.“Tilbúin í hörkutímabil Sara Björk er á sínu öðru tímabili með Wolfsburg í Þýskalandi. Liðið varð í fyrra tvöfaldur meistari heima fyrir og var Sara Björk í lykilhlutverki. Liðið hefur farið af stað með miklum krafti á nýju tímabili og unnið báða leiki sína til þessa með markatölunni 10-0 samanlagt. „Vonandi getum við haldið þessu áfram en það eru margir erfiðir leikir fram undan. Þetta verður hörkutímabil. Liðin sem ætla sér í toppbaráttuna hafa styrkt sig mikið. Þetta verður spennandi tímabil og ég er tilbúin að takast á við það,“ segir hún. Sara segir að markmiðin hjá Wolfsburg séu einföld – að vinna alla þá titla sem í boði eru. Þá ætli liðið sér lengra í Meistaradeildinni en á síðasta tímabili féll Wolfsburg úr leik í fjórðungsúrslitum eftir tap fyrir verðandi meisturum Lyon. „Miðað við það lið sem við erum með er raunhæft að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er bara þannig,“ segir hún sposk á svip. „Draumur minn er að komast í úrslitaleikinn og vinna hann. Vonandi get ég gert það með Wolfsburg í ár.“ Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á mánudag klukkan 18.15. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti