Kúrdar ganga óhræddir til kosninga Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2017 15:00 Meðlimir Peshmerga-sveitanna fagna því að hafa kosið. Vísir/Getty Írakskir Kúrdar kjósa nú um hvort þeir eigi að leitast eftir því að stofan eigið ríki úr sjálfstjórnarsvæði þeirra í norðurhluta Írak. Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og mun í sjálfu sér ekki leiða til sjálfstæðis Kúrda, fari atkvæðagreiðslan svo, en hún yrði til marks um vilja þeirra til að eignast loks eigið ríki. Þá myndi jákvæð niðurstaða fyrir Masoud Barzani, leiðtoga ríkisstjórnar sjálfstjórnarsvæðisins, veita honum sterkt umboð fyrir viðræður við Baghdad. Atkvæðagreiðslan hefur verið fordæmd víða um heim og þá hvað helst í Tyrklandi, þar sem Kúrdar hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði.Yfirlit yfir upprunalegt sjálfstjórnarsvæði írakskra Kúrda og þau svæði sem þeir hertóku af vígamönnum ISIS.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hótaði því í dag að senda tyrkneska herinn gegn írökskum Kúrdum vegna atkvæðagreiðslunnar. Hann sagði ekki koma til greina að þeir fengju sjálfstæði og sagði það vera mikla ógn gegn tyrkneska ríkinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann hótað því að stöðva útflutning olíu frá svæðinu.Bandaríkin hafa einnig lýst yfir óánægju með atkvæðagreiðsluna. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að hún muni skapa óstöðugleika. Deilt um yfirráðasvæðiAtkvæðagreiðslan er einnig mjög umdeild í Írak og þá sérstaklega hvað varðar stór og olíurík svæði sem Kúrdar hafa hertekið af vígamönnum Íslamska ríkisins. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar segjast nú eiga. Kúrdar segja íbúa þeirra svæða sem þeir hafa hertekið taka þátt í atkvæðagreiðslunni í dag. Í samtali við Reuters segir einn Kúrdi að þeir hafi séð það verra. „Við höfum upplifað óréttlæti, morð og umsátur.“Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Írakskir Kúrdar kjósa nú um hvort þeir eigi að leitast eftir því að stofan eigið ríki úr sjálfstjórnarsvæði þeirra í norðurhluta Írak. Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og mun í sjálfu sér ekki leiða til sjálfstæðis Kúrda, fari atkvæðagreiðslan svo, en hún yrði til marks um vilja þeirra til að eignast loks eigið ríki. Þá myndi jákvæð niðurstaða fyrir Masoud Barzani, leiðtoga ríkisstjórnar sjálfstjórnarsvæðisins, veita honum sterkt umboð fyrir viðræður við Baghdad. Atkvæðagreiðslan hefur verið fordæmd víða um heim og þá hvað helst í Tyrklandi, þar sem Kúrdar hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði.Yfirlit yfir upprunalegt sjálfstjórnarsvæði írakskra Kúrda og þau svæði sem þeir hertóku af vígamönnum ISIS.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hótaði því í dag að senda tyrkneska herinn gegn írökskum Kúrdum vegna atkvæðagreiðslunnar. Hann sagði ekki koma til greina að þeir fengju sjálfstæði og sagði það vera mikla ógn gegn tyrkneska ríkinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann hótað því að stöðva útflutning olíu frá svæðinu.Bandaríkin hafa einnig lýst yfir óánægju með atkvæðagreiðsluna. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að hún muni skapa óstöðugleika. Deilt um yfirráðasvæðiAtkvæðagreiðslan er einnig mjög umdeild í Írak og þá sérstaklega hvað varðar stór og olíurík svæði sem Kúrdar hafa hertekið af vígamönnum Íslamska ríkisins. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar segjast nú eiga. Kúrdar segja íbúa þeirra svæða sem þeir hafa hertekið taka þátt í atkvæðagreiðslunni í dag. Í samtali við Reuters segir einn Kúrdi að þeir hafi séð það verra. „Við höfum upplifað óréttlæti, morð og umsátur.“Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira