Kristilegir demókratar með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í broddi fylkingar höfðu betur en andstæðingar sínir í þýsku þingkosningunum í dag ef marka má fyrstu útgönguspár.
Flokkur Merkel fékk 32,5 prósenta fylgi. Þrátt fyrir gott gengi í kosningunum er þetta þó verri árangur en í síðustu kosningum árið 2013 þegar Kristilegir Demókratar hlutu 41,5% prósenta fylgi.
Jafnaðarmannaflokkurinn SPD hlaut 20,2% atkvæða og Flokkur þjóðernissinna, Annar valkostur fyrir Þýskaland AFD, fékk 13,5 prósent a fylgi og er þannig kominn með mann inn á þing.
Merkel býður erfitt verkefni en hún þarf að mynda samsteypustjórn en það gæti bæði reynst flókið og tímafrekt þar sem aðilar í mögulegum samstarfsflokkum eru óvissir um að þeim hugnist að deila með henni völdum. Þetta kemur fram í frétt Reuters.
Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þýsku þingkosningunum

Tengdar fréttir

Þjóðverjar ganga til kosninga í dag
Kjörstaðir hafa verið opnaðir í þingkosningunum í Þýskalandi.

Stefnir í öruggan sigur Angelu Merkel
Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel kanslara, verða fjölmennastir á þýska þinginu ef marka má meðaltal skoðanakannana sem Financial Times tekur saman.