1. des. 2018. Þjóðhátíð eða hnípin þjóð í vanda? Svanur Kristjánsson skrifar 21. september 2017 06:30 Þegar stjórnarskrá konungsríkisins Íslands var endurskoðuð árið 1944 var um það einhugur að breyta því einu sem breyta þyrfti af nauðsyn við þau kaflaskil. Við fyrstu hentugleika yrði stjórnarskráin svo tekin til gagngerrar endurskoðunar. Þannig líkti Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, henni við „bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld“.“(Ávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, við setningu Alþingis 12. sept. 2017.) Í rúm 70 ár hefur Alþingi ekki efnt hátíðleg loforð gefin íslenskri þjóð um endurskoðun stjórnarskrárinnar: Að grunnlög lýðveldisins séu byggð á hugsjónum og stjórnskipulagi lýðræðis og mannréttinda en ekki arfleifð frá stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Meirihluta Alþingis virðist meira að segja engu máli skipta að í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 samþykktu 67% kjósenda meginatriði nýrrar stjórnarskrár sem Stjórnlagaráð samdi að frumkvæði Alþingis. Undanfarið höfum við horft upp á afleiðingar þess að hafa stjórnarskrá og lög sem kveða ekki skýrt á um umboð, vald og ábyrgð handhafa ríkisvaldsins. Hver bar t.d. ábyrgð á skipan dómara í Landsrétt? Meirihluti Alþingis benti á dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra benti á forseta Íslands. Forseti Íslands gerði sjálfstæða rannsókn og kvað upp þann úrskurð að Alþingi hefði farið að lögum við atkvæðagreiðslu við skipan dómara. Ekki þarf að rekja hér þann sársauka og niðurlægingu sem „uppreist æra“ dæmdra kynferðisafbrotamanna veldur þeim sem síst skyldi. Í ávarpi sínu við setningu Alþingis kom forseti Íslands að kjarna málsins: „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.“ 1. desember 2018 verða 100 ár liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Hver verður þá staða íslenska lýðveldisins? Við Íslendingar eigum einungis tvo valkosti: l 1. desember 2018 verður sannkallaður þjóðhátíðardagur. Íslendingar hafa samið Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá. Byggt var á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs en gerðar þær breytingar sem þjóð og þing töldu vera til bóta. Meirihluti þings og þjóðar samþykkir nýju stjórnarskrána. Ekki var fallist á kröfu sérhagsmunahópa um neitunarvald þeirra varðandi gerð stjórnarskrárinnar. l 1. desember 2018 verður dagur þjóðlegra umbúða án innihalds. Veislur fyrirfólks eru haldnar og ráðamenn flytja hástemmdar ræður um fáheyrða sigurgöngu íslenskrar þjóðar. Fólkið í landinu lætur sér fátt um finnast enda tekst engum að fela hinn bitra sannleik: Íslendingar eru enn hnípin þjóð í vanda, ófær um byggja upp venjulegt vestrænt lýðræðisríki með Samfélagssáttmála og vandaða stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Þegar stjórnarskrá konungsríkisins Íslands var endurskoðuð árið 1944 var um það einhugur að breyta því einu sem breyta þyrfti af nauðsyn við þau kaflaskil. Við fyrstu hentugleika yrði stjórnarskráin svo tekin til gagngerrar endurskoðunar. Þannig líkti Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, henni við „bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld“.“(Ávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, við setningu Alþingis 12. sept. 2017.) Í rúm 70 ár hefur Alþingi ekki efnt hátíðleg loforð gefin íslenskri þjóð um endurskoðun stjórnarskrárinnar: Að grunnlög lýðveldisins séu byggð á hugsjónum og stjórnskipulagi lýðræðis og mannréttinda en ekki arfleifð frá stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Meirihluta Alþingis virðist meira að segja engu máli skipta að í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 samþykktu 67% kjósenda meginatriði nýrrar stjórnarskrár sem Stjórnlagaráð samdi að frumkvæði Alþingis. Undanfarið höfum við horft upp á afleiðingar þess að hafa stjórnarskrá og lög sem kveða ekki skýrt á um umboð, vald og ábyrgð handhafa ríkisvaldsins. Hver bar t.d. ábyrgð á skipan dómara í Landsrétt? Meirihluti Alþingis benti á dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra benti á forseta Íslands. Forseti Íslands gerði sjálfstæða rannsókn og kvað upp þann úrskurð að Alþingi hefði farið að lögum við atkvæðagreiðslu við skipan dómara. Ekki þarf að rekja hér þann sársauka og niðurlægingu sem „uppreist æra“ dæmdra kynferðisafbrotamanna veldur þeim sem síst skyldi. Í ávarpi sínu við setningu Alþingis kom forseti Íslands að kjarna málsins: „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.“ 1. desember 2018 verða 100 ár liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Hver verður þá staða íslenska lýðveldisins? Við Íslendingar eigum einungis tvo valkosti: l 1. desember 2018 verður sannkallaður þjóðhátíðardagur. Íslendingar hafa samið Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá. Byggt var á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs en gerðar þær breytingar sem þjóð og þing töldu vera til bóta. Meirihluti þings og þjóðar samþykkir nýju stjórnarskrána. Ekki var fallist á kröfu sérhagsmunahópa um neitunarvald þeirra varðandi gerð stjórnarskrárinnar. l 1. desember 2018 verður dagur þjóðlegra umbúða án innihalds. Veislur fyrirfólks eru haldnar og ráðamenn flytja hástemmdar ræður um fáheyrða sigurgöngu íslenskrar þjóðar. Fólkið í landinu lætur sér fátt um finnast enda tekst engum að fela hinn bitra sannleik: Íslendingar eru enn hnípin þjóð í vanda, ófær um byggja upp venjulegt vestrænt lýðræðisríki með Samfélagssáttmála og vandaða stjórnarskrá.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar