Prinsessa á bak við nýja rannsókn á spillingu innan FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2017 11:30 Haya bint al-Hussein. Vísir/Getty Prinsessan Haya bint al-Hussein er gift einum ríkasta manni heims og bróðir hennar hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta FIFA. Hún spilar einnig stórt hlutverk í nýrri herferð gegn spillingu innan FIFA. New York Times segir frá afskiptum prinsessunnar að rannsókn á framgöngu æðstu manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins en blaðið hefur þetta eftir mörgum aðilum sem þekkja til málsins. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum hefur prinsessan unnið á bak við tjöldin með breskum einkaspæjurum við það að safna sönnunargögnum um spillingu innan fótboltaheimsins. Haya prinsessa réði einkaspæjarafyrirtækið Quest frá London til að hjálpa sér að varpa hulunni af sóðaskapnum innan FIFA. Menn innan Quest hafa reynt að komast í samband við fyrrum og núverandi háttsetta menn innan FIFA sem og að ræða við aðra sem hafa komist í kynni við æðsta hluta fótboltaheimsins. Þá hafa starfsmenn Quest einnig verið í sambandið við þá sem stýrðu herferðinni gegn FIFA árið 2015 sem endaði með handtöku á fjölda háttsettra manna innan Alþjóðafótboltasambandsins sem og endalokum manna eins og Sepp Blatter og Michel Platini. New York Times veit ekki hvaða nýju upplýsingar hafa komið fram í rannsókn Quest-manna en aðkoma Hayu prinsessu bendir til þess að öll kurl séu ekki komin til grafar í þessu risastóra spillingarmáli. FIFA segir hafa endurskiplagt sambandið og tekið til en þessi frétt New York Times bendir þó til annars. Bróðir Hayu prinsessu, Ali bin al-Hussein, tapaði forsetakosningum á móti Sepp Blatter sem og á móti Gianni Infantino, núverandi forseta FIFA. Infantino býður sig væntanlega aftur fram árið 2019 en ekki er vitað hvort að Ali prins bjóði sig þá fram í þriðja sinn. Það er hægt að lesa grein New York Times með því að smela hér. FIFA Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Prinsessan Haya bint al-Hussein er gift einum ríkasta manni heims og bróðir hennar hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta FIFA. Hún spilar einnig stórt hlutverk í nýrri herferð gegn spillingu innan FIFA. New York Times segir frá afskiptum prinsessunnar að rannsókn á framgöngu æðstu manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins en blaðið hefur þetta eftir mörgum aðilum sem þekkja til málsins. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum hefur prinsessan unnið á bak við tjöldin með breskum einkaspæjurum við það að safna sönnunargögnum um spillingu innan fótboltaheimsins. Haya prinsessa réði einkaspæjarafyrirtækið Quest frá London til að hjálpa sér að varpa hulunni af sóðaskapnum innan FIFA. Menn innan Quest hafa reynt að komast í samband við fyrrum og núverandi háttsetta menn innan FIFA sem og að ræða við aðra sem hafa komist í kynni við æðsta hluta fótboltaheimsins. Þá hafa starfsmenn Quest einnig verið í sambandið við þá sem stýrðu herferðinni gegn FIFA árið 2015 sem endaði með handtöku á fjölda háttsettra manna innan Alþjóðafótboltasambandsins sem og endalokum manna eins og Sepp Blatter og Michel Platini. New York Times veit ekki hvaða nýju upplýsingar hafa komið fram í rannsókn Quest-manna en aðkoma Hayu prinsessu bendir til þess að öll kurl séu ekki komin til grafar í þessu risastóra spillingarmáli. FIFA segir hafa endurskiplagt sambandið og tekið til en þessi frétt New York Times bendir þó til annars. Bróðir Hayu prinsessu, Ali bin al-Hussein, tapaði forsetakosningum á móti Sepp Blatter sem og á móti Gianni Infantino, núverandi forseta FIFA. Infantino býður sig væntanlega aftur fram árið 2019 en ekki er vitað hvort að Ali prins bjóði sig þá fram í þriðja sinn. Það er hægt að lesa grein New York Times með því að smela hér.
FIFA Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira