Birkir Már: Fjarlægur draumur að vera með á HM Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 22:13 Birkir Már Sævarsson í upphitun í kvöld vísir/ernir „Þetta er töluvert stærra. Maður er búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum um að vera með. Maður er enn að jafna sig á þessu,“ sagði Birkir Már Sævarsson sem hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu síðustu ár. Birkir Már var ekkert að æsa sig of mikið og var sallarólegur þegar hann mætti í viðtölin. „Við erum búnir að taka út ansi mikla spennu úti á velli og inni í klefa. Nú er þetta kannski lognið á undan storminum,“ sagði hann brosandi og vísaði þá til fagnaðarlátanna framundan á Ingólfstorgi. „Ég býst við helling af fólki og geggjaðri stemmningu,“ bætti hann við. Líkt og margir aðrir sagði Birkir að liðið hefði búið að mikillli reynslu sem það hefur fengið síðustu árin. „Við vorum með reynsluna frá því í leiknum gegn Kasakstan fyrir tveimur árum. Þá vorum við of hræddir við að tapa en nú þurftum að að passa upp á að gera það sem við erum góðir í og okkur tókst það.“ Fyrri hálfleikur íslenska liðsins var fremur rólegur og mark Gylfa Þórs létti pressunni af liðinu fyrir leikhléið. „Það var mjög gott að fá markið fyrir hlé því fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur.“ Birkir Már hefur verið orðaður við endurkomu í Pepsi-deildina og þá til uppeldisfélagsins, Vals. „Það hefur ekkert komið upp ennþá, ekkert tilboð komið á borðið. Ég mun setjast niður með umboðsmanninum núna og skoða mín mál.“ „Helst myndi ég vilja vera erlendis og spila leiki fram að HM. En ef það kemur ekkert upp þá náttúrulega verður maður að skoða alla möguleika til að spila fótbolta yfirhöfuð,“ sagði Birkir Már en hann verður samningslaus hjá Hammarby um áramótin. „Það er allavega betra að spila einhvers staðar heldur en vera atvinnulaus. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Birkir og bætti við að Valur væri eina liðið sem kæmi til greina í hans huga. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09 Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
„Þetta er töluvert stærra. Maður er búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum um að vera með. Maður er enn að jafna sig á þessu,“ sagði Birkir Már Sævarsson sem hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu síðustu ár. Birkir Már var ekkert að æsa sig of mikið og var sallarólegur þegar hann mætti í viðtölin. „Við erum búnir að taka út ansi mikla spennu úti á velli og inni í klefa. Nú er þetta kannski lognið á undan storminum,“ sagði hann brosandi og vísaði þá til fagnaðarlátanna framundan á Ingólfstorgi. „Ég býst við helling af fólki og geggjaðri stemmningu,“ bætti hann við. Líkt og margir aðrir sagði Birkir að liðið hefði búið að mikillli reynslu sem það hefur fengið síðustu árin. „Við vorum með reynsluna frá því í leiknum gegn Kasakstan fyrir tveimur árum. Þá vorum við of hræddir við að tapa en nú þurftum að að passa upp á að gera það sem við erum góðir í og okkur tókst það.“ Fyrri hálfleikur íslenska liðsins var fremur rólegur og mark Gylfa Þórs létti pressunni af liðinu fyrir leikhléið. „Það var mjög gott að fá markið fyrir hlé því fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur.“ Birkir Már hefur verið orðaður við endurkomu í Pepsi-deildina og þá til uppeldisfélagsins, Vals. „Það hefur ekkert komið upp ennþá, ekkert tilboð komið á borðið. Ég mun setjast niður með umboðsmanninum núna og skoða mín mál.“ „Helst myndi ég vilja vera erlendis og spila leiki fram að HM. En ef það kemur ekkert upp þá náttúrulega verður maður að skoða alla möguleika til að spila fótbolta yfirhöfuð,“ sagði Birkir Már en hann verður samningslaus hjá Hammarby um áramótin. „Það er allavega betra að spila einhvers staðar heldur en vera atvinnulaus. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Birkir og bætti við að Valur væri eina liðið sem kæmi til greina í hans huga.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09 Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09
Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46