Argentínumenn í stórhættu á að missa af HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2017 10:30 Útlitið er ekki bjart fyrir Lionel Messi og félaga. Vísir/Getty Argentínska landsliðið er í sjötta sæti í undanriðli undankeppni HM í Suður-Ameríku fyrir lokaumferðina eftir markalaust jafntefli við Perú á heimavelli sínum í nótt. Argentína þarf að vinna lokaleikinn sinn á útivelli á móti Ekvador til að eiga möguleika á því að komast á HM í Rússlandi næsta sumar. Takist það ekki mun Argentína missa af HM en það hefur ekki gerst síðan á HM í Mexíkó 1970. Vinni argentínska landsliðið lokaleikinn sinn í Ekvador þá tryggir liðið sér umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi. Fjórar efstu þjóðirnar í Suður-Ameríku riðlinum komast beint inn á HM en liðið í fimmta sæti fer í umspilsleiki á móti Eyjaálfuþjóð. Lionel Messi var með argentínska landsliðinu í gær en það breytti ekki því að liðið skoraði ekki á heimavelli. Messi átti reyndar skot í stöngina í seinni hálfleik og fékk hrós frá þjálfaranum Jorge Sampaoli fyrir að gefa mikið af sér í leiknum. 49 þúsund manns mættu á leikinn á La Bombonera leikvanginn í Buenos Aries en gátu ekki öskrað sína menn til sigurs. Eftir leikinn eru einmitt Argentína og Perú jöfn að stigum (25) og markatalan er jöfn (+1) en lið Perú hefur skorað fleiri mörk og situr því í umræddu fimmta sæti. Argentínumenn eru í sjötta sæti og það sæti gefur ekki neitt. Það munar hinsvegar ekki miklu á liðunum og í raun aðeins fjórum stigum á liðunum í öðru og sjöunda sæti en Brasilíumenn eru á toppnum og komnir inn á HM. Úrúgvæ er í öðru sæti með 28 stig og Paragvæ er með 24 stig í sjöunda sætinu. Svo gæti því farið að sigur hjá Argentínumönnum í lokaleiknum gæti tryggt þeim eitt af fjórum öruggu sætunum á HM í Rússlandi. Leikurinn í Ekvador fer fram á miðvikudaginn í næstu viku en hann er spilaður í 2900 metra hæð. Argentínumenn hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum þarna og gerðu jafntefli í þeim þriðja. Það má því vissulega hafa áhyggjur af Argentínumönnum sem mæta í þessar öfga aðstæður til að berjast fyrir sæti á HM í Rússlandi 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Sjá meira
Argentínska landsliðið er í sjötta sæti í undanriðli undankeppni HM í Suður-Ameríku fyrir lokaumferðina eftir markalaust jafntefli við Perú á heimavelli sínum í nótt. Argentína þarf að vinna lokaleikinn sinn á útivelli á móti Ekvador til að eiga möguleika á því að komast á HM í Rússlandi næsta sumar. Takist það ekki mun Argentína missa af HM en það hefur ekki gerst síðan á HM í Mexíkó 1970. Vinni argentínska landsliðið lokaleikinn sinn í Ekvador þá tryggir liðið sér umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi. Fjórar efstu þjóðirnar í Suður-Ameríku riðlinum komast beint inn á HM en liðið í fimmta sæti fer í umspilsleiki á móti Eyjaálfuþjóð. Lionel Messi var með argentínska landsliðinu í gær en það breytti ekki því að liðið skoraði ekki á heimavelli. Messi átti reyndar skot í stöngina í seinni hálfleik og fékk hrós frá þjálfaranum Jorge Sampaoli fyrir að gefa mikið af sér í leiknum. 49 þúsund manns mættu á leikinn á La Bombonera leikvanginn í Buenos Aries en gátu ekki öskrað sína menn til sigurs. Eftir leikinn eru einmitt Argentína og Perú jöfn að stigum (25) og markatalan er jöfn (+1) en lið Perú hefur skorað fleiri mörk og situr því í umræddu fimmta sæti. Argentínumenn eru í sjötta sæti og það sæti gefur ekki neitt. Það munar hinsvegar ekki miklu á liðunum og í raun aðeins fjórum stigum á liðunum í öðru og sjöunda sæti en Brasilíumenn eru á toppnum og komnir inn á HM. Úrúgvæ er í öðru sæti með 28 stig og Paragvæ er með 24 stig í sjöunda sætinu. Svo gæti því farið að sigur hjá Argentínumönnum í lokaleiknum gæti tryggt þeim eitt af fjórum öruggu sætunum á HM í Rússlandi. Leikurinn í Ekvador fer fram á miðvikudaginn í næstu viku en hann er spilaður í 2900 metra hæð. Argentínumenn hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum þarna og gerðu jafntefli í þeim þriðja. Það má því vissulega hafa áhyggjur af Argentínumönnum sem mæta í þessar öfga aðstæður til að berjast fyrir sæti á HM í Rússlandi 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Sjá meira