Hörður Björgvin: Ég er orðinn vel pirraður Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 15:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi í borginni Eskisehir á föstudagskvöldið en með sex stigum í næstu tveimur leikjum á móti Tyrkjum og Kósóvó eru strákarnir okkar öruggir með sæti í umspili um farseðil á HM 2018. „Auðvitað er þetta þægileg pæling en öll liðin eru jöfn. Ef við misstígum okkur getum við dottið niður en við erum góðir undir pressu og erum tilbúnir í slaginn. Við erum bestir undir pressu eins og sást á móti Króatíu. Þar vildum við vinna og það gerðist,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður íslenska liðsins. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Króatíu sem vannst, 1-0, en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Eftir það tók hann stöðuna af Ara Frey Skúlasyni. „Gæðin eru mikil í landsliðinu og leikmennirnir orðnir miklu betri þannig það er erfitt að komast í landsliðið og krefjast þess að fá að spila. Þegar að maður fær tækifærið reynir maður að nýta það eins vel og maður getur,“ segir hann. „Ég hef reynt að nýta mín tækifæri hingað til og vonandi heldur það bara áfram. Auðvitað er leiðinlegt fyrir aðra leikmenn sem þurfa að sitja á bekknum. Þeir eru samt alltaf tilbúnir að koma inn á þegar að kallið kemur. Það er ekki hægt að kvarta yfir liðsheildinni hérna. Það hjálpast allir að.“ Þrátt fyrir að vera byrjunarliðsmaður í landsliði sem spilaði á EM 2016 og gæti verið á leið á HM 2018 fær hann lítið sem ekkert að spila hjá B-deildarliðinu Bristol City á Englandi. „Ég er orðinn vel pirraður að innan en ég læt ekki neinn sjá það á mér. Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þjálfaranum eða öðrum í teyminu. Auðvitað á ég að fá einhverja leiki þarna. Ég fæ bikarleiki sem er ekki nóg því ég verð að spila meira. Ég er ekki sáttur með þetta,“ segir Hörður Björgvin. „Ég er ánægður með að fá kallið í landsliðið en það gefur mér ekkert hjá Bristol. Það er mjög skrítið að spila vel með landsliðinu á móti góðum leikmönnum en fá ekkert fyrir það hjá félagsliðinu mínu,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi í borginni Eskisehir á föstudagskvöldið en með sex stigum í næstu tveimur leikjum á móti Tyrkjum og Kósóvó eru strákarnir okkar öruggir með sæti í umspili um farseðil á HM 2018. „Auðvitað er þetta þægileg pæling en öll liðin eru jöfn. Ef við misstígum okkur getum við dottið niður en við erum góðir undir pressu og erum tilbúnir í slaginn. Við erum bestir undir pressu eins og sást á móti Króatíu. Þar vildum við vinna og það gerðist,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður íslenska liðsins. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Króatíu sem vannst, 1-0, en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Eftir það tók hann stöðuna af Ara Frey Skúlasyni. „Gæðin eru mikil í landsliðinu og leikmennirnir orðnir miklu betri þannig það er erfitt að komast í landsliðið og krefjast þess að fá að spila. Þegar að maður fær tækifærið reynir maður að nýta það eins vel og maður getur,“ segir hann. „Ég hef reynt að nýta mín tækifæri hingað til og vonandi heldur það bara áfram. Auðvitað er leiðinlegt fyrir aðra leikmenn sem þurfa að sitja á bekknum. Þeir eru samt alltaf tilbúnir að koma inn á þegar að kallið kemur. Það er ekki hægt að kvarta yfir liðsheildinni hérna. Það hjálpast allir að.“ Þrátt fyrir að vera byrjunarliðsmaður í landsliði sem spilaði á EM 2016 og gæti verið á leið á HM 2018 fær hann lítið sem ekkert að spila hjá B-deildarliðinu Bristol City á Englandi. „Ég er orðinn vel pirraður að innan en ég læt ekki neinn sjá það á mér. Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þjálfaranum eða öðrum í teyminu. Auðvitað á ég að fá einhverja leiki þarna. Ég fæ bikarleiki sem er ekki nóg því ég verð að spila meira. Ég er ekki sáttur með þetta,“ segir Hörður Björgvin. „Ég er ánægður með að fá kallið í landsliðið en það gefur mér ekkert hjá Bristol. Það er mjög skrítið að spila vel með landsliðinu á móti góðum leikmönnum en fá ekkert fyrir það hjá félagsliðinu mínu,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Sjá meira
Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30
Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30
Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18
Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30
Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30