Í fréttum er þetta helst ... Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. október 2017 07:00 Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. Sem betur fer hefur mikið breyst síðan þá, enda get ég ekki ímyndað mér hversu einsleitir fjölmiðlar væru ef 95% starfsmanna frétta væru eingöngu karlar. Persónulega tel ég líka að aukin hlutdeild kvenna í fjölmiðlum hafi aukið fjölbreytileika efnis og umræðu svo um munar. Með fleiri konum í fjölmiðlum höfum við hreinlega uppskorið meira, betra og fjölbreyttara efni. En við þurfum ekki aðeins að fjölga konum innan fjölmiðla, heldur einnig í hópi viðmælenda. Þar er oft talað um að hlutföllin séu 70:30, karlmönnum í vil. Undantekning var þó fjölmiðladagur FKA í fyrra. Þá tóku fjölmiðlar svo rækilega þátt, að konur urðu nánast allsráðandi í umræðunni og mjög áberandi í öllum tegundum miðla. Tvennt gerðist í kjölfarið: í fyrsta lagi víxluðust kynjahlutföllin í ljósvakafréttum, konum í vil. Þetta teljum við vera einsdæmi í heiminum. Hins vegar staðfesti góð þátttaka fjölmiðla áhuga þeirra og vilja til að jafna stöðu kynjanna í umræðunni. Við konurnar stöndum líka alveg undir því að taka meiri þátt. Við erum virkar á öllum sviðum atvinnulífs, í stjórnmálum, erum vel menntaðar og stöndum jafnfætis öðrum sem álitsgjafar. Jöfn ásýnd kynja í fjölmiðlum getur líka leitt til hraðari breytinga í svo mörgu. Ég nefni sem dæmi hraðari árangur í að jafna hlutdeild kynja í stjórnunarstöðum, í launum eða í stjórnmálum. Í dag er fjölmiðladagur FKA 2017 og er sérlegur gestur okkar Mary Hockaday frá BBC. Mary mun hitta fyrir fjölmiðlafólk, FKA konur og fleiri, en í tilefni dagsins hvet ég líka fjölmiðla til að ræða við sem flestar konur, hvert svo sem viðfangsefnið er. Markmiðið er að víxla kynjahlutföllum viðmælenda í einn dag, eins og í fyrra. Í þetta sinn hefur Jafnréttisráð Evrópu óskað eftir upplýsingum um hvernig til tekst. Það er því aldrei að vita nema að þetta sameiginlega verkefni FKA og fjölmiðla um aukna ásýnd kvenna í fjölmiðlum, endi með að verða öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Háleit hugmynd en ekki fráleit. Eða hvað finnst ykkur?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. Sem betur fer hefur mikið breyst síðan þá, enda get ég ekki ímyndað mér hversu einsleitir fjölmiðlar væru ef 95% starfsmanna frétta væru eingöngu karlar. Persónulega tel ég líka að aukin hlutdeild kvenna í fjölmiðlum hafi aukið fjölbreytileika efnis og umræðu svo um munar. Með fleiri konum í fjölmiðlum höfum við hreinlega uppskorið meira, betra og fjölbreyttara efni. En við þurfum ekki aðeins að fjölga konum innan fjölmiðla, heldur einnig í hópi viðmælenda. Þar er oft talað um að hlutföllin séu 70:30, karlmönnum í vil. Undantekning var þó fjölmiðladagur FKA í fyrra. Þá tóku fjölmiðlar svo rækilega þátt, að konur urðu nánast allsráðandi í umræðunni og mjög áberandi í öllum tegundum miðla. Tvennt gerðist í kjölfarið: í fyrsta lagi víxluðust kynjahlutföllin í ljósvakafréttum, konum í vil. Þetta teljum við vera einsdæmi í heiminum. Hins vegar staðfesti góð þátttaka fjölmiðla áhuga þeirra og vilja til að jafna stöðu kynjanna í umræðunni. Við konurnar stöndum líka alveg undir því að taka meiri þátt. Við erum virkar á öllum sviðum atvinnulífs, í stjórnmálum, erum vel menntaðar og stöndum jafnfætis öðrum sem álitsgjafar. Jöfn ásýnd kynja í fjölmiðlum getur líka leitt til hraðari breytinga í svo mörgu. Ég nefni sem dæmi hraðari árangur í að jafna hlutdeild kynja í stjórnunarstöðum, í launum eða í stjórnmálum. Í dag er fjölmiðladagur FKA 2017 og er sérlegur gestur okkar Mary Hockaday frá BBC. Mary mun hitta fyrir fjölmiðlafólk, FKA konur og fleiri, en í tilefni dagsins hvet ég líka fjölmiðla til að ræða við sem flestar konur, hvert svo sem viðfangsefnið er. Markmiðið er að víxla kynjahlutföllum viðmælenda í einn dag, eins og í fyrra. Í þetta sinn hefur Jafnréttisráð Evrópu óskað eftir upplýsingum um hvernig til tekst. Það er því aldrei að vita nema að þetta sameiginlega verkefni FKA og fjölmiðla um aukna ásýnd kvenna í fjölmiðlum, endi með að verða öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Háleit hugmynd en ekki fráleit. Eða hvað finnst ykkur?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar