Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2017 16:45 Til harðra átaka hefur komið á milli lögreglu og íbúa í Katalóníu vegna kosninga um sjálfstæði héraðsins. Vísir/afp Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Áður hafði verið greint frá því að 337 mótmælendur væru særðir en ástandið í spænska héraðinu er eldfimt í kjölfar kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. Yfirvöld á Spáni hafa heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og hefur stjórnarskrárréttur Spánar sagt atkvæðagreiðsluna ólöglega. Til harðra átaka hefur komið á milli lögreglu og íbúa í Katalóníu en fjölmennar sveitir lögregluþjóna hafa verið sendar á staðinn.Ada Colau, borgarstjóri Barselóna, á kjörstað í dag.Vísir/AFPAda Colau, borgarstjóri Barselóna, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum nú síðdegis að tala særðra úr hópi mótmælenda í Katalóníu væri komin upp í 460. Þá hafði áður verið gefið út að 337 mótmælenda hefðu særst í átökum við lögreglu. „Nú þegar eru yfir 460 manns særðir í Katalóníu. Sem borgarstjóri Barselóna krefst ég þess að tafarlaust lát verði á aðgerðum lögreglu gegn varnarlausum íbúunum,“ sagði í yfirlýsingu Colau.Over 460 people injured in Catalonia already. As Mayor of BCN I demand an immediate end to police charges against the defenceless population https://t.co/412z6Jacap— Ada Colau (@AdaColau) October 1, 2017 Lögreglusveitir á vegum spænsku ríkisstjórnarinnar reyna nú allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að íbúar Katalóníu kjósi í sjálfstæðiskosningunum en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa til að mynda skotið gúmmískotum að mótmælendum og barið þá með kylfum. Þá hafa kjörseðlar og kjörkassar verið gerðir upptækir á kjörstöðum víðsvegar um héraðið.Sjá einnig: Börsungar skoruðu þrjú í þögninniSjálfstæði Katalóníu er mörgum íbúum héraðsins hjartans mál en þessi mynd var tekin á kjörstað í dag.Vísir/AFPÍ tilkynningu frá spænska innanríkisráðuneytinu í dag var greint frá því að 12 lögregluþjónar hefðu særst í átökunum og að þrír hefðu verið handteknir. Þá hefur 92 kjörstöðum verið lokað. Júlia Graell, sem komið hafði á kjörstað til að kjósa, sagði í samtali við BBC að lögregluþjónar hefðu sparkað í fólk, „gamalt og ungt.“ „Í dag hef ég orðið vitni að verstu aðgerðum sem ríkisstjórn getur staðið að gegn sinni eigin þjóð.“ Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05 Katalónar ganga til kosninga á morgun Mikill titringur er í Katalóníu en yfirvöld á Spáni reyna hvað þau geta til þess að hindra framgang kosninganna. 30. september 2017 23:57 Spænska lögreglan mun reyna að loka kjörstöðum Ekkert verður úr þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fara átti fram næstkomandi sunnudag ef marka má orð talsmanns spænsku ríkisstjórnarinnar. 29. september 2017 21:00 Börsungar skoruðu þrjú í þögninni Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag. 1. október 2017 16:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Áður hafði verið greint frá því að 337 mótmælendur væru særðir en ástandið í spænska héraðinu er eldfimt í kjölfar kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. Yfirvöld á Spáni hafa heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og hefur stjórnarskrárréttur Spánar sagt atkvæðagreiðsluna ólöglega. Til harðra átaka hefur komið á milli lögreglu og íbúa í Katalóníu en fjölmennar sveitir lögregluþjóna hafa verið sendar á staðinn.Ada Colau, borgarstjóri Barselóna, á kjörstað í dag.Vísir/AFPAda Colau, borgarstjóri Barselóna, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum nú síðdegis að tala særðra úr hópi mótmælenda í Katalóníu væri komin upp í 460. Þá hafði áður verið gefið út að 337 mótmælenda hefðu særst í átökum við lögreglu. „Nú þegar eru yfir 460 manns særðir í Katalóníu. Sem borgarstjóri Barselóna krefst ég þess að tafarlaust lát verði á aðgerðum lögreglu gegn varnarlausum íbúunum,“ sagði í yfirlýsingu Colau.Over 460 people injured in Catalonia already. As Mayor of BCN I demand an immediate end to police charges against the defenceless population https://t.co/412z6Jacap— Ada Colau (@AdaColau) October 1, 2017 Lögreglusveitir á vegum spænsku ríkisstjórnarinnar reyna nú allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að íbúar Katalóníu kjósi í sjálfstæðiskosningunum en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa til að mynda skotið gúmmískotum að mótmælendum og barið þá með kylfum. Þá hafa kjörseðlar og kjörkassar verið gerðir upptækir á kjörstöðum víðsvegar um héraðið.Sjá einnig: Börsungar skoruðu þrjú í þögninniSjálfstæði Katalóníu er mörgum íbúum héraðsins hjartans mál en þessi mynd var tekin á kjörstað í dag.Vísir/AFPÍ tilkynningu frá spænska innanríkisráðuneytinu í dag var greint frá því að 12 lögregluþjónar hefðu særst í átökunum og að þrír hefðu verið handteknir. Þá hefur 92 kjörstöðum verið lokað. Júlia Graell, sem komið hafði á kjörstað til að kjósa, sagði í samtali við BBC að lögregluþjónar hefðu sparkað í fólk, „gamalt og ungt.“ „Í dag hef ég orðið vitni að verstu aðgerðum sem ríkisstjórn getur staðið að gegn sinni eigin þjóð.“
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05 Katalónar ganga til kosninga á morgun Mikill titringur er í Katalóníu en yfirvöld á Spáni reyna hvað þau geta til þess að hindra framgang kosninganna. 30. september 2017 23:57 Spænska lögreglan mun reyna að loka kjörstöðum Ekkert verður úr þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fara átti fram næstkomandi sunnudag ef marka má orð talsmanns spænsku ríkisstjórnarinnar. 29. september 2017 21:00 Börsungar skoruðu þrjú í þögninni Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag. 1. október 2017 16:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05
Katalónar ganga til kosninga á morgun Mikill titringur er í Katalóníu en yfirvöld á Spáni reyna hvað þau geta til þess að hindra framgang kosninganna. 30. september 2017 23:57
Spænska lögreglan mun reyna að loka kjörstöðum Ekkert verður úr þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fara átti fram næstkomandi sunnudag ef marka má orð talsmanns spænsku ríkisstjórnarinnar. 29. september 2017 21:00
Börsungar skoruðu þrjú í þögninni Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag. 1. október 2017 16:15