Trump bauð syrgjandi föður fé Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2017 11:27 Trump benti fingri ranglega að fyrri forsetum þegar hann var gagnrýndur fyrir þögn sína um dauða bandarískra hermanna í Níger. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð föður fallins hermanns 25.000 dollara í símtali nokkrum vikum eftir dauða sonar hans. Forsetinn sendi hins vegar ekki féð fyrr en fjölmiðlar gengu á eftir því í vikunni. Auk fjárins sagðist Trump ætla að láta starfslið sitt koma á fót netsöfnun fyrir fjölskyldu hermannsins en ekkert varð heldur af því að sögn Chris Baldrige, föður Dillon Baldridge, liðþjálfa, sem féll í Afganistan í júní. Þegar Washington Post bar frásögn Baldrige undir talsmenn Hvíta hússins í gær neituðu þeir að svara en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu fjölmiðla. „Ávísunin hefur verið send. Það er ógeðfellt að fjölmiðlar séu að taka eitthvað sem ætti að vera viðurkennt sem örlát og einlægt góðverk sem forsetinn bauð fram í trúnaði og noti það til að styðja hlutdræga stefnu fjölmiðlanna,“ sagði í yfirlýsingu Hvíta hússins. Washington Post tekur fram að það hafi tekið Barack Obama, fyrrverandi forseta eitt og hálft ár að standa við sambærilegt loforð sem hann gaf fjölskyldu hermanns sem féll árið 2015 um að gefa til góðgerðamála í hans nafni. Obama lét féð af hendi rakna eftir að fjölmiðlar fjölluðu um það og sagði að um yfirsjón hefði verið að ræða.Engar „sannanir“ til um símtal Trump við ekkjuna Trump kynti undir mikilli umræðu um samskipti Bandaríkjaforseta við fjölskyldur fallinna hermanna eftir að hann laug því upp á Obama og aðra fyrrverandi forseta að þeir hafi ekki haft samband við fjölskyldur til að votta þeim samúð. Því laug forsetinn þegar hann svaraði gagnrýni á að hann hefði þagað þunnu hljóði um fjóra bandaríska hermenn sem féllu í fyrirsáti í Níger í byrjun október. Politico segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi verið búnir að gera drög að yfirlýsingu fyrir hönd Trump sem hafi hins vegar aldrei verið gefin út opinberlega, þrátt fyrir að forsetanum hafi verið sagt frá dauða hermannanna. Til að bæta gráu ofan á svart greindi þingkona demókrata frá því í gær að Trump hefði sagt ekkju eins hermannanna að „hann hafi vitað hvað hann skráði sig í“ í símtali á dögunum. Móðir hermannsins staðfesti frásögn þingkonunnar og sakar Trump um að hafa vanvirt son sinn. Það stöðvaði Trump þó ekki í að saka þingkonuna um að hafa „búið til“ frásögnina af símtalinu frá rótum. Fullyrti hann jafnframt að hann hefði „sannanir“ fyrir því. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi viðurkenndi Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, aftur á móti að engar upptökur væru til af símtalinu að henni vitandi. Donald Trump Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð föður fallins hermanns 25.000 dollara í símtali nokkrum vikum eftir dauða sonar hans. Forsetinn sendi hins vegar ekki féð fyrr en fjölmiðlar gengu á eftir því í vikunni. Auk fjárins sagðist Trump ætla að láta starfslið sitt koma á fót netsöfnun fyrir fjölskyldu hermannsins en ekkert varð heldur af því að sögn Chris Baldrige, föður Dillon Baldridge, liðþjálfa, sem féll í Afganistan í júní. Þegar Washington Post bar frásögn Baldrige undir talsmenn Hvíta hússins í gær neituðu þeir að svara en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu fjölmiðla. „Ávísunin hefur verið send. Það er ógeðfellt að fjölmiðlar séu að taka eitthvað sem ætti að vera viðurkennt sem örlát og einlægt góðverk sem forsetinn bauð fram í trúnaði og noti það til að styðja hlutdræga stefnu fjölmiðlanna,“ sagði í yfirlýsingu Hvíta hússins. Washington Post tekur fram að það hafi tekið Barack Obama, fyrrverandi forseta eitt og hálft ár að standa við sambærilegt loforð sem hann gaf fjölskyldu hermanns sem féll árið 2015 um að gefa til góðgerðamála í hans nafni. Obama lét féð af hendi rakna eftir að fjölmiðlar fjölluðu um það og sagði að um yfirsjón hefði verið að ræða.Engar „sannanir“ til um símtal Trump við ekkjuna Trump kynti undir mikilli umræðu um samskipti Bandaríkjaforseta við fjölskyldur fallinna hermanna eftir að hann laug því upp á Obama og aðra fyrrverandi forseta að þeir hafi ekki haft samband við fjölskyldur til að votta þeim samúð. Því laug forsetinn þegar hann svaraði gagnrýni á að hann hefði þagað þunnu hljóði um fjóra bandaríska hermenn sem féllu í fyrirsáti í Níger í byrjun október. Politico segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi verið búnir að gera drög að yfirlýsingu fyrir hönd Trump sem hafi hins vegar aldrei verið gefin út opinberlega, þrátt fyrir að forsetanum hafi verið sagt frá dauða hermannanna. Til að bæta gráu ofan á svart greindi þingkona demókrata frá því í gær að Trump hefði sagt ekkju eins hermannanna að „hann hafi vitað hvað hann skráði sig í“ í símtali á dögunum. Móðir hermannsins staðfesti frásögn þingkonunnar og sakar Trump um að hafa vanvirt son sinn. Það stöðvaði Trump þó ekki í að saka þingkonuna um að hafa „búið til“ frásögnina af símtalinu frá rótum. Fullyrti hann jafnframt að hann hefði „sannanir“ fyrir því. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi viðurkenndi Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, aftur á móti að engar upptökur væru til af símtalinu að henni vitandi.
Donald Trump Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00
Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25