Hvernig búum við að börnum okkar? Guðríður Arnardóttir skrifar 16. október 2017 14:59 Algengi þunglyndis meðal unglinga hefur aukist mikið síðustu ár. Íslenskar stúlkur á aldrinum 15 til 24 ára taka ríflega fjórum sinnum meira af þunglyndislyfjum en jafnaldrar þeirra í Danmörku. Sjálfsmorðstíðni drengja á aldrinum 10 til 19 ára er hvergi hærri á Norðurlöndunum en á Íslandi. Enginn hópur tekur eins mikið af ADHD-lyfjum og íslenskir drengir á aldrinum 10 til 14 ára. Íslendingar slá líka öll met í notkun róandi lyfja og svefnlyfja og taka Íslendingar inn fimm sinnum meira af slíkum lyfjum en Danir. Og það er þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en hinum norðurlöndunum. Það er eitthvað að! Það eru einhverjir samfélagslegir þættir sem velda þessum alvarlega vanda sem börn og ungmenni glíma við í dag. Það þarf auðvitað að leita orsakanna en nærtækast er að líta til þeirra aðstæðna sem börnin alast upp við. Nemendur í leikskóla eru í allt of litlum rýmum. Börnin eru einfaldlega of mörg miðað við það rými sem þeim er ætlað. Það er heldur ekkert óalgengt að börn séu í leikskóla á milli 8 og 9 klukkustundir á dag. Yngstu nemendurnir í leikskólanum hafa þannig lengsta viðveru á hverjum degi og lengstan árlegan skólatíma af öllum OECD löndunum. Þetta hafa stjórnendur í leikskólum bent á í mörg ár en nú þegar við horfum á þessar hrópandi staðreyndir er ljóst að aðgerða er þörf. Og skammtímasjónarmið ráða því miður allt of oft för. Fjárfesting í sterku menntakerfi er svo mikill sparnaður til framtíðar. Við þurfum að búa betur að börnunum okkar m.a. draga úr álagi vegna hávaða og stytta skóladaginn. Við þurfum að fækka börnum á hverri leikskóladeild og við eigum að efla stuðningsnet barna og ungmenna í grunn og framhaldsskólum. Efla náms og starfsráðgjöf og ekki síður tryggja félagslegan stuðning og sálfræðiráðgjöf á öllum skólastigum. Baráttan gegn brottfalli úr framhaldsskóla byrjar í leikskólanum. Þar má byrja að skima fyrir nemendum í brottfallshættu á seinni skólastigum. Við þurfum að stytta vinnuvikuna og um leið vinnuviku allra barna og ungmenna. Við þurfum að fjölga samverustundunum heima við, allar rannsóknir sýna að styttri vinnuvika leiðir til meiri framlegðar í vinnu og bætir líðan allra. Og þótt það kosti auðvitað að byggja fleiri leikskólabyggingar, fjölga menntuðum kennurum og fjölga sérfræðingum í stuðningsneti skólanna er það fjárfesting til framtíðar, álag á heilbrigðiskerfið mun til lengri tíma minnka, og sterkari heilbrigðari einstaklingar leggja meira til samfélagsins. Þetta er ekki flókið sko.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Algengi þunglyndis meðal unglinga hefur aukist mikið síðustu ár. Íslenskar stúlkur á aldrinum 15 til 24 ára taka ríflega fjórum sinnum meira af þunglyndislyfjum en jafnaldrar þeirra í Danmörku. Sjálfsmorðstíðni drengja á aldrinum 10 til 19 ára er hvergi hærri á Norðurlöndunum en á Íslandi. Enginn hópur tekur eins mikið af ADHD-lyfjum og íslenskir drengir á aldrinum 10 til 14 ára. Íslendingar slá líka öll met í notkun róandi lyfja og svefnlyfja og taka Íslendingar inn fimm sinnum meira af slíkum lyfjum en Danir. Og það er þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en hinum norðurlöndunum. Það er eitthvað að! Það eru einhverjir samfélagslegir þættir sem velda þessum alvarlega vanda sem börn og ungmenni glíma við í dag. Það þarf auðvitað að leita orsakanna en nærtækast er að líta til þeirra aðstæðna sem börnin alast upp við. Nemendur í leikskóla eru í allt of litlum rýmum. Börnin eru einfaldlega of mörg miðað við það rými sem þeim er ætlað. Það er heldur ekkert óalgengt að börn séu í leikskóla á milli 8 og 9 klukkustundir á dag. Yngstu nemendurnir í leikskólanum hafa þannig lengsta viðveru á hverjum degi og lengstan árlegan skólatíma af öllum OECD löndunum. Þetta hafa stjórnendur í leikskólum bent á í mörg ár en nú þegar við horfum á þessar hrópandi staðreyndir er ljóst að aðgerða er þörf. Og skammtímasjónarmið ráða því miður allt of oft för. Fjárfesting í sterku menntakerfi er svo mikill sparnaður til framtíðar. Við þurfum að búa betur að börnunum okkar m.a. draga úr álagi vegna hávaða og stytta skóladaginn. Við þurfum að fækka börnum á hverri leikskóladeild og við eigum að efla stuðningsnet barna og ungmenna í grunn og framhaldsskólum. Efla náms og starfsráðgjöf og ekki síður tryggja félagslegan stuðning og sálfræðiráðgjöf á öllum skólastigum. Baráttan gegn brottfalli úr framhaldsskóla byrjar í leikskólanum. Þar má byrja að skima fyrir nemendum í brottfallshættu á seinni skólastigum. Við þurfum að stytta vinnuvikuna og um leið vinnuviku allra barna og ungmenna. Við þurfum að fjölga samverustundunum heima við, allar rannsóknir sýna að styttri vinnuvika leiðir til meiri framlegðar í vinnu og bætir líðan allra. Og þótt það kosti auðvitað að byggja fleiri leikskólabyggingar, fjölga menntuðum kennurum og fjölga sérfræðingum í stuðningsneti skólanna er það fjárfesting til framtíðar, álag á heilbrigðiskerfið mun til lengri tíma minnka, og sterkari heilbrigðari einstaklingar leggja meira til samfélagsins. Þetta er ekki flókið sko.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar