Fá ekki að kjósa vegna fötlunar Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 12. október 2017 07:00 Í 33. gr. íslensku stjórnarskrárinnar segir: Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á síðasta ári og skuldbatt sig þar með til að framfylgja ákvæðum samningsins í íslenskum lögum og stjórnsýsluframkvæmd. 29. gr. samningsins ber yfirskriftina „Þátttaka í stjórnmálum og opinberu lífi“. Þar segir: Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu jafnframt: a) tryggja að fötluðu fólki sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra, með beinum hætti eða fyrir atbeina fulltrúa eftir frjálsu vali, þar með talið er réttur og tækifæri til þess að kjósa og vera kosinn, meðal annars með því: … iii. að fatlað fólk geti tjáð frjálst vilja sinn sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk þess, að það njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði. Í 1. mgr. 86. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eins og henni var breytt með lögum nr. 111/2012, segir: Ef kjósandi skýrir kjörstjórn svo frá að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal sá úr kjörstjórninni er kjósandi nefnir til veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal bóka í kjörbókina, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð skal því aðeins veita að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar. Í 2. mgr. 86. gr. er síðan heimild, bundin ýmsum skilyrðum, fyrir einstakling til að fá aðstoð fulltrúa sem hann hefur sjálfur valið við að greiða atkvæði ef hann þarf aðstoð „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sambærileg ákvæði er að finna í 63. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Af framangreindu leiðir að samkvæmt kosningalögum er heimild fatlaðs einstaklings til aðstoðar við að greiða atkvæði bundin því skilyrði að þörf fyrir aðstoðina sé vegna „sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sé ástæða þess að einstaklingur þarf aðstoð til að greiða atkvæði annars konar fötlun, s.s. þroskahömlun, á hann því ekki rétt til aðstoðar samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er mismunun á grundvelli fötlunar sem stangast á við íslenska stjórnarskrá og framangreint ákvæði liðar iii. í a-lið 29. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fleiri ákvæði samningsins sem banna mismunun á grundvelli fötlunar. Landssamtökin Þroskahjálp hafa margsinnis bent íslenskum stjórnvöldum á þetta alvarlega mannréttindabrot og hafa krafist þess að þau gerðu nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnsýslu til að fólk með þroskahömlun fái notið þeirra mannréttinda og grundvallarréttar í lýðræðisríki að geta greitt atkvæði í kosningum eins og annað fólk og fái þannig að taka þátt í því með öðrum Íslendingum að velja fulltrúa til að fara með vald fyrir sína hönd. Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessum áskorunum Þroskahjálpar. Og enn ganga landsmenn til kosninga og enn verður einstaklingum með þroskahömlun samkvæmt lögum neitað um þau mannréttindi að fá að taka þátt í því til jafns við aðra landsmenn. Lesa má um þessi mikilvægu mannréttindamál og hvernig staðan í þeim er almennt og hér á landi í grein Rannveigar Traustadóttur prófessors og James G. Rice lektors, Kosningar, lýðræði og fatlað fólk, sem birtist fyrr á árinu í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Greinina má nálgast hér: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/category/1/kosningarlydraediogfatladfolk Bryndís Snæbjörnsdóttir er formaður Þroskahjálpar.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Árni Múli Jónasson Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í 33. gr. íslensku stjórnarskrárinnar segir: Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á síðasta ári og skuldbatt sig þar með til að framfylgja ákvæðum samningsins í íslenskum lögum og stjórnsýsluframkvæmd. 29. gr. samningsins ber yfirskriftina „Þátttaka í stjórnmálum og opinberu lífi“. Þar segir: Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu jafnframt: a) tryggja að fötluðu fólki sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra, með beinum hætti eða fyrir atbeina fulltrúa eftir frjálsu vali, þar með talið er réttur og tækifæri til þess að kjósa og vera kosinn, meðal annars með því: … iii. að fatlað fólk geti tjáð frjálst vilja sinn sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk þess, að það njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði. Í 1. mgr. 86. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eins og henni var breytt með lögum nr. 111/2012, segir: Ef kjósandi skýrir kjörstjórn svo frá að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal sá úr kjörstjórninni er kjósandi nefnir til veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal bóka í kjörbókina, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð skal því aðeins veita að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar. Í 2. mgr. 86. gr. er síðan heimild, bundin ýmsum skilyrðum, fyrir einstakling til að fá aðstoð fulltrúa sem hann hefur sjálfur valið við að greiða atkvæði ef hann þarf aðstoð „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sambærileg ákvæði er að finna í 63. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Af framangreindu leiðir að samkvæmt kosningalögum er heimild fatlaðs einstaklings til aðstoðar við að greiða atkvæði bundin því skilyrði að þörf fyrir aðstoðina sé vegna „sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sé ástæða þess að einstaklingur þarf aðstoð til að greiða atkvæði annars konar fötlun, s.s. þroskahömlun, á hann því ekki rétt til aðstoðar samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er mismunun á grundvelli fötlunar sem stangast á við íslenska stjórnarskrá og framangreint ákvæði liðar iii. í a-lið 29. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fleiri ákvæði samningsins sem banna mismunun á grundvelli fötlunar. Landssamtökin Þroskahjálp hafa margsinnis bent íslenskum stjórnvöldum á þetta alvarlega mannréttindabrot og hafa krafist þess að þau gerðu nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnsýslu til að fólk með þroskahömlun fái notið þeirra mannréttinda og grundvallarréttar í lýðræðisríki að geta greitt atkvæði í kosningum eins og annað fólk og fái þannig að taka þátt í því með öðrum Íslendingum að velja fulltrúa til að fara með vald fyrir sína hönd. Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessum áskorunum Þroskahjálpar. Og enn ganga landsmenn til kosninga og enn verður einstaklingum með þroskahömlun samkvæmt lögum neitað um þau mannréttindi að fá að taka þátt í því til jafns við aðra landsmenn. Lesa má um þessi mikilvægu mannréttindamál og hvernig staðan í þeim er almennt og hér á landi í grein Rannveigar Traustadóttur prófessors og James G. Rice lektors, Kosningar, lýðræði og fatlað fólk, sem birtist fyrr á árinu í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Greinina má nálgast hér: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/category/1/kosningarlydraediogfatladfolk Bryndís Snæbjörnsdóttir er formaður Þroskahjálpar.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar