Rúnar Alex varði víti og Nordsjælland fór á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2017 18:52 Rúnar Alex Rúnarsson varði víti í kvöld. Vísir/Getty Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson átti mjög góðan leik í marki Nordsjælland í kvöld þegar liðið vann í Árósum og komst í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nordsjælland vann þá 4-1 sigur á AGF en staðan var 2-1 í hálfleik. Rúnar Alex varði vítaspyrnu á 64. mínútu í stöðunni 3-1 fyrir Nordsjælland og bjargaði líka oft í góðum færum heimamanna í AGF. Ernest Asante kom Nordsjælland í 1-0 strax á 7. mínútu með sínu ellefta marki á tímabilinu. Rúnar Axel fékk á sig jöfnunarmark á 17. mínútu leiksins en Nordsjælland komst yfir fimm mínútum fyrir hálfleik með marki Mathias Jensen. Nordsjælland gerði síðan nánast út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar Emiliano Marcondes kom liðinu í 3-1 á 48. mínútu. Það var hinsvegar ekki alveg í höfn. Íslenski markvörðurinn sá til þess að heimamenn næðu að minnka muninn eftir rúmlega klukkutíma leik. Morten Duncan Rasmussen fékk víti á 64. mínútu en Rúnar Alex varði frá honum. Fimm mínútum seinna varði Rúnar Alex aftur meistaralega frá leikmönnum AGF.64' Men Alex redder Morten Duncan Rasmussen spark. Stærkt af islændingen i målet #AGFFCN 1-3 — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017 Emiliano Marcondes skoraði sitt annað mark úr vítaspyrnu á 78. mínútu og kom Nordsjælland í 4-1. Rúnar Alex varði einu sinni frábærlega til viðbótar og þriggja marka sigur var í höfn.80' @runaralex er on fire, endnu en fremragende redning. Vifter Sanas spark mod krogen ud til hjørne #AGFFCN 1-4 — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017 Þetta var þriðji sigur Nordsjælland í síðustu fjórum leikjum en liðið hafði tapað 4-0 fyrir Hobro í leiknum á undan sem þýddi að liðið missti af toppsætinu. Nordsjælland komst nú aftur upp fyrir Midtjylland sem á leik inni og hefur unnið fimm deildarleiki í röð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson átti mjög góðan leik í marki Nordsjælland í kvöld þegar liðið vann í Árósum og komst í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nordsjælland vann þá 4-1 sigur á AGF en staðan var 2-1 í hálfleik. Rúnar Alex varði vítaspyrnu á 64. mínútu í stöðunni 3-1 fyrir Nordsjælland og bjargaði líka oft í góðum færum heimamanna í AGF. Ernest Asante kom Nordsjælland í 1-0 strax á 7. mínútu með sínu ellefta marki á tímabilinu. Rúnar Axel fékk á sig jöfnunarmark á 17. mínútu leiksins en Nordsjælland komst yfir fimm mínútum fyrir hálfleik með marki Mathias Jensen. Nordsjælland gerði síðan nánast út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar Emiliano Marcondes kom liðinu í 3-1 á 48. mínútu. Það var hinsvegar ekki alveg í höfn. Íslenski markvörðurinn sá til þess að heimamenn næðu að minnka muninn eftir rúmlega klukkutíma leik. Morten Duncan Rasmussen fékk víti á 64. mínútu en Rúnar Alex varði frá honum. Fimm mínútum seinna varði Rúnar Alex aftur meistaralega frá leikmönnum AGF.64' Men Alex redder Morten Duncan Rasmussen spark. Stærkt af islændingen i målet #AGFFCN 1-3 — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017 Emiliano Marcondes skoraði sitt annað mark úr vítaspyrnu á 78. mínútu og kom Nordsjælland í 4-1. Rúnar Alex varði einu sinni frábærlega til viðbótar og þriggja marka sigur var í höfn.80' @runaralex er on fire, endnu en fremragende redning. Vifter Sanas spark mod krogen ud til hjørne #AGFFCN 1-4 — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017 Þetta var þriðji sigur Nordsjælland í síðustu fjórum leikjum en liðið hafði tapað 4-0 fyrir Hobro í leiknum á undan sem þýddi að liðið missti af toppsætinu. Nordsjælland komst nú aftur upp fyrir Midtjylland sem á leik inni og hefur unnið fimm deildarleiki í röð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira