Aron viðurkenndi að hafa gert alvarleg mistök og slapp við tveggja ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 11:00 Aron Pálmarsson. Vísir/Getty Aron Pálmarsson er laus úr prísundinni hjá ungverska félaginu Veszprém og getur nú farið að spila handbolta á nýjan leik eftir mjög erfitt haust. Barcelona tilkynnti í morgun að Aron hafði gengið frá fjögurra ára samningi við spænska félagið en Aron hefur hafið æfingar með liðinu. Veszprém segir frá þessu líka á heimasíðu sinni og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram í mjög sérstakri grein um málið. Veszprém fer þar yfir gang mála allt frá því að Aron skrópaði á fyrstu æfingu tímabilsins 24. júlí síðastliðinn og ungverska félagið hótaði honum málsókn. Í greininni á heimasíðu Veszprém kemur fram að Aron hefði getað fengið allt að tveggja ára bann vegna þessa máls sem hefðu ekki aðeins verið mjög slæmar fréttir fyrir hann heldur einnig íslenska handknattleik enda er hér á ferðinni besti handboltamaður landsins. Þar segir ennfremur að Mr. David Barrufet Bofill yfirmaður handknattleiksmála hjá Barcelona hafi haft samband við Veszprém um að fá Aron fyrr til liðsins. Það var vitað að íslenski landsliðsmaðurinn var búinn að gera samning við Barcelona frá 1. júlí 2018 en Veszprém ætlaði ekki að láta hann frá sér nema að fá alvöru bætur. Veszprém var heldur ekki tilbúið að fara í samningaviðræður fyrr en að Aron hafi viðurkennt að hann hafi gert þarna mjög alvarleg mistök. Eftir að Aron viðurkenndi það og baðst afsökunar þá fór loksins eitthvað að gerast í málinu samkvæmt fyrrnefndri frétt Veszprém. Veszprém bað ungverska sambandið síðan margoft um að fresta því að taka mál Arons fyrir á meðan samningaviðræður voru í gangi milli Veszprém og Barcelona.Aron Pálmarsson is the latest addition to @FCBhandbol . Great to have you here, Aron! Velkominn!https://t.co/yIxeRtbOVN — FCB Handbol (@FCBhandbol) October 23, 2017 Veszprém segir að peningaupphæðin sem endanlega var samið um væri miklu hærri en sú sem hefur verið skrifað um í fjölmiðlum. Í greininni segir að Aron hafi móðgað bæði stuðningsmenn Veszprém og liðsfélaga gríðarlega með hegðun sinni en því sé þó ekki hægt að neita að hann hafi átt mikinn þátt í velgengni liðsins síðustu ár. Aron vann tvöfalt með Veszprém bæði tímabilin sín í Ungverjalandi en tókst ekki að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að komast á úrslitahelgina bæði árin. Liðið varð í 2. sæti í Meistaradeildinni 2016 og 3. sæti síðasta vor. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Aron Pálmarsson er laus úr prísundinni hjá ungverska félaginu Veszprém og getur nú farið að spila handbolta á nýjan leik eftir mjög erfitt haust. Barcelona tilkynnti í morgun að Aron hafði gengið frá fjögurra ára samningi við spænska félagið en Aron hefur hafið æfingar með liðinu. Veszprém segir frá þessu líka á heimasíðu sinni og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram í mjög sérstakri grein um málið. Veszprém fer þar yfir gang mála allt frá því að Aron skrópaði á fyrstu æfingu tímabilsins 24. júlí síðastliðinn og ungverska félagið hótaði honum málsókn. Í greininni á heimasíðu Veszprém kemur fram að Aron hefði getað fengið allt að tveggja ára bann vegna þessa máls sem hefðu ekki aðeins verið mjög slæmar fréttir fyrir hann heldur einnig íslenska handknattleik enda er hér á ferðinni besti handboltamaður landsins. Þar segir ennfremur að Mr. David Barrufet Bofill yfirmaður handknattleiksmála hjá Barcelona hafi haft samband við Veszprém um að fá Aron fyrr til liðsins. Það var vitað að íslenski landsliðsmaðurinn var búinn að gera samning við Barcelona frá 1. júlí 2018 en Veszprém ætlaði ekki að láta hann frá sér nema að fá alvöru bætur. Veszprém var heldur ekki tilbúið að fara í samningaviðræður fyrr en að Aron hafi viðurkennt að hann hafi gert þarna mjög alvarleg mistök. Eftir að Aron viðurkenndi það og baðst afsökunar þá fór loksins eitthvað að gerast í málinu samkvæmt fyrrnefndri frétt Veszprém. Veszprém bað ungverska sambandið síðan margoft um að fresta því að taka mál Arons fyrir á meðan samningaviðræður voru í gangi milli Veszprém og Barcelona.Aron Pálmarsson is the latest addition to @FCBhandbol . Great to have you here, Aron! Velkominn!https://t.co/yIxeRtbOVN — FCB Handbol (@FCBhandbol) October 23, 2017 Veszprém segir að peningaupphæðin sem endanlega var samið um væri miklu hærri en sú sem hefur verið skrifað um í fjölmiðlum. Í greininni segir að Aron hafi móðgað bæði stuðningsmenn Veszprém og liðsfélaga gríðarlega með hegðun sinni en því sé þó ekki hægt að neita að hann hafi átt mikinn þátt í velgengni liðsins síðustu ár. Aron vann tvöfalt með Veszprém bæði tímabilin sín í Ungverjalandi en tókst ekki að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að komast á úrslitahelgina bæði árin. Liðið varð í 2. sæti í Meistaradeildinni 2016 og 3. sæti síðasta vor.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira