„FIFA hefur engan áhuga á kvennafótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 10:00 Megan Rapinoe. Vísir/Getty Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe lætur FIFA heyra það í viðtali við BBC sem var tekið í tilefni af því að Alþjóðaknattspyrnusambandið mun í kvöld verðlauna besta knattspyrnufólk heimsins í ár. Ástæðan fyrir því að Megan Rapinoe gagnrýnir sambandið harðlega er sú staðreynd að lítt þekkt og kornung knattspyrnukona er ein af þremur sem kemur til greina sem besta knattspyrnukona heima í ár. Til greina kom Lieke Martens úr Evrópumeistaraliði Hollands, bandaríska stórstjarnan Carli Lloyd og svo hin átján ára gamla Deyna Castellanos frá Venesúela sem er enn að spila með skólaliði. Deyna Castellano hefur ekki spilað fyrir atvinnumannalið og ekki einu sinni fyrir A-landslið Venesúela. Hún er í dag að spila fyrir Florida State háskólaliðið í Bandaríkjunum og er verðlaunuð aðallega fyrir frammistöðu sína með yngri landsliðum Venesúela. „Það er ekki mikil vigt í svona verðlaunum þegar á listanum er leikmaður sem ég hef ekki heyrt um áður,“ sagði hin 33 ára gamla Megan Rapinoe sem hefur spilað 127 landsleiki fyrir Bandaríkin og orðið bæði heimsmeistari og Ólympíumeistari. „Þetta gefur okkur þau skilaboð, sem og restinni af heiminum, að FIFA hafi engan áhuga á kvennafótbolta,“ sagði Rapinoe og bætir við: „Ef einhver karlmaður, sem væri ekki einu sinni atvinnumaður, yrði tilnefndur til svona verðlauna þá er ég viss um að menn myndu grípa inn í. Það eru mikil vonbrigði að það hafi ekki verið gert fyrir okkur,“ sagði Rapinoe. Rapinoe segir þetta mál sé bara sönnun þess að FIFA-samtökin séu bara „gömul, karllæg og úr sér gengin“. Hjá körlunum eru þekkt nöfn meðal þeirra sem eru tilnefndir eða þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar. Megan Rapinoe er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt þetta tilnefningu. Deyna Castellano hefur allt til þess að bera að vera framtíðarstjarna kvennafótboltans en að henni skuli vera hampað núna vekur furðu. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe lætur FIFA heyra það í viðtali við BBC sem var tekið í tilefni af því að Alþjóðaknattspyrnusambandið mun í kvöld verðlauna besta knattspyrnufólk heimsins í ár. Ástæðan fyrir því að Megan Rapinoe gagnrýnir sambandið harðlega er sú staðreynd að lítt þekkt og kornung knattspyrnukona er ein af þremur sem kemur til greina sem besta knattspyrnukona heima í ár. Til greina kom Lieke Martens úr Evrópumeistaraliði Hollands, bandaríska stórstjarnan Carli Lloyd og svo hin átján ára gamla Deyna Castellanos frá Venesúela sem er enn að spila með skólaliði. Deyna Castellano hefur ekki spilað fyrir atvinnumannalið og ekki einu sinni fyrir A-landslið Venesúela. Hún er í dag að spila fyrir Florida State háskólaliðið í Bandaríkjunum og er verðlaunuð aðallega fyrir frammistöðu sína með yngri landsliðum Venesúela. „Það er ekki mikil vigt í svona verðlaunum þegar á listanum er leikmaður sem ég hef ekki heyrt um áður,“ sagði hin 33 ára gamla Megan Rapinoe sem hefur spilað 127 landsleiki fyrir Bandaríkin og orðið bæði heimsmeistari og Ólympíumeistari. „Þetta gefur okkur þau skilaboð, sem og restinni af heiminum, að FIFA hafi engan áhuga á kvennafótbolta,“ sagði Rapinoe og bætir við: „Ef einhver karlmaður, sem væri ekki einu sinni atvinnumaður, yrði tilnefndur til svona verðlauna þá er ég viss um að menn myndu grípa inn í. Það eru mikil vonbrigði að það hafi ekki verið gert fyrir okkur,“ sagði Rapinoe. Rapinoe segir þetta mál sé bara sönnun þess að FIFA-samtökin séu bara „gömul, karllæg og úr sér gengin“. Hjá körlunum eru þekkt nöfn meðal þeirra sem eru tilnefndir eða þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar. Megan Rapinoe er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt þetta tilnefningu. Deyna Castellano hefur allt til þess að bera að vera framtíðarstjarna kvennafótboltans en að henni skuli vera hampað núna vekur furðu.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira