Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 13:48 Manafort hefur lengi starfað sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg. Hann er nú ákærður fyrir að hafa ekki skráð sig sem slíkur og að hafa þvegið fé. Vísir/AFP Ákæran gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélags hans varðar samsæri gegn Bandaríkjunum, um peningaþvætti og að gefa rangar yfirlýsingar til yfirvalda. Samkvæmt frétt Washington Post eru ákærurnar gegn Manfort og Rick Gates, viðskiptafélaga hans til margra ára, sem gerðar voru opinberar í morgun í tólf liðum. Þær eru þær fyrstu sem koma úr rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump.New York Times greinir frá því að Manafort, sem gaf sig fram við yfirvöld í morgun, sé sakaður um að þvegið meira en átján milljónir dollara til kaupa fasteignir og þjónustu. „Manafort notaði falinn aflandsauð til þess að njóta eyðslusams lífsstíls í Bandaríkjunum án þess að borga skatta af þeim tekjum,“ segir í ákærunni. Gates er sakaður um að flytja þrjár milljónir dollara af aflandsreikningum en saman eru þeir ákærðir fyrir að gefa falska skýrslu.Koma fyrir dómara síðar í dagCNN segir að félagarnir séu jafnframt ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumenn erlendra aðila og að gefa ekki upp eignir í erlendum fjármálastofnunum. Ekkert kemur fram í ákærunni um forsetaframboð Trump. Manafort var kosningastjóri Trump til ágúst 2016. Hann hætti eftir að hann var sakaður um að hafa þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem er hliðhollur Rússum. CNN segir að Manafort og Gates komi fyrir dómara síðdegis að íslenskum tíma. Blaðafulltrúi Hvíta hússins verður með blaðamannafund í beinni útsendingu skömmu áður, kl. 17 að íslenskum tíma. Hvíta húsið hefur enn ekki tjáð sig beint um vendingarnar í morgun. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14 Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Ákæran gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélags hans varðar samsæri gegn Bandaríkjunum, um peningaþvætti og að gefa rangar yfirlýsingar til yfirvalda. Samkvæmt frétt Washington Post eru ákærurnar gegn Manfort og Rick Gates, viðskiptafélaga hans til margra ára, sem gerðar voru opinberar í morgun í tólf liðum. Þær eru þær fyrstu sem koma úr rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump.New York Times greinir frá því að Manafort, sem gaf sig fram við yfirvöld í morgun, sé sakaður um að þvegið meira en átján milljónir dollara til kaupa fasteignir og þjónustu. „Manafort notaði falinn aflandsauð til þess að njóta eyðslusams lífsstíls í Bandaríkjunum án þess að borga skatta af þeim tekjum,“ segir í ákærunni. Gates er sakaður um að flytja þrjár milljónir dollara af aflandsreikningum en saman eru þeir ákærðir fyrir að gefa falska skýrslu.Koma fyrir dómara síðar í dagCNN segir að félagarnir séu jafnframt ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumenn erlendra aðila og að gefa ekki upp eignir í erlendum fjármálastofnunum. Ekkert kemur fram í ákærunni um forsetaframboð Trump. Manafort var kosningastjóri Trump til ágúst 2016. Hann hætti eftir að hann var sakaður um að hafa þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem er hliðhollur Rússum. CNN segir að Manafort og Gates komi fyrir dómara síðdegis að íslenskum tíma. Blaðafulltrúi Hvíta hússins verður með blaðamannafund í beinni útsendingu skömmu áður, kl. 17 að íslenskum tíma. Hvíta húsið hefur enn ekki tjáð sig beint um vendingarnar í morgun.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14 Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14
Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45