Ekkert verður af Færeyjaför Arnars | Vonaðist eftir meira spennandi möguleikum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2017 14:30 Arnar var rúm tvö ár við stjórnvölinn hjá Breiðabliki. vísir/ernir Ekkert verður af því að Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, taki við færeyska liðinu NSÍ Runavík. „Það eru örugglega tvær vikur síðan ég heyrði að það væri áhugi. Ég fékk svo tilboð um hvað þeir gætu gert. Á fimmtudaginn eða föstudaginn í síðustu viku talaði ég við formanninn hjá þeim. Við fórum yfir málin. Ég sagði honum að þeir þyrftu að gera mér mun betra tilboð til að ég gæti hugsað mér að taka þetta lengra, fara til Færeyja og hitta þá,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Að hans sögn fóru viðræðurnar við NSÍ Runavík ekkert lengra. „Þá hafa þeir bara tekið því þannig að það væri óvinnandi vegur að ná saman. Þeir réðu svo Færeying í starfið.“ Arnar segir að það hafi ekki verið efst á óskalistanum hjá sér að fara til Færeyja þótt hann hafi skoðað tilboð NSÍ Runavíkur með opnum hug. „Þetta er ekki fyrsti kosturinn minn. Við getum alveg sagt það. En ef þeir hefðu komið með eitthvað rugl tilboð sem ég hefði átt erfitt með að segja nei við hefði ég farið einn, ef við hefðum náð saman. Ég hefði ekki tekið fjölskylduna með,“ sagði Arnar.Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildar karla undir stjórn Arnars árið 2015.vísir/anton„Ef maður hefði átt möguleika að vera með fínt lið í Pepsi-deildinni eða færeysku deildinni myndi ég kjósa að vera á Íslandi. En ég var alveg heiðarlegur með það að skoða þetta með opnum hug. Ég ýtti því ekkert strax frá mér.“ Arnar var látinn taka pokann sinn hjá Breiðabliki eftir aðeins tvær umferðir í Pepsi-deild karla á síðasta tímabili. Hann segist hafa rætt við nokkur félög síðan þá. „Ég hef talað við nokkra klúbba, einhver þrjú lið í næstefstu deild. Það var ekki mikið í efstu deild. Það var borðliggjandi fyrir KR að ráða Rúnar [Kristinsson]. Svo fór Ólafur Kristjánsson til FH. Hann er FH-ingur og búinn að vera erlendis og gera fína hluti. Mér fannst það líka liggja í augum uppi. Þá var ekkert margt í stöðunni,“ sagði Arnar. En kom það til greina að þjálfa í Inkasso-deildinni? „Þegar tvö af þessum þremur liðum sem töluðu við mig var ekki búið spilast úr þessum kapli í Pepsi-deildinni. Ég vildi bíða og sjá hvað myndi gerast. Þar af leiðandi ýtir maður mönnum svolítið frá sér. Þá halda menn bara sínu striki. Svo talaði eitt lið við mig þegar það hafði spilast úr kaplinum í Pepsi-deildinni. Þá sagði ég að ég vildi skoða hvað myndi gerast með ákveðna stöðu innan KSÍ,“ sagði Arnar sem hefur verið orðaður við þessa ákveðnu stöðu innan KSÍ; yfirmann knattspyrnumála.Helsta kosningamál Guðna Bergssonar var að búa til stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ.Mynd/KSÍ/Hilmar ÞórEkki liggur ljóst fyrir hvernig staðan á yfirmanni knattspyrnumála hjá KSÍ er en helsta kosningaloforð Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, var að búa til þessa stöðu innan sambandsins. Aðspurður segist Arnar hafa áhuga á stöðu yfirmanns knattspyrnumála enda var hann í svipaðri stöðu bæði hjá AEK Aþenu og Club Brügge. „Það er eitthvað sem maður myndi skoða. En ég veit ekkert hver staðan á því er. Guðni hefur verið að vinna í þessu en ég veit ekki hvar þeir eru staddir með það,“ sagði Arnar sem er einn þeirra sem Guðni hefur rætt við um hvert og hvernig hlutverk yfirmanns knattspyrnumála ætti að vera. Arnar segist hafa notið naut tímans sem þjálfari Breiðabliks og vill halda áfram í þjálfun. „Mér finnst rosalega skemmtilegt að þjálfa. Það skemmtilegasta er að spila en það næsta sem kemst því er að þjálfa. Þriðja er að vera yfirmaður. Þá ertu aðeins til hliðar en samt í hringiðunni,“ sagði Arnar. Hann viðurkennir að það sem honum hafi boðist eftir að hann yfirgaf Breiðablik hafi ekki verið eins spennandi og hann vonaðist eftir. „Ætlunin var að halda áfram og gera eitthvað af viti. En þetta datt ekki inn núna. Maður fékk möguleika til að halda áfram en ég hélt að það myndu kannski koma dæmi sem væru meira spennandi, upp á það gera enn skemmtilegri hluti hér heima og keppa um eitthvað,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnari boðið að taka við færeysku liði NSÍ frá Færeyjum hefur boðið Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara Breiðabliks, að taka við liðinu. 2. nóvember 2017 16:24 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
Ekkert verður af því að Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, taki við færeyska liðinu NSÍ Runavík. „Það eru örugglega tvær vikur síðan ég heyrði að það væri áhugi. Ég fékk svo tilboð um hvað þeir gætu gert. Á fimmtudaginn eða föstudaginn í síðustu viku talaði ég við formanninn hjá þeim. Við fórum yfir málin. Ég sagði honum að þeir þyrftu að gera mér mun betra tilboð til að ég gæti hugsað mér að taka þetta lengra, fara til Færeyja og hitta þá,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Að hans sögn fóru viðræðurnar við NSÍ Runavík ekkert lengra. „Þá hafa þeir bara tekið því þannig að það væri óvinnandi vegur að ná saman. Þeir réðu svo Færeying í starfið.“ Arnar segir að það hafi ekki verið efst á óskalistanum hjá sér að fara til Færeyja þótt hann hafi skoðað tilboð NSÍ Runavíkur með opnum hug. „Þetta er ekki fyrsti kosturinn minn. Við getum alveg sagt það. En ef þeir hefðu komið með eitthvað rugl tilboð sem ég hefði átt erfitt með að segja nei við hefði ég farið einn, ef við hefðum náð saman. Ég hefði ekki tekið fjölskylduna með,“ sagði Arnar.Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildar karla undir stjórn Arnars árið 2015.vísir/anton„Ef maður hefði átt möguleika að vera með fínt lið í Pepsi-deildinni eða færeysku deildinni myndi ég kjósa að vera á Íslandi. En ég var alveg heiðarlegur með það að skoða þetta með opnum hug. Ég ýtti því ekkert strax frá mér.“ Arnar var látinn taka pokann sinn hjá Breiðabliki eftir aðeins tvær umferðir í Pepsi-deild karla á síðasta tímabili. Hann segist hafa rætt við nokkur félög síðan þá. „Ég hef talað við nokkra klúbba, einhver þrjú lið í næstefstu deild. Það var ekki mikið í efstu deild. Það var borðliggjandi fyrir KR að ráða Rúnar [Kristinsson]. Svo fór Ólafur Kristjánsson til FH. Hann er FH-ingur og búinn að vera erlendis og gera fína hluti. Mér fannst það líka liggja í augum uppi. Þá var ekkert margt í stöðunni,“ sagði Arnar. En kom það til greina að þjálfa í Inkasso-deildinni? „Þegar tvö af þessum þremur liðum sem töluðu við mig var ekki búið spilast úr þessum kapli í Pepsi-deildinni. Ég vildi bíða og sjá hvað myndi gerast. Þar af leiðandi ýtir maður mönnum svolítið frá sér. Þá halda menn bara sínu striki. Svo talaði eitt lið við mig þegar það hafði spilast úr kaplinum í Pepsi-deildinni. Þá sagði ég að ég vildi skoða hvað myndi gerast með ákveðna stöðu innan KSÍ,“ sagði Arnar sem hefur verið orðaður við þessa ákveðnu stöðu innan KSÍ; yfirmann knattspyrnumála.Helsta kosningamál Guðna Bergssonar var að búa til stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ.Mynd/KSÍ/Hilmar ÞórEkki liggur ljóst fyrir hvernig staðan á yfirmanni knattspyrnumála hjá KSÍ er en helsta kosningaloforð Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, var að búa til þessa stöðu innan sambandsins. Aðspurður segist Arnar hafa áhuga á stöðu yfirmanns knattspyrnumála enda var hann í svipaðri stöðu bæði hjá AEK Aþenu og Club Brügge. „Það er eitthvað sem maður myndi skoða. En ég veit ekkert hver staðan á því er. Guðni hefur verið að vinna í þessu en ég veit ekki hvar þeir eru staddir með það,“ sagði Arnar sem er einn þeirra sem Guðni hefur rætt við um hvert og hvernig hlutverk yfirmanns knattspyrnumála ætti að vera. Arnar segist hafa notið naut tímans sem þjálfari Breiðabliks og vill halda áfram í þjálfun. „Mér finnst rosalega skemmtilegt að þjálfa. Það skemmtilegasta er að spila en það næsta sem kemst því er að þjálfa. Þriðja er að vera yfirmaður. Þá ertu aðeins til hliðar en samt í hringiðunni,“ sagði Arnar. Hann viðurkennir að það sem honum hafi boðist eftir að hann yfirgaf Breiðablik hafi ekki verið eins spennandi og hann vonaðist eftir. „Ætlunin var að halda áfram og gera eitthvað af viti. En þetta datt ekki inn núna. Maður fékk möguleika til að halda áfram en ég hélt að það myndu kannski koma dæmi sem væru meira spennandi, upp á það gera enn skemmtilegri hluti hér heima og keppa um eitthvað,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnari boðið að taka við færeysku liði NSÍ frá Færeyjum hefur boðið Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara Breiðabliks, að taka við liðinu. 2. nóvember 2017 16:24 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
Arnari boðið að taka við færeysku liði NSÍ frá Færeyjum hefur boðið Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara Breiðabliks, að taka við liðinu. 2. nóvember 2017 16:24