Heidi Klum eins og Michael Jackson í Thriller.Glamour/Getty
Fyrirsætan Heidi Klum mætti í gervi Michael Jackson í Thriller í eigið Hrekkjavökupartý í New York í gær. Að venju var búið að bíða með eftirvæntingu eftir drottningunni og í hverju hún mundi klæðast enda vön að fara alla leið í búningavali.
Og bara vá! Þetta er ótrúlegt.
Fyrirsætan leyfði aðdáendum að fylgjast með á Instagramsíðu sinni enda var ferlið flókið en hún með gott teymi með sér í verkefninu. Hægt er að sjá myndböndin hér fyrir neðan.