„Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2017 10:00 Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Getty Margar íslenskar knattspyrnukonur hafa spilað í sænsku deildinni á síðustu árum en nú hefur leikmaður úr deildinni stigið fram og sagt frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á bak við tjöldin. Mikill fjöldi kvenna hefur stigið fram á síðustu vikum og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í sínu lífi en ekki sagt frá fyrr en nú. Þær hafa skrifað pistla og færslur undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Það dylst engum að kynferðisofbeldi er umfangsmikið samfélagsvandamál og íþróttirnar eru engin undantekning. Í nær öllum tilfellum er um að ræða kynferðislegt áreiti sem konur hafa orðið fyrir frá karlmanni en það er þó ekki algilt. Sænsk knattspyrnukona hefur þannig stigið fram og sagt sína sögu og upplifun af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja.Draumur sem varð að martröð Expressen birtir viðtal við leikmanninn en það kemur ekki fram hver þetta er heldur aðeins að hún hafi spilað í sænsku úrvalsdeildinni.”EN MARDRÖM”. Ex-allsvenska spelaren berättar – blev sexuellt utnyttjad av lagkamrat: ”Hon klädde av mig och hade sex med mig” https://t.co/ghn1hQN1N6pic.twitter.com/gqogKETNHQ — Expressen (@Expressen) November 27, 2017 „Draumur minn um að spila í sænsku úrvalsdeildinni varð að martröð,“ sagði Emma eins og blaðamaður Expressen kallar hana. Það kemur aðeins fram að hún hafi spilað í sænsku deildinni og að hún komi frá suðurhluta Svíþjóðar. Emma segir að hún hafi vitað að hún væri hrifin af konum þegar hún kom upp í aðalliðið og að það hafi verið spennandi að umgangast fullorðnar konur sem vissu það.„Flottur rass“ Emma heyrði einhverja segja „flottur rass“ og hún varð var við það að liðsfélagar horfðu á hana. Liðsfélagar hennar reyndu líka að hella hana fulla í partíum og nudduðu sér upp við hana. Í eitt skiptið kyssti liðsfélagi hennar hana á hálsinn. Þetta var hins vegar aðeins byrjunin og hún segir næst frá því sem gerðist í leik. Emma segir frá því að hún hafi stundað kynlíf með mótherja eftir leik en hún var þá ungur leikmaður og hin stjörnuleikmaður. „Hún greip um rassinn á mér í hornspyrnu í miðjum leik og sagði: Þú ert mín eftir leikinn. Síðan stóð hún og beið eftir mér þegar ég var búin í sturtu. Það var enginn sem gerði athugasemd við það. Ég elti hana inn í búningsklefann og við stunduðum kynlíf. Ég var bara í sjokki. Hún var búin að vera átrúnaðargoð hjá mér af því að hún var búin að vera góð svo lengi. Á sama tíma var eins og hún hefði valið mig,“ segir Emma.Vísir/GettyEnginn af liðsfélögunum sagði neitt Emma furðar sig á því af hverju enginn leikmaður hafi skipt sér af þessu eins og þetta væri bara venjan. Það gerði engin athugasemd við það sem gerðist og enginn spurði hana hvernig henni leið. Emma segir líka frá því þegar eldri liðsfélagi sem hún var hrifin af, hefði laumað einhverju í drykkinn hennar, klætt hana síðan úr og nauðgað henni. Emma rifjar þetta upp grátandi. Henni leið mjög illa á eftir en hún hafi í raun ekki áttað sig á að þetta hafi verið kynferðisofbeldi fyrr en að hún ræddi við sálfræðing.Sálfræðingurinn hjálpaði henni að átta sig á þessu „Sálfræðingurinn sagði að ég hefði verið fórnarlamb kynferðisofbeldis. Það var fyrst þá sem ég áttaði mig almennilega á því sem hafði gerst. „Hvort sem að ég vildi þetta eða ekki þá var ég undir lögaldri í sumum tilfellum og barn í þeim öllum,“ sagði Emma en það má lesa allt viðtalið við hana hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Margar íslenskar knattspyrnukonur hafa spilað í sænsku deildinni á síðustu árum en nú hefur leikmaður úr deildinni stigið fram og sagt frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á bak við tjöldin. Mikill fjöldi kvenna hefur stigið fram á síðustu vikum og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í sínu lífi en ekki sagt frá fyrr en nú. Þær hafa skrifað pistla og færslur undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Það dylst engum að kynferðisofbeldi er umfangsmikið samfélagsvandamál og íþróttirnar eru engin undantekning. Í nær öllum tilfellum er um að ræða kynferðislegt áreiti sem konur hafa orðið fyrir frá karlmanni en það er þó ekki algilt. Sænsk knattspyrnukona hefur þannig stigið fram og sagt sína sögu og upplifun af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja.Draumur sem varð að martröð Expressen birtir viðtal við leikmanninn en það kemur ekki fram hver þetta er heldur aðeins að hún hafi spilað í sænsku úrvalsdeildinni.”EN MARDRÖM”. Ex-allsvenska spelaren berättar – blev sexuellt utnyttjad av lagkamrat: ”Hon klädde av mig och hade sex med mig” https://t.co/ghn1hQN1N6pic.twitter.com/gqogKETNHQ — Expressen (@Expressen) November 27, 2017 „Draumur minn um að spila í sænsku úrvalsdeildinni varð að martröð,“ sagði Emma eins og blaðamaður Expressen kallar hana. Það kemur aðeins fram að hún hafi spilað í sænsku deildinni og að hún komi frá suðurhluta Svíþjóðar. Emma segir að hún hafi vitað að hún væri hrifin af konum þegar hún kom upp í aðalliðið og að það hafi verið spennandi að umgangast fullorðnar konur sem vissu það.„Flottur rass“ Emma heyrði einhverja segja „flottur rass“ og hún varð var við það að liðsfélagar horfðu á hana. Liðsfélagar hennar reyndu líka að hella hana fulla í partíum og nudduðu sér upp við hana. Í eitt skiptið kyssti liðsfélagi hennar hana á hálsinn. Þetta var hins vegar aðeins byrjunin og hún segir næst frá því sem gerðist í leik. Emma segir frá því að hún hafi stundað kynlíf með mótherja eftir leik en hún var þá ungur leikmaður og hin stjörnuleikmaður. „Hún greip um rassinn á mér í hornspyrnu í miðjum leik og sagði: Þú ert mín eftir leikinn. Síðan stóð hún og beið eftir mér þegar ég var búin í sturtu. Það var enginn sem gerði athugasemd við það. Ég elti hana inn í búningsklefann og við stunduðum kynlíf. Ég var bara í sjokki. Hún var búin að vera átrúnaðargoð hjá mér af því að hún var búin að vera góð svo lengi. Á sama tíma var eins og hún hefði valið mig,“ segir Emma.Vísir/GettyEnginn af liðsfélögunum sagði neitt Emma furðar sig á því af hverju enginn leikmaður hafi skipt sér af þessu eins og þetta væri bara venjan. Það gerði engin athugasemd við það sem gerðist og enginn spurði hana hvernig henni leið. Emma segir líka frá því þegar eldri liðsfélagi sem hún var hrifin af, hefði laumað einhverju í drykkinn hennar, klætt hana síðan úr og nauðgað henni. Emma rifjar þetta upp grátandi. Henni leið mjög illa á eftir en hún hafi í raun ekki áttað sig á að þetta hafi verið kynferðisofbeldi fyrr en að hún ræddi við sálfræðing.Sálfræðingurinn hjálpaði henni að átta sig á þessu „Sálfræðingurinn sagði að ég hefði verið fórnarlamb kynferðisofbeldis. Það var fyrst þá sem ég áttaði mig almennilega á því sem hafði gerst. „Hvort sem að ég vildi þetta eða ekki þá var ég undir lögaldri í sumum tilfellum og barn í þeim öllum,“ sagði Emma en það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira