Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2017 11:03 Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. vedur.is Spáð er hríðarveðri á Norður- og Austurlandi eftir hádegi í dag. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög hvössum vindi, einkum á Suðausturlandi síðdegis, og verður því mjög slæmt ferðaveður á þessum slóðum. Gert er ráð fyrir nokkuð mikilli snjókomu með hvössum vindi á Norður- og Austurlandi fram að helgi. Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað. Búið er að loka vegunum um Víkurskarð og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar. Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og hálka, hálkublettir eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Snjóþekja eða hálka er á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Flughálka er á milli Kleifarheiðar og Brjánslækjar og ófært á Klettshálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi og á Drangsnesvegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Víkurskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Austurlandi en þungfært og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun: Norðan 13 til 18 metrar á sekúndu, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él fyrir norðan og austan, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig.Á fimmtudag og föstudag: Norðan hvassviðri eða stormur. Snjókoma eða él, en úrkomulaust um sunnanvert landið. Frost 0 til 8 stig.Á laugardag: Allhvöss eða hvöss norðanátt í fyrstu með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Fer að lægja eftir hádegi, fyrst vestantil á landinu. Áfram kalt í veðri.Á sunnudag: Austlæg átt og bjart veður, en skýjað og dálítil snjókoma á SV- og V-landi. Hiti um frostmark við SV-ströndina, en talsvert frost í innsveitum N- og A-lands.Á mánudag: Hægur vindur og þurrt. Frost um allt land. Veður Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Spáð er hríðarveðri á Norður- og Austurlandi eftir hádegi í dag. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög hvössum vindi, einkum á Suðausturlandi síðdegis, og verður því mjög slæmt ferðaveður á þessum slóðum. Gert er ráð fyrir nokkuð mikilli snjókomu með hvössum vindi á Norður- og Austurlandi fram að helgi. Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað. Búið er að loka vegunum um Víkurskarð og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar. Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og hálka, hálkublettir eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Snjóþekja eða hálka er á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Flughálka er á milli Kleifarheiðar og Brjánslækjar og ófært á Klettshálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi og á Drangsnesvegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Víkurskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Austurlandi en þungfært og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun: Norðan 13 til 18 metrar á sekúndu, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él fyrir norðan og austan, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig.Á fimmtudag og föstudag: Norðan hvassviðri eða stormur. Snjókoma eða él, en úrkomulaust um sunnanvert landið. Frost 0 til 8 stig.Á laugardag: Allhvöss eða hvöss norðanátt í fyrstu með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Fer að lægja eftir hádegi, fyrst vestantil á landinu. Áfram kalt í veðri.Á sunnudag: Austlæg átt og bjart veður, en skýjað og dálítil snjókoma á SV- og V-landi. Hiti um frostmark við SV-ströndina, en talsvert frost í innsveitum N- og A-lands.Á mánudag: Hægur vindur og þurrt. Frost um allt land.
Veður Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent