Ekki hægt að útiloka þjóðarmorð í Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. desember 2017 07:00 Barn í Thyangkhali-flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess. Nordicphotos/AFP Ekki er hægt að útiloka að aðgerðir stjórnvalda og hersins í Mjanmar gegn þjóðflokki Róhingja í Rakhine-héraði flokkist sem þjóðarmorð. Þetta staðhæfði Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær. Til þessa hefur einungis verið talað um þjóðernishreinsanir. Rúmlega 600 þúsund Róhingjar hafa flúið frá Rakhine til Bangladess frá því í ágúst þegar herinn hóf aðgerðir sínar gegn þeim. Herinn hefur hins vegar hafnað því að um þjóðernishreinsanir sé að ræða sem og því að ráðist sé á almenna borgara. Einblínt sé á skæruliða. Stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess komust í síðasta mánuði að samkomulagi um að hundruð þúsunda flóttamanna skyldu send til baka til Mjanmar. Hefur þetta samkomulag verið gagnrýnt harðlega. Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ.Nordicphotos/AFP Zeid sagði á fundi gærdagsins að ekki ætti að senda Róhingja heim aftur nema viðvera mannréttindaeftirlitsmanna væri tryggð í héraðinu. Taldi hann upp ýmis brot sem herinn er sakaður um. Meðal annars um að skjóta, stinga og berja almenna borgara til bana. Þá var herinn sakaður um að varpa handsprengjum á almenna borgara og brenna hús með fjölskyldum innandyra. „Í ljósi þess að Róhingjar líta á sjálfa sig sem sjálfstæðan þjóðflokk með eigin tungu og menningu, og í ljósi þess að gerandinn í málinu telur Róhingja tilheyra öðrum þjóðflokki, þjóð, kynþætti eða trú, er rétt að spyrja hvort nokkur geti útilokað að um þjóðarmorð sé að ræða,“ sagði Zeid. Dómstólar myndu skera úr um hvort um þjóðarmorð væri að ræða. Htin Lynn, fulltrúi Mjanmar í ráðinu, neitaði því að fyrrnefnd brot hefðu átt sér stað. Sagði hann jafnframt að yfirvöld í Mjanmar og Bangladess væru að vinna saman að fyrrnefndri heimkomu flóttamannanna. Ekki yrðu settar upp sérstakar búðir í Mjanmar og Sameinuðu þjóðirnar fengju að koma að heimkomunni. Lynn vildi þó ekki samþykkja að tryggja óhindraðan aðgang rannsakenda og eftirlitsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka að aðgerðir stjórnvalda og hersins í Mjanmar gegn þjóðflokki Róhingja í Rakhine-héraði flokkist sem þjóðarmorð. Þetta staðhæfði Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær. Til þessa hefur einungis verið talað um þjóðernishreinsanir. Rúmlega 600 þúsund Róhingjar hafa flúið frá Rakhine til Bangladess frá því í ágúst þegar herinn hóf aðgerðir sínar gegn þeim. Herinn hefur hins vegar hafnað því að um þjóðernishreinsanir sé að ræða sem og því að ráðist sé á almenna borgara. Einblínt sé á skæruliða. Stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess komust í síðasta mánuði að samkomulagi um að hundruð þúsunda flóttamanna skyldu send til baka til Mjanmar. Hefur þetta samkomulag verið gagnrýnt harðlega. Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ.Nordicphotos/AFP Zeid sagði á fundi gærdagsins að ekki ætti að senda Róhingja heim aftur nema viðvera mannréttindaeftirlitsmanna væri tryggð í héraðinu. Taldi hann upp ýmis brot sem herinn er sakaður um. Meðal annars um að skjóta, stinga og berja almenna borgara til bana. Þá var herinn sakaður um að varpa handsprengjum á almenna borgara og brenna hús með fjölskyldum innandyra. „Í ljósi þess að Róhingjar líta á sjálfa sig sem sjálfstæðan þjóðflokk með eigin tungu og menningu, og í ljósi þess að gerandinn í málinu telur Róhingja tilheyra öðrum þjóðflokki, þjóð, kynþætti eða trú, er rétt að spyrja hvort nokkur geti útilokað að um þjóðarmorð sé að ræða,“ sagði Zeid. Dómstólar myndu skera úr um hvort um þjóðarmorð væri að ræða. Htin Lynn, fulltrúi Mjanmar í ráðinu, neitaði því að fyrrnefnd brot hefðu átt sér stað. Sagði hann jafnframt að yfirvöld í Mjanmar og Bangladess væru að vinna saman að fyrrnefndri heimkomu flóttamannanna. Ekki yrðu settar upp sérstakar búðir í Mjanmar og Sameinuðu þjóðirnar fengju að koma að heimkomunni. Lynn vildi þó ekki samþykkja að tryggja óhindraðan aðgang rannsakenda og eftirlitsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira
Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38