Sjóðir GAMMA kaupa hlut í Arctic Adventures Daníel Freyr Birkisson skrifar 19. desember 2017 15:37 Forsvarsmenn Arctic Adventures segja að mikil tækifæri felist enn í ferðaþjónustunni. VÍSIR/PJETUR Sjóðir í stýringu hjá GAMMA Capital Management hafa keypt 15 prósent hlut í Arctic Adventures hf., fyrirtæki á sviði afþreyingar fyrir ferðamenn. Arctic sameinaðist nýlega afþreyingarfyrirtækinu Extreme Iceland og er velta sameinaðs fyrirtækis um 5,6 milljarðar króna og starfsmenn um 250. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA og Arctic Adventures. Arctic býður upp á fjölda tegunda afþreyfinga á Íslandi; jöklagöngur, íshellaferðir, gönguferðir, snjósleðaferðir, hvalaskoðun, flúðasiglingar og kajakaferðir. Nýlega keypti Arctic Hótel Hof í Öræfasveit og Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur til að styðja við vöxt fyrirtækisins. Eftir kaupin eiga þeir Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson saman tæplega 28 prósent hlut í félaginu, fyrrum eigendur Extreme Iceland eiga samtals 27 prósent, sjóðir á vegum GAMMA 15 prósent og Jón Þór Gunnarsson og Styrmir Þór Bragason tæplega 14 prósent hvor. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures, segir eigendur fyrirtækisins fagna fjárfestingu GAMMA og sjá áframhaldandi tækifæri í ferðaþjónustu hér á landi. „Eigendur Arctic Adventures fagna því að fá sjóði GAMMA inn í eigendahópinn. Við lítum á GAMMA sem framsýnan fjárfesti sem passi vel inn í stefnu Arctic. Arctic hefur vaxið mikið síðustu ár og teljum við ennþá vera mikil tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið er í góðri stöðu, með góða afkomu og lága skuldsetningu sem gerir okkur kleift að halda áfram að vaxa og styrkja stöðu okkar á þessum spennandi markaði. Við stefnum á skráningu á markað á árinu 2019 og teljum við aðkomu GAMMA styrkja okkur í þeirri vegferð.“ Sjóðir í rekstri GAMMA Capital Management fjárfesta fyrir hönd sjóðsfélaga samkvæmt skilgreindri fjárfestingarstefnu. Eignir í stýringu hjá GAMMA eru um 140 milljarðar króna og rekur fyrirtækið tvo verðbréfasjóði, sex fjárfestingarsjóði og 23 fagfjárfestasjóði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Sjóðir í stýringu hjá GAMMA Capital Management hafa keypt 15 prósent hlut í Arctic Adventures hf., fyrirtæki á sviði afþreyingar fyrir ferðamenn. Arctic sameinaðist nýlega afþreyingarfyrirtækinu Extreme Iceland og er velta sameinaðs fyrirtækis um 5,6 milljarðar króna og starfsmenn um 250. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA og Arctic Adventures. Arctic býður upp á fjölda tegunda afþreyfinga á Íslandi; jöklagöngur, íshellaferðir, gönguferðir, snjósleðaferðir, hvalaskoðun, flúðasiglingar og kajakaferðir. Nýlega keypti Arctic Hótel Hof í Öræfasveit og Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur til að styðja við vöxt fyrirtækisins. Eftir kaupin eiga þeir Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson saman tæplega 28 prósent hlut í félaginu, fyrrum eigendur Extreme Iceland eiga samtals 27 prósent, sjóðir á vegum GAMMA 15 prósent og Jón Þór Gunnarsson og Styrmir Þór Bragason tæplega 14 prósent hvor. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures, segir eigendur fyrirtækisins fagna fjárfestingu GAMMA og sjá áframhaldandi tækifæri í ferðaþjónustu hér á landi. „Eigendur Arctic Adventures fagna því að fá sjóði GAMMA inn í eigendahópinn. Við lítum á GAMMA sem framsýnan fjárfesti sem passi vel inn í stefnu Arctic. Arctic hefur vaxið mikið síðustu ár og teljum við ennþá vera mikil tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið er í góðri stöðu, með góða afkomu og lága skuldsetningu sem gerir okkur kleift að halda áfram að vaxa og styrkja stöðu okkar á þessum spennandi markaði. Við stefnum á skráningu á markað á árinu 2019 og teljum við aðkomu GAMMA styrkja okkur í þeirri vegferð.“ Sjóðir í rekstri GAMMA Capital Management fjárfesta fyrir hönd sjóðsfélaga samkvæmt skilgreindri fjárfestingarstefnu. Eignir í stýringu hjá GAMMA eru um 140 milljarðar króna og rekur fyrirtækið tvo verðbréfasjóði, sex fjárfestingarsjóði og 23 fagfjárfestasjóði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira