Geggjuð tilfinning en eins og þetta væri eitthvert aprílgabb Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. desember 2017 06:30 Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur í marki FH í vetur. fréttablaðið/stefán „Ég var í prófum og því með slökkt á símanum. Ég veit því ekki hvort Geir var eitthvað að reyna að ná í mig. Ég sá því bara á netinu að ég hefði verið valinn í EM-hópinn,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, en hann mun þreyta frumraun sína á stórmóti í Króatíu í janúar. Það var ljóst að Björgvin Páll Gústavsson væri að fara á EM en baráttan um hitt markvarðarsætið var hörð. Ágúst Elí búinn að vera mjög öflugur í vetur og sömu sögu má segja um reynsluboltann Hreiðar Levý Guðmundsson sem hefur farið á kostum í marki Gróttu.Öskraði ekki „Tilfinningin var gríðarlega góð er ég sá fréttina á föstudaginn. Geggjuð tilfinning þó svo ég hafi ekki öskrað. Ég var samt ótrúlega glaður. Það kemur eitthvert stundarbrjálæði yfir mann. Tilfinning eins og þetta sé eitthvert aprílgabb en svo áttar maður sig á því að þetta er ekkert grín og ég er á leiðinni á stórmót. Þá kemur yfir mann smá stress og maður verður að tækla það. Ég mun gera það,“ segir hinn 22 ára gamli Ágúst Elí sem er sálfræðinemi í HÍ. Eins og áður segir var baráttan um markvarðarsætin í hópnum hörð en FH-ingurinn var nokkuð bjartsýnn á að hann fengi sæti. „Ég var búinn að ímynda mér að það færu þrír markverðir út og var að vonast eftir því að vera einn af þeim. Ég stefndi á þetta en maður veit aldrei hvað þjálfarinn er að pæla eða hvað honum finnst um mig,“ segir markvörðurinn ungi en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur ýjað að því að bæta þriðja markverðinum við hópinn sem setur meiri pressu á þá sem hafa þegar verið valdir. „Ég er samt ekkert að pæla mikið í hvað ef. Ég reyni að einbeita mér að því að ég sé nógu góður og eigi skilið þetta sæti í hópnum. Þetta mun alltaf ráðast af frammistöðunni í leikjum og æfingum.“Var fjarlægur draumur Bæði Björgvin Páll og Aron Rafn Eðvarðsson komu heim fyrir tímabilið og því voru allir þeir markverðir sem hafa verið í landsliðshópunum síðustu misseri að spila í Olís-deildinni. Það gaf Ágústi meiri von en ella um að hann næði markmiði sínu að komast í landsliðið. „Þetta hefur alltaf verið fjarlægur draumur en þegar þeir koma heim þá veit ég að nú get ég miðað mig betur við þessa kalla. Svo kom Evrópukeppnin inn hjá okkur í FH og þá sá ég að ég er á pari við marga góða markverði úti í heimi sem og bestu markmenn á Íslandi. Þá hvarf efinn um að ég væri ekki nógu góður og þá kviknaði vonin um að þetta gæti gerst,“ segir Ágúst Elí og ákvað að leggja enn meira á sig. „Ég hef verið gríðarlega duglegur að æfa. Roland Eradze er markmannsþjálfarinn minn og svo er ég í styrktarþjálfun líka. Svo hef ég kíkt til markþjálfara. Ég hef sett aukapúður í þetta og það er að skila sér.“Flott að fá meiri pressu Ágúst Elí verður í eldlínunni í kvöld þegar FH spilar lokaleik sinn á árinu. Það er enginn smá leikur því Haukarnir eru að koma í heimsókn. Þá verður strax meiri pressa á honum enda orðinn landsliðsmarkvörður á leið á stórmót. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og tek því fagnandi að fólk sé að setja meiri pressu á mig. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur. Einn af okkar stærstu leikjum og meira en tvö stig í húfi. Það er heiðurinn í bænum.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
„Ég var í prófum og því með slökkt á símanum. Ég veit því ekki hvort Geir var eitthvað að reyna að ná í mig. Ég sá því bara á netinu að ég hefði verið valinn í EM-hópinn,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, en hann mun þreyta frumraun sína á stórmóti í Króatíu í janúar. Það var ljóst að Björgvin Páll Gústavsson væri að fara á EM en baráttan um hitt markvarðarsætið var hörð. Ágúst Elí búinn að vera mjög öflugur í vetur og sömu sögu má segja um reynsluboltann Hreiðar Levý Guðmundsson sem hefur farið á kostum í marki Gróttu.Öskraði ekki „Tilfinningin var gríðarlega góð er ég sá fréttina á föstudaginn. Geggjuð tilfinning þó svo ég hafi ekki öskrað. Ég var samt ótrúlega glaður. Það kemur eitthvert stundarbrjálæði yfir mann. Tilfinning eins og þetta sé eitthvert aprílgabb en svo áttar maður sig á því að þetta er ekkert grín og ég er á leiðinni á stórmót. Þá kemur yfir mann smá stress og maður verður að tækla það. Ég mun gera það,“ segir hinn 22 ára gamli Ágúst Elí sem er sálfræðinemi í HÍ. Eins og áður segir var baráttan um markvarðarsætin í hópnum hörð en FH-ingurinn var nokkuð bjartsýnn á að hann fengi sæti. „Ég var búinn að ímynda mér að það færu þrír markverðir út og var að vonast eftir því að vera einn af þeim. Ég stefndi á þetta en maður veit aldrei hvað þjálfarinn er að pæla eða hvað honum finnst um mig,“ segir markvörðurinn ungi en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur ýjað að því að bæta þriðja markverðinum við hópinn sem setur meiri pressu á þá sem hafa þegar verið valdir. „Ég er samt ekkert að pæla mikið í hvað ef. Ég reyni að einbeita mér að því að ég sé nógu góður og eigi skilið þetta sæti í hópnum. Þetta mun alltaf ráðast af frammistöðunni í leikjum og æfingum.“Var fjarlægur draumur Bæði Björgvin Páll og Aron Rafn Eðvarðsson komu heim fyrir tímabilið og því voru allir þeir markverðir sem hafa verið í landsliðshópunum síðustu misseri að spila í Olís-deildinni. Það gaf Ágústi meiri von en ella um að hann næði markmiði sínu að komast í landsliðið. „Þetta hefur alltaf verið fjarlægur draumur en þegar þeir koma heim þá veit ég að nú get ég miðað mig betur við þessa kalla. Svo kom Evrópukeppnin inn hjá okkur í FH og þá sá ég að ég er á pari við marga góða markverði úti í heimi sem og bestu markmenn á Íslandi. Þá hvarf efinn um að ég væri ekki nógu góður og þá kviknaði vonin um að þetta gæti gerst,“ segir Ágúst Elí og ákvað að leggja enn meira á sig. „Ég hef verið gríðarlega duglegur að æfa. Roland Eradze er markmannsþjálfarinn minn og svo er ég í styrktarþjálfun líka. Svo hef ég kíkt til markþjálfara. Ég hef sett aukapúður í þetta og það er að skila sér.“Flott að fá meiri pressu Ágúst Elí verður í eldlínunni í kvöld þegar FH spilar lokaleik sinn á árinu. Það er enginn smá leikur því Haukarnir eru að koma í heimsókn. Þá verður strax meiri pressa á honum enda orðinn landsliðsmarkvörður á leið á stórmót. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og tek því fagnandi að fólk sé að setja meiri pressu á mig. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur. Einn af okkar stærstu leikjum og meira en tvö stig í húfi. Það er heiðurinn í bænum.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira