Samkomulag hefur náðst á milli 365 miðla hf. og Logi Bergmanns Eiðssonar um starfslok Loga hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá aðilum dómsmáls um lyktir máls en mbl.is greindi fyrst frá þessu.
Í samkomulaginu felst að Logi hefji útvarpsstörf þann 1. mars 2018 og sjónvarpsstörf þann 1. maí 2018. Hafa bæði Árvakur og Fjarskipti samþykkt þetta samkomulag fyrir sitt leyti.
Þann 11. október síðastliðinn var greint frá því að Logi hefði sagt skilið við 365 og ráðið sig yfir til Árvakurs og Símans. Lögbann var lagt á störf Loga hjá Árvakri og Símanum þann 18. október en 365 gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vinnu hans hjá fyrirtækjunum þar sem 365 taldi Loga brjóta gegn ráðningarsamningi sínum við fyrirtækið. Féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á lögbannskröfu 365.
Samið um starfslok Loga Bergmanns

Tengdar fréttir

Logi segir skilið við 365
Logi Bergmann Eiðsson rær á ný fjölmiðlamið.

Lögbann lagt á störf Loga Bergmann hjá Árvakri og Símanum
365 var því nauðugur sá kostur að krefjast þess hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á störf Loga Bergmanns hjá þessum aðilum.