Heimsmetið féll en annars fátt jákvætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur hefur skorað 1.798 mörk fyrir íslenska landsliðið síðan hann byrjaði að spila með því síðla árs 1999. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson skráði sig á spjöld handboltasögunnar þegar hann skoraði úr vítakasti fram hjá Andreas Wolff á 47. mínútu í vináttulandsleik Þýskalands og Íslands í Neu-Ulm í gær. Þetta var 1.798 mark Guðjóns Vals fyrir íslenska landsliðið. Hann er nú orðinn markahæsti landsliðsmaður handboltasögunnar. Ungverjinn Péter Kovács hafði átt metið frá árinu 1995.Ívar Benediktsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, tók þessar upplýsingar saman fyrir tæpu ári. „Þetta er einstakt, það er alveg ljóst. Það er ekki slæmt að þetta heimsmet sé í okkar herbúðum. Hann er einstaklega vel að þessu kominn, frábær íþróttamaður og fyrirmynd,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Markametið var hér um bil það eina jákvæða við leikinn í gær sem Þýskaland vann 30-21. Aron Pálmarsson gat ekki leikið með vegna bakmeiðsla og fjarvera hans auðveldaði þýsku vörninni lífið. Þjóðverjarnir lágu aftarlega, lokuðu á línuspil Íslendinga og létu reyna á skytturnar. Ólafur Guðmundsson reyndi hvað hann gat og skoraði sex mörk en Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon áttu erfitt uppdráttar gegn gríðarlega öflugri vörn Evrópumeistaranna. Ísland tapaði einnig fyrir Þýskalandi á föstudaginn, 36-29. Þótt tapið í gær hafi verið stærra sá Geir framfarir á leik liðsins, allavega hvað viðhorf og baráttu varðar. „Þetta var erfið brekka á móti gríðarlega öflugu liði. Mér fannst vera meira blóð á tönnunum hjá mönnum og við sýndum okkar rétta andlit hvað það varðar allan leikinn. Menn lögðu sig fram og börðust,“ sagði Geir sem kvaðst ánægðari með íslensku vörnina í leiknum í gær heldur en á föstudaginn. „Þótt við höfum fengið á okkur 30 mörk var allt annað að sjá varnarleikinn. Við tökum það jákvæða út.“ Íslenska liðið dvelur áfram í Þýskalandi fram á miðvikudag þegar það heldur til Split í Króatíu. Íslendingar þurfa að nýta tímann fram að fyrsta leik gegn Svíum á föstudaginn vel ef ekki á illa að fara. Miðað við frammistöðuna í leikjunum gegn Þýskalandi er hætt við að stoppið í Króatíu gæti orðið stutt. EM 2018 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson skráði sig á spjöld handboltasögunnar þegar hann skoraði úr vítakasti fram hjá Andreas Wolff á 47. mínútu í vináttulandsleik Þýskalands og Íslands í Neu-Ulm í gær. Þetta var 1.798 mark Guðjóns Vals fyrir íslenska landsliðið. Hann er nú orðinn markahæsti landsliðsmaður handboltasögunnar. Ungverjinn Péter Kovács hafði átt metið frá árinu 1995.Ívar Benediktsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, tók þessar upplýsingar saman fyrir tæpu ári. „Þetta er einstakt, það er alveg ljóst. Það er ekki slæmt að þetta heimsmet sé í okkar herbúðum. Hann er einstaklega vel að þessu kominn, frábær íþróttamaður og fyrirmynd,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Markametið var hér um bil það eina jákvæða við leikinn í gær sem Þýskaland vann 30-21. Aron Pálmarsson gat ekki leikið með vegna bakmeiðsla og fjarvera hans auðveldaði þýsku vörninni lífið. Þjóðverjarnir lágu aftarlega, lokuðu á línuspil Íslendinga og létu reyna á skytturnar. Ólafur Guðmundsson reyndi hvað hann gat og skoraði sex mörk en Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon áttu erfitt uppdráttar gegn gríðarlega öflugri vörn Evrópumeistaranna. Ísland tapaði einnig fyrir Þýskalandi á föstudaginn, 36-29. Þótt tapið í gær hafi verið stærra sá Geir framfarir á leik liðsins, allavega hvað viðhorf og baráttu varðar. „Þetta var erfið brekka á móti gríðarlega öflugu liði. Mér fannst vera meira blóð á tönnunum hjá mönnum og við sýndum okkar rétta andlit hvað það varðar allan leikinn. Menn lögðu sig fram og börðust,“ sagði Geir sem kvaðst ánægðari með íslensku vörnina í leiknum í gær heldur en á föstudaginn. „Þótt við höfum fengið á okkur 30 mörk var allt annað að sjá varnarleikinn. Við tökum það jákvæða út.“ Íslenska liðið dvelur áfram í Þýskalandi fram á miðvikudag þegar það heldur til Split í Króatíu. Íslendingar þurfa að nýta tímann fram að fyrsta leik gegn Svíum á föstudaginn vel ef ekki á illa að fara. Miðað við frammistöðuna í leikjunum gegn Þýskalandi er hætt við að stoppið í Króatíu gæti orðið stutt.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira