Vegahótel sakað um að leka persónuupplýsingum um 9000 gesti til yfirvalda Þórdís Valsdóttir skrifar 5. janúar 2018 23:45 Talið er að mótelkeðjan hafi lekið upplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti. Vísir/ap Bandaríska mótelkeðjan Motel 6 hefur verið kærð fyrir að leka persónuupplýsingum um gesti sína til bandarísku tollgæslunnar (US Immigration and Customs Enforcement agency) sem annast brottvísanir ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra Washingtonríkis hóf málaferli gegn keðjunni í vikunni. Í ákærunni kemur fram að á tveggja ára tímabili, frá júní 2015 til maí 2017, hafi persónupplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti mótelsins verið lekið til tollgæslunnar. Meðal þeirra upplýsinga um gestina sem mótelkeðjan lak til tollgæslunnar voru skráningarnúmer bifreiða, persónulegar upplýsingar á við fæðingardag og upplýsingar sem koma fram á ökuskírteinum viðkomandi. Brotin eru talin varða jafnréttislög og persónuverndarlög ríkisins en samkvæmt þeim er hótelum og vegahótelum ekki heimilt að veita upplýsingar um viðskiptavini sína án dómsúrskurðar. Í frétt Al-Jazeera kemur fram að starfsmenn Motel 6 hafi sent gestalista mótelanna til tollgæslunnar og að tollgæslan hafi svo í kjölfar þess beðið um ítarlegri upplýsingar um þá gesti sem vöktu athygli þeirra. Þá hafi tollgæslan merkt sérstaklega við nöfn sem hljómuðu af rómönskum uppruna. Stefna Trump í innflytjendamálum talin orsökin Trump hefur verið harðorður í afstöðu sinni þegar kemur að málefnum óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum og hann sagði í kosningabaráttu sinni að hann hyggðist vísa ellefu milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Þá undirritaði hann tilskipun þess efnis í lok janúar á síðasta ári að múr yrði byggður við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Frá því Donald Trump bandaríkjaforseti tók við völdum í landinu á síðasta ári hefur fjölda þeirra ólöglegu innflytjenda sem hefur verið brottvísað fjölgað svo um munar. Samkvæmt tölum frá bandarísku tollgæslunni jókst brottvísunum um 37 prósent á síðasta ári.Motel 6 hefur áður lekið upplýsingum um gesti Í september á síðasta ári komst Motel 6 keðjan einnig í kast við lögin í öðru fylki fyrir sömu brot. Þau brot áttu sér stað í Phoenix ríki. Þá höfðu fleiri en tuttugu einstaklingar verið handteknir á mótelum keðjunnar grunaðir um að vera ólöglegir innflytjendur. Stjórnendur Motel 6 keðjunnar kváðust ekki hafa vitað af því að starfsmenn þeirra hefðu lekið upplýsingum til tollgæsluyfirvalda og að öllum starfsmönnum keðjunnar hafi í kjölfarið verið sendar leiðbeiningar þess efnis að óheimilt væri að deila persónuupplýsingum gesta með yfirvöldum. Motel 6 rekur yfir 1.400 mótel víðsvegar um Bandaríkin. Mexíkó Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Bandaríska mótelkeðjan Motel 6 hefur verið kærð fyrir að leka persónuupplýsingum um gesti sína til bandarísku tollgæslunnar (US Immigration and Customs Enforcement agency) sem annast brottvísanir ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra Washingtonríkis hóf málaferli gegn keðjunni í vikunni. Í ákærunni kemur fram að á tveggja ára tímabili, frá júní 2015 til maí 2017, hafi persónupplýsingum um fleiri en níu þúsund gesti mótelsins verið lekið til tollgæslunnar. Meðal þeirra upplýsinga um gestina sem mótelkeðjan lak til tollgæslunnar voru skráningarnúmer bifreiða, persónulegar upplýsingar á við fæðingardag og upplýsingar sem koma fram á ökuskírteinum viðkomandi. Brotin eru talin varða jafnréttislög og persónuverndarlög ríkisins en samkvæmt þeim er hótelum og vegahótelum ekki heimilt að veita upplýsingar um viðskiptavini sína án dómsúrskurðar. Í frétt Al-Jazeera kemur fram að starfsmenn Motel 6 hafi sent gestalista mótelanna til tollgæslunnar og að tollgæslan hafi svo í kjölfar þess beðið um ítarlegri upplýsingar um þá gesti sem vöktu athygli þeirra. Þá hafi tollgæslan merkt sérstaklega við nöfn sem hljómuðu af rómönskum uppruna. Stefna Trump í innflytjendamálum talin orsökin Trump hefur verið harðorður í afstöðu sinni þegar kemur að málefnum óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum og hann sagði í kosningabaráttu sinni að hann hyggðist vísa ellefu milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Þá undirritaði hann tilskipun þess efnis í lok janúar á síðasta ári að múr yrði byggður við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Frá því Donald Trump bandaríkjaforseti tók við völdum í landinu á síðasta ári hefur fjölda þeirra ólöglegu innflytjenda sem hefur verið brottvísað fjölgað svo um munar. Samkvæmt tölum frá bandarísku tollgæslunni jókst brottvísunum um 37 prósent á síðasta ári.Motel 6 hefur áður lekið upplýsingum um gesti Í september á síðasta ári komst Motel 6 keðjan einnig í kast við lögin í öðru fylki fyrir sömu brot. Þau brot áttu sér stað í Phoenix ríki. Þá höfðu fleiri en tuttugu einstaklingar verið handteknir á mótelum keðjunnar grunaðir um að vera ólöglegir innflytjendur. Stjórnendur Motel 6 keðjunnar kváðust ekki hafa vitað af því að starfsmenn þeirra hefðu lekið upplýsingum til tollgæsluyfirvalda og að öllum starfsmönnum keðjunnar hafi í kjölfarið verið sendar leiðbeiningar þess efnis að óheimilt væri að deila persónuupplýsingum gesta með yfirvöldum. Motel 6 rekur yfir 1.400 mótel víðsvegar um Bandaríkin.
Mexíkó Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira