Færeyingar telja ákvörðun sjávarútvegsráðherra ólöglega 5. janúar 2018 21:58 Høgni Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja mótmælir því að fiskveiðisamningur Íslands og Færeyja sé felldur úr gildi. Samsett mynd Færeysk stjórnvöld lýsa mikilli undrun sinni á þeirri stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum Færeyja og Íslands og hvernig íslensk stjórnvöld kynna hana. Þetta kemur fram í fréttabréfi frá Høgna Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja. Í bréfinu er því einnig mótmælt að gildandi fiskveiðisamningur milli Íslands og Færeyja sé felldur úr gildi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal hittust á árlegum fundi sem haldinn var í Þórshöfn dagana 12. og 13. desember sl. og ekki náðist samkomulag á fundinum um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2018. Þá felldi Kristján Þór úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu. Í bréfinu segir Høgni að í kjölfar fundsins hafi aðeins verið ákveðið að halda áfram samskiptum sínum til þess að gera nýjan samning fyrir árið 2018 en að svo hafi íslensk stjórnvöld tekið óvænt og einhliða skref. „Tilkynning um stöðu viðræðnanna er ekki í samræmi við afstöðu og upplifun Færeyinga af þeim,” segir Høgni í bréfinu.Mótmæla þessari ólöglegu aðgerð Landsstjórn Færeyja undrast framferði íslenskra stjórnvalda og segjast mótmæla þessari ólöglegu aðgerð og hefur Høgni Hoydal ráðfært sig við utanríkismálanefnd færeyska Lögþingsins vegna málsins. Høgni hafnar því einnig að Færeyingar hafi krafist aukinna heimilda til að veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu. „Það er ekki rétt. Um var að ræða hefðbundnar samningaviðræður, þar sem báðir aðilar viðruðu óskir sínar, og tekin upp að nýju þau atriði, sem hafa verið óleyst, og atriði sem aðilarnir hafa orðið sammála um og samið um á síðustu árum,“ segir Høgni í bréfinu. Hann segist einnig undrast verulega að Ísland skuli hlaupa frá gerðum samningi milli Færeyja og Íslands og að það skuli vera gert eftir að Ísland hefur nýtt sér þá möguleika sem í samningnum felast. Um níutíu prósent af kolmunnaafla Íslands er veiddur í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. 30. desember 2017 20:30 Ísland og Færeyjar deila um kolmunna Samningaviðræður Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan efnahagslögsögu landanna hafa siglt í strand að hluta. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fleiri fréttir Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Sjá meira
Færeysk stjórnvöld lýsa mikilli undrun sinni á þeirri stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum Færeyja og Íslands og hvernig íslensk stjórnvöld kynna hana. Þetta kemur fram í fréttabréfi frá Høgna Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja. Í bréfinu er því einnig mótmælt að gildandi fiskveiðisamningur milli Íslands og Færeyja sé felldur úr gildi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal hittust á árlegum fundi sem haldinn var í Þórshöfn dagana 12. og 13. desember sl. og ekki náðist samkomulag á fundinum um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2018. Þá felldi Kristján Þór úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu. Í bréfinu segir Høgni að í kjölfar fundsins hafi aðeins verið ákveðið að halda áfram samskiptum sínum til þess að gera nýjan samning fyrir árið 2018 en að svo hafi íslensk stjórnvöld tekið óvænt og einhliða skref. „Tilkynning um stöðu viðræðnanna er ekki í samræmi við afstöðu og upplifun Færeyinga af þeim,” segir Høgni í bréfinu.Mótmæla þessari ólöglegu aðgerð Landsstjórn Færeyja undrast framferði íslenskra stjórnvalda og segjast mótmæla þessari ólöglegu aðgerð og hefur Høgni Hoydal ráðfært sig við utanríkismálanefnd færeyska Lögþingsins vegna málsins. Høgni hafnar því einnig að Færeyingar hafi krafist aukinna heimilda til að veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu. „Það er ekki rétt. Um var að ræða hefðbundnar samningaviðræður, þar sem báðir aðilar viðruðu óskir sínar, og tekin upp að nýju þau atriði, sem hafa verið óleyst, og atriði sem aðilarnir hafa orðið sammála um og samið um á síðustu árum,“ segir Høgni í bréfinu. Hann segist einnig undrast verulega að Ísland skuli hlaupa frá gerðum samningi milli Færeyja og Íslands og að það skuli vera gert eftir að Ísland hefur nýtt sér þá möguleika sem í samningnum felast. Um níutíu prósent af kolmunnaafla Íslands er veiddur í færeyskri lögsögu.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. 30. desember 2017 20:30 Ísland og Færeyjar deila um kolmunna Samningaviðræður Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan efnahagslögsögu landanna hafa siglt í strand að hluta. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fleiri fréttir Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25
Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. 30. desember 2017 20:30
Ísland og Færeyjar deila um kolmunna Samningaviðræður Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan efnahagslögsögu landanna hafa siglt í strand að hluta. 29. desember 2017 06:00