Simone Biles sagði frá því að Twitter að hún væri ein af fórnalömbum Larry Nassar og notað myllumerkin „Tilfinngar“ og „MeToo“.
Feelings... #MeToopic.twitter.com/ICiu0FCa0n
— Simone Biles (@Simone_Biles) January 15, 2018
Læknirinn, heitir Larry Nassar og var á dögunum dæmdur í sextíu ára fangelsi fyrir að hafa verið með mynefni sem sýndi barnaníð í tölvunni sinni.
Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa misnotað fimleikastúlkur en þær hafa hver á fætur annarri stigið fram og sagt frá samskiptum sínum við hinn 54 ára gamla Nassar.
Biles, sem vann fjögur ólympíugull á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst 2016. Í yfirlýsingu hennar segir að hún ætlaði ekki að láta Nassar stela frá sér ástinni og ánægjunni.
„Ég veit að þessi hræðilega reynsla mun ekki skilgreina mig því ég er miklu meira en þetta,“ skrifaði Biles.
Bandaríska fimleikasambandið sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að fólk þar á bæ væri harmi lostið yfir þessum fréttum og mikil reiði og sorg væri með það að Simone Biles og allar hinar fimleikakonurnar hafi lent í þessum skelfilegu kringumstæðum.
Simone Biles er staðráðin að komast í gegnum þetta og hefur sett stefnuna á að vinna fleiri Ólympíugull á ÓL í Tókýó 2020.
„Ég er einstök, klár, hæfileikarík, staðráðin og ástríðufull. Ég hef lofað sjálfri mér að saga mín verði meira en þetta mál og ég lofa ykkur öllum að ég mun aldrei gefast upp. Ég elska þessa íþrótta of mikið og ég hætti aldrei. Ég læt ekki einn mann og aðra sem aðstoðuðu hann stela ást minni og hamingju,“ skrifaði Biles.