Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2018 11:30 Albert Guðmundsson í leiknum á móti Indónesíu. Vísir/AFP 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. Ríkharður átti metið allt þar til í gær að Albert Guðmundsson sló það með því að skora þrennu í 4-1 sigri á Indónesíu. Albert Guðmundsson er fæddur um miðjan júnímánuð 1997 og er því ekki enn búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Þetta var líka aðeins hans þriðji A-landsleikur. Albert var ekki í byrjunarliðinu en kom inná snemma leiks. Hann skoraði fyrsta markið sitt á lokasekúndu fyrri hálfleiks en í seinni hálfleik skoraði hann fyrst úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og svo eftir mikinn og langan sprett inn í vítateiginn.Öll mörkin má sjá hér að neðan en leikurinn var sýndur á RÚV. Albert Guðmundsson jafnar fyrir Ísland á annarri mínútu viðbótartíma fyrri hálfleiks. 1-1 í hálfleik. Fyrsta A-landsliðsmark Alberts. #INDISL pic.twitter.com/KQ5ejt4A4Y — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert bætti öðru marki sínu við úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 64. mínútu. #INDISL pic.twitter.com/WREuyTxYJm — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Og Albert kominn með þrennuna gegn Indónesíu. 4-1 fyrir Ísland. #INDISL pic.twitter.com/wLbwxGlMFi — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert lagði upp fjögur mörk íslenska liðsins í 6-0 sigrinum í fyrri leiknum en fór þá illa með nokkur góð færi. Hann var hinsvegar búinn að finna skotskóna sína í seinni leiknum. Ríkharður heitinn Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Hér fylgist hann með sínum mönnum á Skaganum.Vísir/PjeturRíkharður Jónsson var aðeins 21 árs gamall og sjö mánuðum betur þeagr hann skoraði fernu á móti Svíum sumarið 1951. Ríkharður á því enn metið yfir þann yngsta sem hefur skorað fernu í A-landsleik. Ríkharður hefur verið að missa markametin sín á síðustu árum en ætti að geta haldið því meti eitthvað lengur. Auk þess að bæta þetta met þá varð Albert ennfremur fyrsti varamaðurinn sem skorar þrennu fyrir íslenska landsliðið.Yngstu leikmenn til að skora þrennu í A-landsleik karla:20 ára og 7 mánaða Albert Guðmundsson - 3 mörk á móti Indónesíu 14. janúar 201821 árs, 7 mánaða og 17 daga Ríkharður Jónsson - 4 mörk á móti Svíþjóð 29. júní 195122 ára, 10 mánaða og 11 daga Jóhann Berg Guðmundsson - 3 mörk á móti Sviss 6. september 201322 ára, 10 mánaða og 26 daga Ragnar Margeirsson - 3 mörk á móti Færeyjum 10. júlí 198523 ára, 5 mánaða og 9 daga Teitur Þórðarson - 3 mörk á móti Færeyjum 23. júní 1975 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. Ríkharður átti metið allt þar til í gær að Albert Guðmundsson sló það með því að skora þrennu í 4-1 sigri á Indónesíu. Albert Guðmundsson er fæddur um miðjan júnímánuð 1997 og er því ekki enn búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Þetta var líka aðeins hans þriðji A-landsleikur. Albert var ekki í byrjunarliðinu en kom inná snemma leiks. Hann skoraði fyrsta markið sitt á lokasekúndu fyrri hálfleiks en í seinni hálfleik skoraði hann fyrst úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og svo eftir mikinn og langan sprett inn í vítateiginn.Öll mörkin má sjá hér að neðan en leikurinn var sýndur á RÚV. Albert Guðmundsson jafnar fyrir Ísland á annarri mínútu viðbótartíma fyrri hálfleiks. 1-1 í hálfleik. Fyrsta A-landsliðsmark Alberts. #INDISL pic.twitter.com/KQ5ejt4A4Y — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert bætti öðru marki sínu við úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 64. mínútu. #INDISL pic.twitter.com/WREuyTxYJm — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Og Albert kominn með þrennuna gegn Indónesíu. 4-1 fyrir Ísland. #INDISL pic.twitter.com/wLbwxGlMFi — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert lagði upp fjögur mörk íslenska liðsins í 6-0 sigrinum í fyrri leiknum en fór þá illa með nokkur góð færi. Hann var hinsvegar búinn að finna skotskóna sína í seinni leiknum. Ríkharður heitinn Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Hér fylgist hann með sínum mönnum á Skaganum.Vísir/PjeturRíkharður Jónsson var aðeins 21 árs gamall og sjö mánuðum betur þeagr hann skoraði fernu á móti Svíum sumarið 1951. Ríkharður á því enn metið yfir þann yngsta sem hefur skorað fernu í A-landsleik. Ríkharður hefur verið að missa markametin sín á síðustu árum en ætti að geta haldið því meti eitthvað lengur. Auk þess að bæta þetta met þá varð Albert ennfremur fyrsti varamaðurinn sem skorar þrennu fyrir íslenska landsliðið.Yngstu leikmenn til að skora þrennu í A-landsleik karla:20 ára og 7 mánaða Albert Guðmundsson - 3 mörk á móti Indónesíu 14. janúar 201821 árs, 7 mánaða og 17 daga Ríkharður Jónsson - 4 mörk á móti Svíþjóð 29. júní 195122 ára, 10 mánaða og 11 daga Jóhann Berg Guðmundsson - 3 mörk á móti Sviss 6. september 201322 ára, 10 mánaða og 26 daga Ragnar Margeirsson - 3 mörk á móti Færeyjum 10. júlí 198523 ára, 5 mánaða og 9 daga Teitur Þórðarson - 3 mörk á móti Færeyjum 23. júní 1975
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira