
Hugleiðingar um votlendi - eru náttúruleg ferli á Íslandi öðruvísi en erlendis?
Á Íslandi eru stór framræst landsvæði í lítilli notkun. Margir landeigendur, ríki, sveitafélög, bændur og einkaaðilar hafa hug á því að endurheimta þessi landssvæði og stuðla þannig að minni losun gróðurhúsalofttegunda, temprun vatnssveifla og aukinni fjölbreytni í fuglalífi og gróðri á svæðinu.
Í Bændablaðinu 25. janúar er opnugrein eftir þá Dr. Þorstein Guðmundsson og Dr. Guðna Þorlvaldsson og umfjöllun á forsíðunni. Þeir félagar draga ýmislegt fram varðandi óvissu og skort á rannsóknum á votlendi og endurheimt en efast ekki um að losun á sér stað á fjölmörgum stöðum. Ekkert af því sem þeir draga fram er nýtt eða kemur á óvart enda allt of lítið fé fengist til rannsókna og mælinga á gasjafnvægi á framræstu landi.
Rannsóknir íslenskra vísindamanna hafa sýnt að framræsla mýra á Íslandi hefur sömu áhrif og erlendis, enda engin ástæða til að ætla annað en að sömu náttúrulegu ferlin fari þá í gang þar sem örverur nýta sér lífræna efnið sem safnast hefur upp í mýrum síðastliðin árhundruð til orkumyndunar. Til þess þurfa þær súrefni og losa frá sér koldíoxíð. Þegar mýrin er endurheimt og vatni aftur hleypt á hana, fá örverurnar ekkert súrefni og geta því ekki nýtt lífræna efnið og hætta því að losa koltvísýring. Hægara ferli fer þá í gang þar sem örverur losa metan en það er miklum mun hægara og því er loftslagsávinningurinn við það að endurheimta votlendi mjög mikill. Að auki losnar hlátursgas úr jarðvegi við framræslu í mjög litlum mæli en hefur samt áhrif á heildarjöfnuna þar sem hún er margfalt öflugari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð og metan.
Þeir Þorsteinn og Guðni velta fyrir sér hvort ekki sé vænlegra að auka ræktun á framræstu landi til að auka bindingu. Það getur að sjálfsögðu átt við í einhverjum tilvikum þar sem viðkomandi landeigandi á ekki kost á öðru landi. Við viljum og þurfum að ná árangri í loftslagsmálum og teljum því að endurheimta eigi framræst land sem ekki er í notkun og taka til ræktunar lítt gróið og illa farið land eins og fjölmargir bændur eru að gera í samstarfi við Landgræðsluna í verkefnunum Bændur græða landið og í verkefnum Landbótasjóðs.
Fráleitt er að halda því fram að endurheimt votlendis hamli möguleikum bænda til túnræktar og annarrar landnýtingar enda er landeigendum frjálst að taka þátt í slíkum aðgerðum. Þar er verið að beita hræðsluáróðri sem á ekki við nein rök að styðjast.
Endurheimt votlendis hefur af lítt skiljanlegum ástæðum verið mætt af mikilli andsstöðu á Íslandi og ráðamenn hafa ekki enn tekið af skarið og valið endurheimt votlendis til þess að berjast við loftslagsvána. Þar hafa efasemdarmenn borið fyrir sig skort á rannsóknum á endurheimtaraðgerðum á Íslandi og óvissu í bæði tölum um losun og heildarflatarmál framræstra svæða. Eins og í öllum vísindarannsóknum er óvissa í mælingum og þegar um er að ræða líffræðileg kerfi er óvissan alltaf töluverð. Við vitum þó að á Íslandi voru grafnir tæplega 40 þúsund kílómetrar af skurðum á síðustu öld og af þeim hafa 34 þúsund kílómetrar verið kortlagðir. Flatarmál raskaðra votlenda er því augljóslega mjög stórt og hefur verið vel kortlagt. Við vitum líka að framræst votlendi losar mikið af gróðurhúsalofttegunum vegna ítarlega rannsókna síðastliðinna áratuga erlendis og á Íslandi.
Landeigendur á Íslandi sem hafa áhuga á því að endurheimt votlendi í sinni eigu geta því núna strax farið af stað og lagt sitt af mörkum. Brýnt er að tryggja fjármagn til þessa og þar þarf ríkið en einnig einkaaðilar að koma að. Hópur áhugafólks hefur unnið að stofnun Votlendissjóðsins síðastliðna mánuði en hann hefur það markmið að tengja saman þá sem vilja leggja sitt af mörkum fjárhagslega í baráttunni gegn loftslagsvánni og eigendur raskaðra votlenda sem vilja endurheimta þeirra fyrri virkni.
Berjumst saman gegn loftslagsvánni afkomendum okkar til heilla.
Dr. Auður Magnúsdóttir, forseti Auðlinda og umhverfisdeildar LbhÍ
Dr. Árni Bragason, landgræðslustjóri
Skoðun

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar