Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 10:00 Stelpurnar í bandaríska fimleikaliðinu sem vann ÓL-gull í London 2012. Fjórar þeirra voru misnotaðar af Nassar. Vísir/Getty Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. Læknirinn Larry Nassar er á leiðinni í fangelsi en það er líka ljóst að miklar breytingar eru framundan hjá bandaríska fimleikasambandinu. Það hefur þó tekið sinn tíma að fá fólk hjá sambandinu til að taka ábyrgð á málinu en eftir að hver konan á fætur annarri hefur komið fram og sagt frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassar þá ákvað forystufólk sambandsins að segja af sér. Þrír hátt settir stjórnarmenn bandaríska fimleikasambandsins létu af störfum í gær en það eru formaður fimleikasambandsins Paul Parilla,, varaformaðurinn Jay Binder og gjaldkerinn Bitsy Kelley. NBC segir frá. Síðast en ekki síst þá hefur John Geddert, þjálfara fimleikalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og nánum samstarfsmanni Larry Nassar, verið vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á málum hans. Fjórir liðsmenn bandaríska liðsins sem vann Ólympíugullið í London 2012, Aly Raisman, Jordyn Wieber, Gabby Douglas og McKayla Maroney, eru meðal þeirra sem voru misnotaðar af Larry Nassar. Meira en hundrað konur hafa sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni Larry Nassar. Hann hefur sjálfur játað á sig tíu kynferðisbrot og gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir það. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Talsmaður bandarísku Ólympíunefndarnnar greindi einnig frá því að háttsettir menn innan nefndarinnar hefðu beðið Parilla um að segja af sér 11. janúar síðastliðinn á sérstökum fundi í Colorado. „Við styðjum ákvörðun þeirra að segja af sér á þessum tímapunkti,“ sagði Kerry Perry, sem er núverandi forseti og framkvæmdastjóri bandaríska fimleiksambandsins. „Við trúum því að þetta skref muni gefa okkur betra tækifæri til að koma á breytingum innan sambandsins,“ sagði Perry. Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. Læknirinn Larry Nassar er á leiðinni í fangelsi en það er líka ljóst að miklar breytingar eru framundan hjá bandaríska fimleikasambandinu. Það hefur þó tekið sinn tíma að fá fólk hjá sambandinu til að taka ábyrgð á málinu en eftir að hver konan á fætur annarri hefur komið fram og sagt frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassar þá ákvað forystufólk sambandsins að segja af sér. Þrír hátt settir stjórnarmenn bandaríska fimleikasambandsins létu af störfum í gær en það eru formaður fimleikasambandsins Paul Parilla,, varaformaðurinn Jay Binder og gjaldkerinn Bitsy Kelley. NBC segir frá. Síðast en ekki síst þá hefur John Geddert, þjálfara fimleikalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og nánum samstarfsmanni Larry Nassar, verið vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á málum hans. Fjórir liðsmenn bandaríska liðsins sem vann Ólympíugullið í London 2012, Aly Raisman, Jordyn Wieber, Gabby Douglas og McKayla Maroney, eru meðal þeirra sem voru misnotaðar af Larry Nassar. Meira en hundrað konur hafa sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni Larry Nassar. Hann hefur sjálfur játað á sig tíu kynferðisbrot og gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir það. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Talsmaður bandarísku Ólympíunefndarnnar greindi einnig frá því að háttsettir menn innan nefndarinnar hefðu beðið Parilla um að segja af sér 11. janúar síðastliðinn á sérstökum fundi í Colorado. „Við styðjum ákvörðun þeirra að segja af sér á þessum tímapunkti,“ sagði Kerry Perry, sem er núverandi forseti og framkvæmdastjóri bandaríska fimleiksambandsins. „Við trúum því að þetta skref muni gefa okkur betra tækifæri til að koma á breytingum innan sambandsins,“ sagði Perry.
Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Sjá meira
Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30
Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44