Svarthvítar hetjur Dior Ritstjórn skrifar 23. janúar 2018 09:15 Glamour/Getty Maria Grazia Chiuri sýndi haute couture línu tískuhússins Christian Dior á hátískuvikunni í París. Chiuri hélt sig áfram á femínískri línu og var sýningin innblásinn af súrealisma og argentísku listakonunni Leonor Fini. „Súrealismi snýst um drauma og hið ómeðvitaða, og oft um kvenlíkamann. Það er í raun mjög nálægt tísku,“ sagði Chiuri um línuna. Fyrirsæturnar voru margar með svartar grímur, málaðar eða í plasti og voru litirnir svartur og hvítur uppistaðan í línunni. Chiuri hefur á stuttum tíma og með feminískum áhrifum sínum tekist að gera Dior að eftirsóknarverður merki, sérstaklega fyrir stjörnurnar að klæðast í þeirri bylgju sem núna ríður yfir þar sem rauði dregilinn er til dæmis notaður til að tjá pólitískar skoðanir. Við munum eflaust sjá eitthvað af þessum kjólum hér á verðlaunaafhendingunum framundan. Tíska og hönnun Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Heiða rokkaði á rauða dreglinum Glamour Beint af tískupallinum í sölu Glamour iglo+indi með tískusýningu í Flórens Glamour iglo + indi í samstarf við Kærleiksbirnina Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Dóttir Annie Lennox og Joan Jett fyrir Levi's Glamour
Maria Grazia Chiuri sýndi haute couture línu tískuhússins Christian Dior á hátískuvikunni í París. Chiuri hélt sig áfram á femínískri línu og var sýningin innblásinn af súrealisma og argentísku listakonunni Leonor Fini. „Súrealismi snýst um drauma og hið ómeðvitaða, og oft um kvenlíkamann. Það er í raun mjög nálægt tísku,“ sagði Chiuri um línuna. Fyrirsæturnar voru margar með svartar grímur, málaðar eða í plasti og voru litirnir svartur og hvítur uppistaðan í línunni. Chiuri hefur á stuttum tíma og með feminískum áhrifum sínum tekist að gera Dior að eftirsóknarverður merki, sérstaklega fyrir stjörnurnar að klæðast í þeirri bylgju sem núna ríður yfir þar sem rauði dregilinn er til dæmis notaður til að tjá pólitískar skoðanir. Við munum eflaust sjá eitthvað af þessum kjólum hér á verðlaunaafhendingunum framundan.
Tíska og hönnun Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Heiða rokkaði á rauða dreglinum Glamour Beint af tískupallinum í sölu Glamour iglo+indi með tískusýningu í Flórens Glamour iglo + indi í samstarf við Kærleiksbirnina Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Dóttir Annie Lennox og Joan Jett fyrir Levi's Glamour