Jagiellonia Bialystok hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og er sem stendur í fjórða sæti eftir 21 umferð á yfirstandandi tímabili.
Böðvar hefur áður farið út í atvinnumennsku en hann var lánaður til Midtjylland í byrjun árs 2016. Hann hefur verið einn besti leikmaður FH undanfarin misseri.
Þessi öflugi bakvörður á að baki 84 deildar- og bikarleiki með FH en hann varð meistari með liðinu 2015 og 2016.
Knattspyrnudeild FH hefur selt Böðvar Böðvarsson til pólska úrvalsdeildarfélagsins Jagiellonia Bialystok. Við FH-ingar þökkum Bödda fyrir hans frábæra tíma hjá félaginu og óskum honum góðs gengis á nýjum vettvangi. #ViðerumFH #TakkBöddi #fotboltinet pic.twitter.com/bE5ce0e43y
— FHingar.net (@fhingar) January 31, 2018