Sögð hafa náð samkomulagi um myndun stjórnar Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2018 09:51 Martin Schulz, leiðtogi SDP, Horst Seehofer, leiðtogi CSU og Angela Merkel, leiðtogi CDU. Vísir/afp Rúmum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar gengu til kosninga hefur Kristilegum demókrötum (CDU og CSU) og Jafnaðarmönnum (SPD) tekist að ná saman um stjórnarsáttmála að því er heimildir fjölmiðla ytra herma. Verið er að skipta ráðuneytum á milli flokkanna og segja þýskir fjölmiðlar að fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins muni gegna embætti fjármálaráðherra og hefur nafn Olaf Scholz, borgarstjóra Hamborgar, verið nefnt í því samhengi. Þá greinir Bild frá því að Martin Schulz, leiðtogi SPD, verði nýr utanríkisráðherra og Horst Seehofer, leiðtogi CSU, nýr innanríkisráðherra. Um 463 þúsund meðlimir Jafnaðarmannaflokksins munu nú greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann í póstkosningu, en talsverðrar andstöðu gætir um myndun stjórnarinnar innan flokksins. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í byrjun mars. Martin Schulz, leiðtogi SPD, mun nú ferðast um landið til fundar við flokksmenn til að afla stuðnings við sáttmálann.Ekkert meistaraverk Samningamenn flokkanna hafa verið á linnulausum fundum frá því á þriðjudag. Fulltrúar flokkanna hafa sagt alla þurft að gefa eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að hægt sé að mynda starfhæfa stjórn og þannig koma í veg fyrir myndun óstöðugrar minnihlutastjórnar eða þá að boða þurfi til nýrra kosninga. SPD hefur þegar reynt að draga úr væntingum meðlima flokksins með því að segja sáttmálann „ekki vera meistaraverk“. Angela Merkel, kanslari og leiðtogi CDU, hefur sagt flokkinn hafa þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir. Þó væri nauðsynlegt að koma á stöðugleika í landinu sem fyrst á þessum óvissutímum á mörkuðum.Húsnæðisbarnabætur Jafnaðarmenn þvertóku í fyrstu fyrir að fara í ríkisstjórn með Angelu Merkel og Kristilegum demókrötum en eftir að allar aðrar raunhæfar leiðir höfðu verið reyndar varð þetta niðurstaðan. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur verið breytingar á lögum um innflytjendur, réttindi verkafólks og sjúkratryggingar. Flokkarnir virðist nú hafa náð samkomulagi, einnig um svokallaðar „húsnæðisbarnabætur“, bætur til barnafjölskyldna sem vilja byggja ný hús. Þá hafa flokkarnir náð saman um að draga úr hækkunum á leigumarkaði og að gripið verði til aðgerða til að styðja við uppbyggingu á landsbyggðinni.Dregur úr fylgi Þrátt fyrir að hafa tapað talsverðu fylgi í kosningunum þá eru þeir þeir stærstu á þýska sambandsþinginu. Flokkarnir mynduðu saman stjórn eftir kosningarnar 2013, og er því nú verið að semja um endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Ný skoðanakönnun INSA sýnir að stuðningur við SPD hafi aldrei mælst minni. Stuðningur við flokkinn mælist nú um 17 prósent, samanborið við 20,5 prósent í kosningunum þann 24. september síðastliðinn, sem var versta útkoma flokksins í kosningum frá árinu 1949. Sömuleiðis hefur dregið úr stuðningi við Kristilega demókrata og mælist hann nú 30,5 prósent samanborið við 32,9 prósent í kosningunum. Stuðningur við hægri þjóðernisflokkinn AfD hefur hins vegar aukist - farið úr 12,6 prósent í kosningunum í 15 prósent nú. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Rúmum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar gengu til kosninga hefur Kristilegum demókrötum (CDU og CSU) og Jafnaðarmönnum (SPD) tekist að ná saman um stjórnarsáttmála að því er heimildir fjölmiðla ytra herma. Verið er að skipta ráðuneytum á milli flokkanna og segja þýskir fjölmiðlar að fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins muni gegna embætti fjármálaráðherra og hefur nafn Olaf Scholz, borgarstjóra Hamborgar, verið nefnt í því samhengi. Þá greinir Bild frá því að Martin Schulz, leiðtogi SPD, verði nýr utanríkisráðherra og Horst Seehofer, leiðtogi CSU, nýr innanríkisráðherra. Um 463 þúsund meðlimir Jafnaðarmannaflokksins munu nú greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann í póstkosningu, en talsverðrar andstöðu gætir um myndun stjórnarinnar innan flokksins. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í byrjun mars. Martin Schulz, leiðtogi SPD, mun nú ferðast um landið til fundar við flokksmenn til að afla stuðnings við sáttmálann.Ekkert meistaraverk Samningamenn flokkanna hafa verið á linnulausum fundum frá því á þriðjudag. Fulltrúar flokkanna hafa sagt alla þurft að gefa eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að hægt sé að mynda starfhæfa stjórn og þannig koma í veg fyrir myndun óstöðugrar minnihlutastjórnar eða þá að boða þurfi til nýrra kosninga. SPD hefur þegar reynt að draga úr væntingum meðlima flokksins með því að segja sáttmálann „ekki vera meistaraverk“. Angela Merkel, kanslari og leiðtogi CDU, hefur sagt flokkinn hafa þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir. Þó væri nauðsynlegt að koma á stöðugleika í landinu sem fyrst á þessum óvissutímum á mörkuðum.Húsnæðisbarnabætur Jafnaðarmenn þvertóku í fyrstu fyrir að fara í ríkisstjórn með Angelu Merkel og Kristilegum demókrötum en eftir að allar aðrar raunhæfar leiðir höfðu verið reyndar varð þetta niðurstaðan. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur verið breytingar á lögum um innflytjendur, réttindi verkafólks og sjúkratryggingar. Flokkarnir virðist nú hafa náð samkomulagi, einnig um svokallaðar „húsnæðisbarnabætur“, bætur til barnafjölskyldna sem vilja byggja ný hús. Þá hafa flokkarnir náð saman um að draga úr hækkunum á leigumarkaði og að gripið verði til aðgerða til að styðja við uppbyggingu á landsbyggðinni.Dregur úr fylgi Þrátt fyrir að hafa tapað talsverðu fylgi í kosningunum þá eru þeir þeir stærstu á þýska sambandsþinginu. Flokkarnir mynduðu saman stjórn eftir kosningarnar 2013, og er því nú verið að semja um endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Ný skoðanakönnun INSA sýnir að stuðningur við SPD hafi aldrei mælst minni. Stuðningur við flokkinn mælist nú um 17 prósent, samanborið við 20,5 prósent í kosningunum þann 24. september síðastliðinn, sem var versta útkoma flokksins í kosningum frá árinu 1949. Sömuleiðis hefur dregið úr stuðningi við Kristilega demókrata og mælist hann nú 30,5 prósent samanborið við 32,9 prósent í kosningunum. Stuðningur við hægri þjóðernisflokkinn AfD hefur hins vegar aukist - farið úr 12,6 prósent í kosningunum í 15 prósent nú.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00