Sögð hafa náð samkomulagi um myndun stjórnar Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2018 09:51 Martin Schulz, leiðtogi SDP, Horst Seehofer, leiðtogi CSU og Angela Merkel, leiðtogi CDU. Vísir/afp Rúmum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar gengu til kosninga hefur Kristilegum demókrötum (CDU og CSU) og Jafnaðarmönnum (SPD) tekist að ná saman um stjórnarsáttmála að því er heimildir fjölmiðla ytra herma. Verið er að skipta ráðuneytum á milli flokkanna og segja þýskir fjölmiðlar að fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins muni gegna embætti fjármálaráðherra og hefur nafn Olaf Scholz, borgarstjóra Hamborgar, verið nefnt í því samhengi. Þá greinir Bild frá því að Martin Schulz, leiðtogi SPD, verði nýr utanríkisráðherra og Horst Seehofer, leiðtogi CSU, nýr innanríkisráðherra. Um 463 þúsund meðlimir Jafnaðarmannaflokksins munu nú greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann í póstkosningu, en talsverðrar andstöðu gætir um myndun stjórnarinnar innan flokksins. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í byrjun mars. Martin Schulz, leiðtogi SPD, mun nú ferðast um landið til fundar við flokksmenn til að afla stuðnings við sáttmálann.Ekkert meistaraverk Samningamenn flokkanna hafa verið á linnulausum fundum frá því á þriðjudag. Fulltrúar flokkanna hafa sagt alla þurft að gefa eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að hægt sé að mynda starfhæfa stjórn og þannig koma í veg fyrir myndun óstöðugrar minnihlutastjórnar eða þá að boða þurfi til nýrra kosninga. SPD hefur þegar reynt að draga úr væntingum meðlima flokksins með því að segja sáttmálann „ekki vera meistaraverk“. Angela Merkel, kanslari og leiðtogi CDU, hefur sagt flokkinn hafa þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir. Þó væri nauðsynlegt að koma á stöðugleika í landinu sem fyrst á þessum óvissutímum á mörkuðum.Húsnæðisbarnabætur Jafnaðarmenn þvertóku í fyrstu fyrir að fara í ríkisstjórn með Angelu Merkel og Kristilegum demókrötum en eftir að allar aðrar raunhæfar leiðir höfðu verið reyndar varð þetta niðurstaðan. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur verið breytingar á lögum um innflytjendur, réttindi verkafólks og sjúkratryggingar. Flokkarnir virðist nú hafa náð samkomulagi, einnig um svokallaðar „húsnæðisbarnabætur“, bætur til barnafjölskyldna sem vilja byggja ný hús. Þá hafa flokkarnir náð saman um að draga úr hækkunum á leigumarkaði og að gripið verði til aðgerða til að styðja við uppbyggingu á landsbyggðinni.Dregur úr fylgi Þrátt fyrir að hafa tapað talsverðu fylgi í kosningunum þá eru þeir þeir stærstu á þýska sambandsþinginu. Flokkarnir mynduðu saman stjórn eftir kosningarnar 2013, og er því nú verið að semja um endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Ný skoðanakönnun INSA sýnir að stuðningur við SPD hafi aldrei mælst minni. Stuðningur við flokkinn mælist nú um 17 prósent, samanborið við 20,5 prósent í kosningunum þann 24. september síðastliðinn, sem var versta útkoma flokksins í kosningum frá árinu 1949. Sömuleiðis hefur dregið úr stuðningi við Kristilega demókrata og mælist hann nú 30,5 prósent samanborið við 32,9 prósent í kosningunum. Stuðningur við hægri þjóðernisflokkinn AfD hefur hins vegar aukist - farið úr 12,6 prósent í kosningunum í 15 prósent nú. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Rúmum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar gengu til kosninga hefur Kristilegum demókrötum (CDU og CSU) og Jafnaðarmönnum (SPD) tekist að ná saman um stjórnarsáttmála að því er heimildir fjölmiðla ytra herma. Verið er að skipta ráðuneytum á milli flokkanna og segja þýskir fjölmiðlar að fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins muni gegna embætti fjármálaráðherra og hefur nafn Olaf Scholz, borgarstjóra Hamborgar, verið nefnt í því samhengi. Þá greinir Bild frá því að Martin Schulz, leiðtogi SPD, verði nýr utanríkisráðherra og Horst Seehofer, leiðtogi CSU, nýr innanríkisráðherra. Um 463 þúsund meðlimir Jafnaðarmannaflokksins munu nú greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann í póstkosningu, en talsverðrar andstöðu gætir um myndun stjórnarinnar innan flokksins. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í byrjun mars. Martin Schulz, leiðtogi SPD, mun nú ferðast um landið til fundar við flokksmenn til að afla stuðnings við sáttmálann.Ekkert meistaraverk Samningamenn flokkanna hafa verið á linnulausum fundum frá því á þriðjudag. Fulltrúar flokkanna hafa sagt alla þurft að gefa eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að hægt sé að mynda starfhæfa stjórn og þannig koma í veg fyrir myndun óstöðugrar minnihlutastjórnar eða þá að boða þurfi til nýrra kosninga. SPD hefur þegar reynt að draga úr væntingum meðlima flokksins með því að segja sáttmálann „ekki vera meistaraverk“. Angela Merkel, kanslari og leiðtogi CDU, hefur sagt flokkinn hafa þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir. Þó væri nauðsynlegt að koma á stöðugleika í landinu sem fyrst á þessum óvissutímum á mörkuðum.Húsnæðisbarnabætur Jafnaðarmenn þvertóku í fyrstu fyrir að fara í ríkisstjórn með Angelu Merkel og Kristilegum demókrötum en eftir að allar aðrar raunhæfar leiðir höfðu verið reyndar varð þetta niðurstaðan. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur verið breytingar á lögum um innflytjendur, réttindi verkafólks og sjúkratryggingar. Flokkarnir virðist nú hafa náð samkomulagi, einnig um svokallaðar „húsnæðisbarnabætur“, bætur til barnafjölskyldna sem vilja byggja ný hús. Þá hafa flokkarnir náð saman um að draga úr hækkunum á leigumarkaði og að gripið verði til aðgerða til að styðja við uppbyggingu á landsbyggðinni.Dregur úr fylgi Þrátt fyrir að hafa tapað talsverðu fylgi í kosningunum þá eru þeir þeir stærstu á þýska sambandsþinginu. Flokkarnir mynduðu saman stjórn eftir kosningarnar 2013, og er því nú verið að semja um endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Ný skoðanakönnun INSA sýnir að stuðningur við SPD hafi aldrei mælst minni. Stuðningur við flokkinn mælist nú um 17 prósent, samanborið við 20,5 prósent í kosningunum þann 24. september síðastliðinn, sem var versta útkoma flokksins í kosningum frá árinu 1949. Sömuleiðis hefur dregið úr stuðningi við Kristilega demókrata og mælist hann nú 30,5 prósent samanborið við 32,9 prósent í kosningunum. Stuðningur við hægri þjóðernisflokkinn AfD hefur hins vegar aukist - farið úr 12,6 prósent í kosningunum í 15 prósent nú.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00