Uppgjör við fyrrverandi formann kostaði KSÍ ellefu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2018 11:00 Guðni Bergsson hefur verið tæplega ár í starfi formanns KSÍ. Hann hafði betur í formannskjöri gegn Birni Einarssyni á ársþinginu í Vestmannaeyjum í fyrra. KSÍ 100 milljóna króna rekstrarhagnaður varð hjá KSÍ á liðnu ári samanborið við 860 milljónir árið áður. Skýrist munurinn að mestu í tekjum sem KSÍ hafði árið 2016 vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi það ár. Rekstrartekjur á liðnu ári námu um 1380 milljónum króna en gjöldin 1279 milljónum króna. Eigið fé KSÍ var 539 milljónir króna í árslok. 179 milljónir króna fóru frá KSÍ til aðildarfélaganna til að styrkja barna- og unglingastarf, vegna leyfiskerfis, mannvirkja og fleira samkvæmt því sem fram kemur á vef KSÍ. Þar segir jafnframt að rekstur sambandsins sé í jafnvægi og fjárhagsstaðan traust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu KSÍ sem birt var í gær. Um er að ræða fyrstu ársskýrslu sambandsins undir formennsku Guðna Bergssonar sem tók við formennsku hjá KSÍ á ársþingi sambandsins fyrir tæpu ári. Gert upp við fyrrverandi formann Skrifstofu- og rekstrarkostnaður Knattspyrnusambands Íslands jókst um 36 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Launakostnaður á skrifstofunni, sem taldi 18 starfsgildi í fyrra en 17 árið áður, jókst um 4 prósent á milli ára en launatengd gjöld um rúmlega 60 prósent, úr 69 milljónum króna í 94 milljónir króna. Spilar þar líklega stærstan þátt laun og launauppgjör fyrir fyrrverandi formann sambandsins, Geir Þorsteinsson sem kostaði sambandið 11 milljónir króna í fyrra. Ekki liggur fyrir hvers vegna uppgjörið við fyrrverandi formann kostaði 11 milljónir króna. Vísir hefur sent KSÍ fyrirspurn og óskað eftir nánari skýringum á uppgjöri við fyrrverandi formann og aukinn skrifstofukostnað á liðnu ári. Fram kemur í ársskýrslunni að laun og bifreiðastyrkur til formannsins Guðna Bergssonar og framkvæmdastjórans Klöru Bjartmarz námu um 15 milljónum króna á mann á árinu. Guðni hóf störf hjá sambandinu 13. febrúar í fyrra og fékk því ekki laun fyrr en þá. Klara hefur starfað hjá sambandinu í á þriðja áratug. Samkvæmt því eru laun formanns og bílastyrkur um tíu prósent hærri en framkvæmdastjórans.1,3 í mánaðarlaun Athygli hefur vakið í ársskýrslum KSÍ undanfarin ár að laun formanns og framkvæmdastjóra hafa verið tekin saman í eina tölu. Var það samkvæmt heimildum Vísis í óþökk fyrrverandi framkvæmdastjóra, Þóris Hákonarsonar, þar sem laun hans voru lægri en þáverandi formanns, Geir Þorsteinssonar. Í fundargerð KSÍ frá því 30. mars 2017 sem birt var á heimasíðu sambandsins rúmum þremur vikum síðar kom fram að laun formanns KSÍ yrðu 1283 þúsund krónur á mánuði, 15,4 milljónir í árslaun auk bifreiðahlunninda að hámarki 150 þúsund krónur. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
100 milljóna króna rekstrarhagnaður varð hjá KSÍ á liðnu ári samanborið við 860 milljónir árið áður. Skýrist munurinn að mestu í tekjum sem KSÍ hafði árið 2016 vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi það ár. Rekstrartekjur á liðnu ári námu um 1380 milljónum króna en gjöldin 1279 milljónum króna. Eigið fé KSÍ var 539 milljónir króna í árslok. 179 milljónir króna fóru frá KSÍ til aðildarfélaganna til að styrkja barna- og unglingastarf, vegna leyfiskerfis, mannvirkja og fleira samkvæmt því sem fram kemur á vef KSÍ. Þar segir jafnframt að rekstur sambandsins sé í jafnvægi og fjárhagsstaðan traust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu KSÍ sem birt var í gær. Um er að ræða fyrstu ársskýrslu sambandsins undir formennsku Guðna Bergssonar sem tók við formennsku hjá KSÍ á ársþingi sambandsins fyrir tæpu ári. Gert upp við fyrrverandi formann Skrifstofu- og rekstrarkostnaður Knattspyrnusambands Íslands jókst um 36 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Launakostnaður á skrifstofunni, sem taldi 18 starfsgildi í fyrra en 17 árið áður, jókst um 4 prósent á milli ára en launatengd gjöld um rúmlega 60 prósent, úr 69 milljónum króna í 94 milljónir króna. Spilar þar líklega stærstan þátt laun og launauppgjör fyrir fyrrverandi formann sambandsins, Geir Þorsteinsson sem kostaði sambandið 11 milljónir króna í fyrra. Ekki liggur fyrir hvers vegna uppgjörið við fyrrverandi formann kostaði 11 milljónir króna. Vísir hefur sent KSÍ fyrirspurn og óskað eftir nánari skýringum á uppgjöri við fyrrverandi formann og aukinn skrifstofukostnað á liðnu ári. Fram kemur í ársskýrslunni að laun og bifreiðastyrkur til formannsins Guðna Bergssonar og framkvæmdastjórans Klöru Bjartmarz námu um 15 milljónum króna á mann á árinu. Guðni hóf störf hjá sambandinu 13. febrúar í fyrra og fékk því ekki laun fyrr en þá. Klara hefur starfað hjá sambandinu í á þriðja áratug. Samkvæmt því eru laun formanns og bílastyrkur um tíu prósent hærri en framkvæmdastjórans.1,3 í mánaðarlaun Athygli hefur vakið í ársskýrslum KSÍ undanfarin ár að laun formanns og framkvæmdastjóra hafa verið tekin saman í eina tölu. Var það samkvæmt heimildum Vísis í óþökk fyrrverandi framkvæmdastjóra, Þóris Hákonarsonar, þar sem laun hans voru lægri en þáverandi formanns, Geir Þorsteinssonar. Í fundargerð KSÍ frá því 30. mars 2017 sem birt var á heimasíðu sambandsins rúmum þremur vikum síðar kom fram að laun formanns KSÍ yrðu 1283 þúsund krónur á mánuði, 15,4 milljónir í árslaun auk bifreiðahlunninda að hámarki 150 þúsund krónur.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti