Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 19:35 Lögregla og sérsveit fluttu nemendur burt af vettvangi. Vísir/Getty Skotárásin í Flórída í gær er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. Þetta var átjánda skotárásin í skólum í Bandaríkjunum á þessu ári. Morðinginn var handtekinn þar sem hann reyndi að blandast hópi nemenda sem flúðu skólann. Það má segja að morðæði hafi gripið um sig í skólum í Bandaríkjunum því á aðeins sjö vikum sem liðnar eru af þessu ári hafa átján skotárásir átt sér stað í opinberum skólum í landinu. Þegar kennslu var að ljúka í Douglas framhaldsskólanum í Parkland um sjötíu kílómetra frá Miami í Flórída í gær hóf Nikolas Cruze, nítján ára fyrrverandi nemandi í skólanum skothríð á nemendur og kennara skólans. Scott Israel lögreglustjóri á svæðinu var miður sín þegar hann talaði við fjölmiðla. „Þetta er hræðilegt, hörmulegt. Það hryggir okkur að segja að 17 manns hafi týnt lífi,“ sagði Israel en tugir manna að auki særðust í árásinni. Tólf féllu inni í skólanum en morðinginn skaut aðra fimm til bana utan við skólann. Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz var handtekinn þar sem hann reyndi að blanda sér í hóp nemenda og kennara sem flúðu skólann og náði einn nemenda skólans þessum myndum þegar lögregla færði hann í járn á skólalóðinni. „Við höfum þegar byrjað að kryfja vefsíður hans og samfélagsmiðla sem hann var á og sumt af því sem kom í ljós er mjög óhugnanlegt,“ sagði lögreglustjórinn. Ekki er vitað um ástæður þess að Cruze myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Hann var vopnaður AR-15 hríðskotariffli og var með mikið magn skotfæra á sér þegar hann var handtekinn. Jillian Davis fyrrverandi samnemandi á námskeiði ungliða í þjóðvarðliðinu segir Cruze hafa verið undarlegan. „Allir á námskeiðinu voru dálítið skrautlegir en hann var mjög sérkennilegur. Ég man bara óljóst hve sérkennilegur hann var en það var aðallega hvað hann var árásargjarn og þögull og feiminn þegar hann varð árásargjarn,“ segir Davis. Þingmenn og samtök sem berjast gegn almennri byssueign í Bandaríkjunum hafa áratugum saman reynt að fá að minnsta kosti sett bann á eign almennra borgara á sjálfvirkum vopnum sem í raun eru hönnuð fyrir hermenn í bardaga, án árangurs. Þetta var mannskæðasta morðárás í framhaldsskólum í Bandaríkjunum frá fjöldamorðunum Columbine framhaldsskólanum í Littelton í Colorado árið 1999. Þar myrtu tveir nemendur tólf nemendur og kennara en kvikmynd hefur verið gerð um þau voðaverk. Skotárás í Flórída Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Skotárásin í Flórída í gær er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. Þetta var átjánda skotárásin í skólum í Bandaríkjunum á þessu ári. Morðinginn var handtekinn þar sem hann reyndi að blandast hópi nemenda sem flúðu skólann. Það má segja að morðæði hafi gripið um sig í skólum í Bandaríkjunum því á aðeins sjö vikum sem liðnar eru af þessu ári hafa átján skotárásir átt sér stað í opinberum skólum í landinu. Þegar kennslu var að ljúka í Douglas framhaldsskólanum í Parkland um sjötíu kílómetra frá Miami í Flórída í gær hóf Nikolas Cruze, nítján ára fyrrverandi nemandi í skólanum skothríð á nemendur og kennara skólans. Scott Israel lögreglustjóri á svæðinu var miður sín þegar hann talaði við fjölmiðla. „Þetta er hræðilegt, hörmulegt. Það hryggir okkur að segja að 17 manns hafi týnt lífi,“ sagði Israel en tugir manna að auki særðust í árásinni. Tólf féllu inni í skólanum en morðinginn skaut aðra fimm til bana utan við skólann. Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz var handtekinn þar sem hann reyndi að blanda sér í hóp nemenda og kennara sem flúðu skólann og náði einn nemenda skólans þessum myndum þegar lögregla færði hann í járn á skólalóðinni. „Við höfum þegar byrjað að kryfja vefsíður hans og samfélagsmiðla sem hann var á og sumt af því sem kom í ljós er mjög óhugnanlegt,“ sagði lögreglustjórinn. Ekki er vitað um ástæður þess að Cruze myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Hann var vopnaður AR-15 hríðskotariffli og var með mikið magn skotfæra á sér þegar hann var handtekinn. Jillian Davis fyrrverandi samnemandi á námskeiði ungliða í þjóðvarðliðinu segir Cruze hafa verið undarlegan. „Allir á námskeiðinu voru dálítið skrautlegir en hann var mjög sérkennilegur. Ég man bara óljóst hve sérkennilegur hann var en það var aðallega hvað hann var árásargjarn og þögull og feiminn þegar hann varð árásargjarn,“ segir Davis. Þingmenn og samtök sem berjast gegn almennri byssueign í Bandaríkjunum hafa áratugum saman reynt að fá að minnsta kosti sett bann á eign almennra borgara á sjálfvirkum vopnum sem í raun eru hönnuð fyrir hermenn í bardaga, án árangurs. Þetta var mannskæðasta morðárás í framhaldsskólum í Bandaríkjunum frá fjöldamorðunum Columbine framhaldsskólanum í Littelton í Colorado árið 1999. Þar myrtu tveir nemendur tólf nemendur og kennara en kvikmynd hefur verið gerð um þau voðaverk.
Skotárás í Flórída Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira