Tískupallurinn var greinilega skíðabrekka og þar mátti sjá full af fatnaði sem mundi stela senunni í Bláfjöllum næsta vetur - silfur, demantar og ljós. Já, það var öllu tjaldað til.
Vélmennið sem kom á sviðið í upphafi með ofurfyrirsætunni Irinu Shayk í þröngum svörtum samfesting stal senunni. Ætli það hafi verið klætt í Plein? Þess má geta að það var fyrrum ritstjóri franska Vogue, Carine Roitfeldt sem stíliseraði sýninguna.
Skoðum smá brot af því sem fram fór á pallinum.





