Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 19:09 Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. Mynd/Alta.is Björgunarsveitir á Suður- og Norðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að manni í Hofsjökli. Samkvæmt heimildum fréttastofu týndist maðurinn í nýfundum íshelli á jöklinum og er þyrla Landhelgisgæslunnar á leið á staðinn. Veðurstofa hefur varað við ferðum í þennan helli. Þyrlan var úti fyrir Vestfjörðum þegar útkallið kom og fer þaðan á vettvang. Hún kom við á Ísafirði og sótti kafara sem fara beint á vettvang og er búist við því að þyrlan lendi um klukkan 19:30. Það er ekki vitað hvort maðurinn hafi fallið í hellinum eða hvort hann hafi lent í brennisteinsvetni og misst meðvitund. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi í samtali við fréttastofu. Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í þennan nýfundna íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. „Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ sagði meðal annars í tilkynningu Veðurstofu. Sjá einnig: Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti í samtali við Vísi að leitin væri á svæðinu við þennan ákveðna íshelli sem varað var við og að Björgunarsveitir hafi verið beðnar að koma sér á svæðið með miklum hraði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að athuga með að senda aðra þyrlu á vettvang og með henni reykkafara frá Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar. Mjög þungfært er á svæðinu og snjóað hefur inn í hellinn. Maðurinn var í skipulagðri ferð í hellinum þegar hann týndist. Uppfært kl: 19:35 Lögreglan á Suðurlandi var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna leitarinnar. „Björgunarsveitir af Norður- og Suðurlandi ásamt þyrlu LHG með reykkafara frá Ísafirði eru nú á leið í íshelli í suðvestanverðum Hofsjökli. Þar er nú leitað að einum manni sem mun hafa farið inn í hellinn en ekki skilað sér þaðan aftur. Aðgerðin er umfangsmikil en öll vinna í hellinum mun þurfa að fara fram með aðfluttu lofti til björgunarmanna vegna hárra gilda SO2 Útkallið kom til lögreglunnar á Suðurlandi um kl. 18:00 í dag frá samferðafólki mannsins. Gert er ráð fyrir að fyrstu björgunarmenn verði komnir á staðinn með þyrlunni kl. 19:30 en gripið var til þess ráðs að manna hana með reykköfurum frá Ísafirði vegna þess að hún var stödd þar þegar útkallið kom. Ekki er vitað hvað veldur því að maðurinn skilar sér ekki til baka úr hellinum. Frekari upplýsingar verða settar hér inn eftir því sem mögulegt er.“ Banaslys í íshelli á Hofsjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Björgunarsveitir á Suður- og Norðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að manni í Hofsjökli. Samkvæmt heimildum fréttastofu týndist maðurinn í nýfundum íshelli á jöklinum og er þyrla Landhelgisgæslunnar á leið á staðinn. Veðurstofa hefur varað við ferðum í þennan helli. Þyrlan var úti fyrir Vestfjörðum þegar útkallið kom og fer þaðan á vettvang. Hún kom við á Ísafirði og sótti kafara sem fara beint á vettvang og er búist við því að þyrlan lendi um klukkan 19:30. Það er ekki vitað hvort maðurinn hafi fallið í hellinum eða hvort hann hafi lent í brennisteinsvetni og misst meðvitund. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi í samtali við fréttastofu. Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í þennan nýfundna íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. „Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ sagði meðal annars í tilkynningu Veðurstofu. Sjá einnig: Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti í samtali við Vísi að leitin væri á svæðinu við þennan ákveðna íshelli sem varað var við og að Björgunarsveitir hafi verið beðnar að koma sér á svæðið með miklum hraði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að athuga með að senda aðra þyrlu á vettvang og með henni reykkafara frá Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar. Mjög þungfært er á svæðinu og snjóað hefur inn í hellinn. Maðurinn var í skipulagðri ferð í hellinum þegar hann týndist. Uppfært kl: 19:35 Lögreglan á Suðurlandi var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna leitarinnar. „Björgunarsveitir af Norður- og Suðurlandi ásamt þyrlu LHG með reykkafara frá Ísafirði eru nú á leið í íshelli í suðvestanverðum Hofsjökli. Þar er nú leitað að einum manni sem mun hafa farið inn í hellinn en ekki skilað sér þaðan aftur. Aðgerðin er umfangsmikil en öll vinna í hellinum mun þurfa að fara fram með aðfluttu lofti til björgunarmanna vegna hárra gilda SO2 Útkallið kom til lögreglunnar á Suðurlandi um kl. 18:00 í dag frá samferðafólki mannsins. Gert er ráð fyrir að fyrstu björgunarmenn verði komnir á staðinn með þyrlunni kl. 19:30 en gripið var til þess ráðs að manna hana með reykköfurum frá Ísafirði vegna þess að hún var stödd þar þegar útkallið kom. Ekki er vitað hvað veldur því að maðurinn skilar sér ekki til baka úr hellinum. Frekari upplýsingar verða settar hér inn eftir því sem mögulegt er.“
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57