Frost fór niður í 42 gráður í Noregi Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 28. febrúar 2018 17:00 Mikil snjókoma í Bretlandi hefur valdið röskunum á samgöngum. Visir/AP Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. Bærinn liggur í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli en þar búa tæplega 1800 manns. Víða í Noregi fór frost undir 30 stig í nótt. Verdens gang greinir frá. Í Danmörku mældist rúmlega 10 gráðu frost í dag á Norður-Sjálandi. Þar furða menn sig á því að síðasti dagur vetrarins skuli einnig vera sá kaldasti. Mælir DR með því að þau sem eigi sér ekkert sérstakt erindi út fyrir hússins dyr í dag haldi sig heima, súpi á kakói og horfi á sjónvarpið. Mikil snjókoma hefur valdið röskunum í Bretlandi í dag. Tafir hafa verið á samgöngum og ekki var kennt þúsundum skóla í dag. Alls 400 bílar sátu fastir á A1 hraðbrautinni í nótt. Þá hefur breska Veðurstofan gefið út rauða viðvörun fyrir hluta Skotlands. BBC hefur í dag streymt fréttum af veðrinu í rauntíma.Eins og Vísir fjallaði ítarlega um í gær er kuldakastið á meginlandi Evrópu tilkomið vegna röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, sagði að þessi viðsnúningur í veðurfari á norðuskautinu og meginlandinu tengist. Ástæðan væri röskun sem hafi orðið í meginveðurkerfi norðurhvelsins sem hófst um og fyrir miðjan febrúar. Á veturna heldur vestanvindabelti hrollköldu loftinu yfir norðurskautinu að mestu leyti í skorðum þó að það sleppi stundum út í litlum skömmtum eins og Íslendingar þekkja í norðanátt. Um miðjan febrúar hlýnaði hins vegar heiðhvolfið yfir norðurskautinu skyndilega. Sú hlýnun brýtur niður og veikir vestanvindabeltið. „Þegar slaknar á aðhaldi vestanvindabeltisins gerist það að hlýrra loft getur komist lengra norður og inn á heimskautasvæðið og kaldara loft sem alla jafna á heima á heimskautunum fer til suðurs,“ sagði Einar. Óvenju hlýtt er því á Norðurheimskautinu á meðan að óvenju kalt er yfir Evrópu. Erlent Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. Bærinn liggur í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli en þar búa tæplega 1800 manns. Víða í Noregi fór frost undir 30 stig í nótt. Verdens gang greinir frá. Í Danmörku mældist rúmlega 10 gráðu frost í dag á Norður-Sjálandi. Þar furða menn sig á því að síðasti dagur vetrarins skuli einnig vera sá kaldasti. Mælir DR með því að þau sem eigi sér ekkert sérstakt erindi út fyrir hússins dyr í dag haldi sig heima, súpi á kakói og horfi á sjónvarpið. Mikil snjókoma hefur valdið röskunum í Bretlandi í dag. Tafir hafa verið á samgöngum og ekki var kennt þúsundum skóla í dag. Alls 400 bílar sátu fastir á A1 hraðbrautinni í nótt. Þá hefur breska Veðurstofan gefið út rauða viðvörun fyrir hluta Skotlands. BBC hefur í dag streymt fréttum af veðrinu í rauntíma.Eins og Vísir fjallaði ítarlega um í gær er kuldakastið á meginlandi Evrópu tilkomið vegna röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, sagði að þessi viðsnúningur í veðurfari á norðuskautinu og meginlandinu tengist. Ástæðan væri röskun sem hafi orðið í meginveðurkerfi norðurhvelsins sem hófst um og fyrir miðjan febrúar. Á veturna heldur vestanvindabelti hrollköldu loftinu yfir norðurskautinu að mestu leyti í skorðum þó að það sleppi stundum út í litlum skömmtum eins og Íslendingar þekkja í norðanátt. Um miðjan febrúar hlýnaði hins vegar heiðhvolfið yfir norðurskautinu skyndilega. Sú hlýnun brýtur niður og veikir vestanvindabeltið. „Þegar slaknar á aðhaldi vestanvindabeltisins gerist það að hlýrra loft getur komist lengra norður og inn á heimskautasvæðið og kaldara loft sem alla jafna á heima á heimskautunum fer til suðurs,“ sagði Einar. Óvenju hlýtt er því á Norðurheimskautinu á meðan að óvenju kalt er yfir Evrópu.
Erlent Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15
Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15