Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2018 21:01 Gusenbauer stjórnaði Habsborgarhópnum svonefnda. Í ákæru Mueller kemur fram að félögum hans hafi verið ætlað að koma fram sem óháðir álitsgjafar um málefni Úkraínu þegar þeir voru í reynd á launum hjá stjórnvöldum í Kænugarði. Vísir/AFP Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslari Austurríkis, segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hafi staðið að baki hópi fyrrverandi háttsetra evrópskra stjórnmálamanna sem töluðu máli úkraínskra stjórnvalda. Vísað er til hópsins í ákæru gegn Manafort. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, hefur ákært Manafort fyrir fjölda brota sem tengjast störfum hans sem málafylgjumaður fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Í nýjum liðum sem bætt hefur verið við ákæruna kemur fram að Manafort hafi greitt hópi fyrrverandi háttsettra stjórnmálamanna frá Evrópu tvær milljónir dollara á laun fyrir að koma fram sem óháðir álitsgjafar um málefni Úkraínu undir stjórn Janúkovitsj sem var tengdur stjórnvöldum í Kreml. Í ákærunni kom aðeins fram að „kanslari“ hafi leitt hópinn og hafa böndin borist að Gusenbauer. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum að hann hafi tekið þátt í „göfugum“ tilraunum til þess að færa Úkraínu nær Evrópusambandinu. Hann hafi staðið í þeirri meiningu að hann hefði fengið greitt fyrir ráðgjafarstörf frá bandarísku fyrirtæki, ekki Manafort eða ríkisstjórn Janúkovitsj. Hann segist þó hafa hitt Manafort í tvígang. „Ég vissi ekki af því að Manafort fjármagnaði þetta starf og að sjálfsögðu tengdist ég ekki störfum hans innan Úkraínu,“ segir Gusenbauer.Leyndu fé sem þeir fengu fyrir málafylgjustörfin fyrir JanúkovitsjRomano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur einnig verið bendlaður við „Habsborgarhópinn“ svonefnda sem Manafort kom á fót. Hann segist hafa verið hluti af hópi evrópskra stjórnmálamanna sem hafi verið að reyna að skilja hvort eitthvað væri hægt að gera í málefnum Úkraínu. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt og því hafi þeir hætt þeim tilraunum. Janúkovitsj flúði til Moskvu eftir að honum var steypt af stóli í miklum mótmælum í Úkraínu árið 2013. Manafort fékk milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Héraðaflokk Janúkovitsj fram að þeim tíma. Ákærur Mueller á hendur Manafort varða að miklu leyti fjármunina sem Manafort fékk fyrir þau störf. Hann og Rick Gates, viðskiptafélagi hans og aðstoðarkosningastjóri Trump, eru sakaðir um að hafa falið féð fyrir bandarískum stjórnvöldum og vanrækt að skrá sig sem málafylgjumenn erlends ríkis eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera. Gates játaði sök að hluta til í gær. Hann er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknarana um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Þrátt fyrir að Manafort hafi hætt sem kosningastjóri Trump eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir frá Janúkovitsj í ágúst árið 2016 hélt Gates áfram að starfa fyrir framboðið. Hann var jafnframt varaformaður nefndar sem annaðist valdatöku Trump eftir kosningarnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Fyrrverandi kosningastjóri Trump greiddi evrópskum fyrrverandi stjórnmálamönnum á laun fyrir að tala máli úkraínskra stjórnvalda sem voru höll undir Kreml. 23. febrúar 2018 23:00 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslari Austurríkis, segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hafi staðið að baki hópi fyrrverandi háttsetra evrópskra stjórnmálamanna sem töluðu máli úkraínskra stjórnvalda. Vísað er til hópsins í ákæru gegn Manafort. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, hefur ákært Manafort fyrir fjölda brota sem tengjast störfum hans sem málafylgjumaður fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Í nýjum liðum sem bætt hefur verið við ákæruna kemur fram að Manafort hafi greitt hópi fyrrverandi háttsettra stjórnmálamanna frá Evrópu tvær milljónir dollara á laun fyrir að koma fram sem óháðir álitsgjafar um málefni Úkraínu undir stjórn Janúkovitsj sem var tengdur stjórnvöldum í Kreml. Í ákærunni kom aðeins fram að „kanslari“ hafi leitt hópinn og hafa böndin borist að Gusenbauer. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum að hann hafi tekið þátt í „göfugum“ tilraunum til þess að færa Úkraínu nær Evrópusambandinu. Hann hafi staðið í þeirri meiningu að hann hefði fengið greitt fyrir ráðgjafarstörf frá bandarísku fyrirtæki, ekki Manafort eða ríkisstjórn Janúkovitsj. Hann segist þó hafa hitt Manafort í tvígang. „Ég vissi ekki af því að Manafort fjármagnaði þetta starf og að sjálfsögðu tengdist ég ekki störfum hans innan Úkraínu,“ segir Gusenbauer.Leyndu fé sem þeir fengu fyrir málafylgjustörfin fyrir JanúkovitsjRomano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur einnig verið bendlaður við „Habsborgarhópinn“ svonefnda sem Manafort kom á fót. Hann segist hafa verið hluti af hópi evrópskra stjórnmálamanna sem hafi verið að reyna að skilja hvort eitthvað væri hægt að gera í málefnum Úkraínu. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt og því hafi þeir hætt þeim tilraunum. Janúkovitsj flúði til Moskvu eftir að honum var steypt af stóli í miklum mótmælum í Úkraínu árið 2013. Manafort fékk milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Héraðaflokk Janúkovitsj fram að þeim tíma. Ákærur Mueller á hendur Manafort varða að miklu leyti fjármunina sem Manafort fékk fyrir þau störf. Hann og Rick Gates, viðskiptafélagi hans og aðstoðarkosningastjóri Trump, eru sakaðir um að hafa falið féð fyrir bandarískum stjórnvöldum og vanrækt að skrá sig sem málafylgjumenn erlends ríkis eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera. Gates játaði sök að hluta til í gær. Hann er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknarana um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Þrátt fyrir að Manafort hafi hætt sem kosningastjóri Trump eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir frá Janúkovitsj í ágúst árið 2016 hélt Gates áfram að starfa fyrir framboðið. Hann var jafnframt varaformaður nefndar sem annaðist valdatöku Trump eftir kosningarnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Fyrrverandi kosningastjóri Trump greiddi evrópskum fyrrverandi stjórnmálamönnum á laun fyrir að tala máli úkraínskra stjórnvalda sem voru höll undir Kreml. 23. febrúar 2018 23:00 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Fyrrverandi kosningastjóri Trump greiddi evrópskum fyrrverandi stjórnmálamönnum á laun fyrir að tala máli úkraínskra stjórnvalda sem voru höll undir Kreml. 23. febrúar 2018 23:00
Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12
Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02