Vinstrið og verkalýðsbaráttan Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 24. febrúar 2018 14:24 Nýlegar sviptingar í verkalýðshreyfingunni minna okkur á að VG hefur sofnað á verðinum í kjarabaráttu láglaunafólks, líkt og önnur öfl sem hafa það að markmiði sínu að vinna í þágu verkalýðsins. Almennir félagsmenn í stéttarfélögum eins og Eflingu, VR og Kennarasambandinu eru að rísa upp og halda því fram að leiðtogar verkalýðsbaráttunnar hafi sofnað á verðinum, gengist atvinnulífinu á hönd og séu í raun og veru ekki að vinna að hagsmunum sinna félagsmanna, sérstaklega ekki þeirra verst settu. Aukin krafa er um grasrótarstarf og að meira samráð sé haft við almenna félagsmenn. Af hverju hefur VG ekki leitt þessa baráttu? Hvað erum við að gera fyrir ófaglærða leikskólastarfsmenn sem nú rísa upp og krefjast þess að vinna þeirra sé metin til fjár? Hvað getum við gert betur?Samfélag og efnahagslífEin af afleiðingum uppgangs nýfrjálshyggjunnar var að umræða um samfélagsleg og efnahagsleg málefni var slitin í sundur. Farið var að líta á efnahagsleg úrlausnarefni sem tæknileg úrlausnarefni, stjórnmálamenn hefðu í raun ekkert hlutverk annað en að draga stöðugt saman seglin í opinbera geiranum og eftirláta blindri rökvísi markaðarins skila okkur skilvísu kerfi sem allir græða á. Slík gnægð væri af brauðmolum á nægtarborðum veislunnar til þess að allir hefðu það gott. Bæði verkalýðshreyfingin og vinstri hreyfingar hafa svo til þegjandi og hljóðalaust gengist inn á þessa hugmyndafræði. En nú er mál að linni. Á sveitarstjórnarstiginu ræðum við t.d. ekki um efnahagsmál nema út frá skýrt skilgreindum forsendum lagarammans, um lögboðnar skyldur sveitarfélaganna og hvernig við eigum að fjármagna þær með útsvari, þjónustugjöldum og mótframlagi ríkisins. En við þurfum líka að ræða það að í miðju góðæri – eins og reyndar alltaf í góðæri – er ýmsum stofnunum hins opinbera gert að herða sultarólina. Við erum að berjast í bökkum við að greiða fyrir þá þjónustu sem við viljum og þurfum að veita. Á meðan eru eigendur fyrirtækja að greiða sér milljarða í arð og stjórnendur að skammta sjálfum sér milljónir á milljónir ofan í laun. Vinstri stjórnmál og verkalýðsbaráttan eiga að vera tvær birtingarmyndir sömu baráttunnar, baráttunnar fyrir því að allir fái tækifæri til þess að lifa með reisn, að vera ekki þrælað út eða þurfa að lifa við fátækt. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka á þessum gapandi ójöfnuði í samfélaginu.Þegar verkalýðsbaráttan gleymdi sjálfri sér gleymdi vinstrið verkalýðsbaráttunniÞó hendur sveitastjórna séu skýrt bundnar af þingi hvað varðar innheimtu á sköttum og gjöldum þá á það að vera vinstri hreyfingarinnar, hvar sem hún er stödd, að tala gegn óréttlátu efnahagskerfi og gegn misskiptingunni þar sem hún birtist hvað sterkast. Við sem stundum vinstri pólitík, megum ekki gleyma því að vinstri hreyfingin og verkalýðshreyfingin eru runnin undan sömu rifjum og að á sveitastjórnarstiginu á það að vera okkar hlutverk að standa þétt við bakið á þeim verkalýð sem við berum ábyrgð á. Við eigum að styðja við kröfur um mannsæmandi laun, bæði í orði og verki, enda eru þau forsenda þess að geta lifað almennilegu lífi. Og við eigum heldur ekki að láta af kröfunni fyrir öðrum klassískum baráttumálum verkalýðsbaráttunnar eins og sómasamlegum vinnuaðstæðum og fjölskylduvænum vinnutíma.Höfundur situr fyrir hönd Vinstri grænna í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og býður sig fram í 2.-4. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fer fram þann 24. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlegar sviptingar í verkalýðshreyfingunni minna okkur á að VG hefur sofnað á verðinum í kjarabaráttu láglaunafólks, líkt og önnur öfl sem hafa það að markmiði sínu að vinna í þágu verkalýðsins. Almennir félagsmenn í stéttarfélögum eins og Eflingu, VR og Kennarasambandinu eru að rísa upp og halda því fram að leiðtogar verkalýðsbaráttunnar hafi sofnað á verðinum, gengist atvinnulífinu á hönd og séu í raun og veru ekki að vinna að hagsmunum sinna félagsmanna, sérstaklega ekki þeirra verst settu. Aukin krafa er um grasrótarstarf og að meira samráð sé haft við almenna félagsmenn. Af hverju hefur VG ekki leitt þessa baráttu? Hvað erum við að gera fyrir ófaglærða leikskólastarfsmenn sem nú rísa upp og krefjast þess að vinna þeirra sé metin til fjár? Hvað getum við gert betur?Samfélag og efnahagslífEin af afleiðingum uppgangs nýfrjálshyggjunnar var að umræða um samfélagsleg og efnahagsleg málefni var slitin í sundur. Farið var að líta á efnahagsleg úrlausnarefni sem tæknileg úrlausnarefni, stjórnmálamenn hefðu í raun ekkert hlutverk annað en að draga stöðugt saman seglin í opinbera geiranum og eftirláta blindri rökvísi markaðarins skila okkur skilvísu kerfi sem allir græða á. Slík gnægð væri af brauðmolum á nægtarborðum veislunnar til þess að allir hefðu það gott. Bæði verkalýðshreyfingin og vinstri hreyfingar hafa svo til þegjandi og hljóðalaust gengist inn á þessa hugmyndafræði. En nú er mál að linni. Á sveitarstjórnarstiginu ræðum við t.d. ekki um efnahagsmál nema út frá skýrt skilgreindum forsendum lagarammans, um lögboðnar skyldur sveitarfélaganna og hvernig við eigum að fjármagna þær með útsvari, þjónustugjöldum og mótframlagi ríkisins. En við þurfum líka að ræða það að í miðju góðæri – eins og reyndar alltaf í góðæri – er ýmsum stofnunum hins opinbera gert að herða sultarólina. Við erum að berjast í bökkum við að greiða fyrir þá þjónustu sem við viljum og þurfum að veita. Á meðan eru eigendur fyrirtækja að greiða sér milljarða í arð og stjórnendur að skammta sjálfum sér milljónir á milljónir ofan í laun. Vinstri stjórnmál og verkalýðsbaráttan eiga að vera tvær birtingarmyndir sömu baráttunnar, baráttunnar fyrir því að allir fái tækifæri til þess að lifa með reisn, að vera ekki þrælað út eða þurfa að lifa við fátækt. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka á þessum gapandi ójöfnuði í samfélaginu.Þegar verkalýðsbaráttan gleymdi sjálfri sér gleymdi vinstrið verkalýðsbaráttunniÞó hendur sveitastjórna séu skýrt bundnar af þingi hvað varðar innheimtu á sköttum og gjöldum þá á það að vera vinstri hreyfingarinnar, hvar sem hún er stödd, að tala gegn óréttlátu efnahagskerfi og gegn misskiptingunni þar sem hún birtist hvað sterkast. Við sem stundum vinstri pólitík, megum ekki gleyma því að vinstri hreyfingin og verkalýðshreyfingin eru runnin undan sömu rifjum og að á sveitastjórnarstiginu á það að vera okkar hlutverk að standa þétt við bakið á þeim verkalýð sem við berum ábyrgð á. Við eigum að styðja við kröfur um mannsæmandi laun, bæði í orði og verki, enda eru þau forsenda þess að geta lifað almennilegu lífi. Og við eigum heldur ekki að láta af kröfunni fyrir öðrum klassískum baráttumálum verkalýðsbaráttunnar eins og sómasamlegum vinnuaðstæðum og fjölskylduvænum vinnutíma.Höfundur situr fyrir hönd Vinstri grænna í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og býður sig fram í 2.-4. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fer fram þann 24. febrúar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar