Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 10:41 Cameron Kasky og öldungardeildarþingmaðurinn Marco Rubio í Flórída í gær. Vísir/Getty Nemendur Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída hafa tröllriðið fjölmiðlum vestanhaf undanfarna daga. Cameron Kasky, einn þeirra nemenda sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. Rubio, sem er öldungardeildarþingmaður fyrir Flórída þar sem skotárásin átti sér stað fyrir rúmri viku síðan, sat fyrir svörum í útsendingu á sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Eftirlifendur og aðstandendur fórnarlamba árásarinnar spurðu Rubio m.a. út í afstöðu hans til hertrar byssulöggjafar og fjárframlaga frá Samtökum skotvopnaeigenda, National Rifle Association (NRA).Þjarmað að Rubio Cameron Kasky, nemandi Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, var sérstaklega aðgangsharður. „Getur þú sagt mér núna að þú munir ekki þiggja eina greiðslu til viðbótar frá Samtökum skotvopnaeigenda?“ spurði Kasky. „Afstaða mín í málum byssulöggjafarinnar er sú sama og fyrsta daginn sem ég varð kjörinn embættismaður Miami-borgar,“ svaraði Rubio og bætti við að aðrir létu heillast af málflutningi sínum og að þetta væri ekki spurning um peninga. „Ég styð hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að byssur rati í hendur sturlaðs morðingja,“ sagði Rubio enn fremur. Áhorfendur virtust mjög óánægðir með svör Rubio, sem gat ekki svarað því hreint út hvort hann hygðist hafna frekari greiðslum frá NRA. Samræður Kasky og Rubio má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndin um vopnaða kennara óþægileg Í svörum Rubio við öðrum fyrirspurnum kom m.a. fram að hann væri ósammála þeim breytingum sem Bandaríkjaforseti, Donald Trump, boðaði á svokölluðum „áheyrnarfundi“ með nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans og aðstandendum þeirra í gær. Þar lagði Trump til að kennarar í bandarískum skólum byrjuðu að bera vopn við kennslu til að fyrirbyggja skotárásir. „Mér þykir hugmyndin um að börnin mín gangi í skóla með kennurum sem bera vopn óþægileg,“ sagði Rubio í gær.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Þá vildi hann hækka lágmarksaldur til kaupa á rifflum úr 18 ára og nefndi 21 árs aldur sem mögulegt nýtt viðmið. Rubio var auk þess opinn fyrir því að endurskoða löglega stærð á skothylkjum í byssur, sem hinn almenni Bandaríkjamaður getur keypt sér í verslunum. Rubio var auk þess hrósað fyrir að hafa yfir höfuð látið sjá sig á fundinum en bæði Donald Trump og Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, höfnuðu boði CNN um að sitja fyrir svörum. Sautján létust í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag í síðustu viku. Eftirlifandi nemendur hafa vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína í baráttu fyrir hertri byssulöggjöf og hafa til að mynda skipulagt fjöldagöngu í nafni málefnisins undir yfirskriftinni March For Our Lives. Gangan fer fram í Washington D.C. og fleiri borgum Bandaríkjanna þann 24. mars næstkomandi. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Nemendur Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída hafa tröllriðið fjölmiðlum vestanhaf undanfarna daga. Cameron Kasky, einn þeirra nemenda sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. Rubio, sem er öldungardeildarþingmaður fyrir Flórída þar sem skotárásin átti sér stað fyrir rúmri viku síðan, sat fyrir svörum í útsendingu á sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Eftirlifendur og aðstandendur fórnarlamba árásarinnar spurðu Rubio m.a. út í afstöðu hans til hertrar byssulöggjafar og fjárframlaga frá Samtökum skotvopnaeigenda, National Rifle Association (NRA).Þjarmað að Rubio Cameron Kasky, nemandi Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, var sérstaklega aðgangsharður. „Getur þú sagt mér núna að þú munir ekki þiggja eina greiðslu til viðbótar frá Samtökum skotvopnaeigenda?“ spurði Kasky. „Afstaða mín í málum byssulöggjafarinnar er sú sama og fyrsta daginn sem ég varð kjörinn embættismaður Miami-borgar,“ svaraði Rubio og bætti við að aðrir létu heillast af málflutningi sínum og að þetta væri ekki spurning um peninga. „Ég styð hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að byssur rati í hendur sturlaðs morðingja,“ sagði Rubio enn fremur. Áhorfendur virtust mjög óánægðir með svör Rubio, sem gat ekki svarað því hreint út hvort hann hygðist hafna frekari greiðslum frá NRA. Samræður Kasky og Rubio má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndin um vopnaða kennara óþægileg Í svörum Rubio við öðrum fyrirspurnum kom m.a. fram að hann væri ósammála þeim breytingum sem Bandaríkjaforseti, Donald Trump, boðaði á svokölluðum „áheyrnarfundi“ með nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans og aðstandendum þeirra í gær. Þar lagði Trump til að kennarar í bandarískum skólum byrjuðu að bera vopn við kennslu til að fyrirbyggja skotárásir. „Mér þykir hugmyndin um að börnin mín gangi í skóla með kennurum sem bera vopn óþægileg,“ sagði Rubio í gær.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Þá vildi hann hækka lágmarksaldur til kaupa á rifflum úr 18 ára og nefndi 21 árs aldur sem mögulegt nýtt viðmið. Rubio var auk þess opinn fyrir því að endurskoða löglega stærð á skothylkjum í byssur, sem hinn almenni Bandaríkjamaður getur keypt sér í verslunum. Rubio var auk þess hrósað fyrir að hafa yfir höfuð látið sjá sig á fundinum en bæði Donald Trump og Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, höfnuðu boði CNN um að sitja fyrir svörum. Sautján létust í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag í síðustu viku. Eftirlifandi nemendur hafa vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína í baráttu fyrir hertri byssulöggjöf og hafa til að mynda skipulagt fjöldagöngu í nafni málefnisins undir yfirskriftinni March For Our Lives. Gangan fer fram í Washington D.C. og fleiri borgum Bandaríkjanna þann 24. mars næstkomandi.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21